Ambassadører for det europæiske år

Sigrun Juliusdottir

Sigrun Juliusdottir

Iceland

English text

Dr. Sigrún Júlíusdóttir er prófessor við Háskóla Íslands. Hún tók Socionomexame í Háskólanum í Lundi árið 1970 og lauk síðan Fil. kand. Prófi í félagsfræði við félagsvísindadeild háskólans í Stokkhólmi, 1972, meistaraprófi í félagsráðgjöf við University of Michigan 1978 og stundaði nám í handleiðslu á sviði geðheilbrigðisþjónustu á vegum Geðdeildar Landsspítalans og Institutet i familjeterapi í Gautaborg árið 1985. Sigrún nam einstaklingsmeðferð í sálfræðideild háskólans í Gautaborg til löggildra meðferðarréttinda frá sænska félags- og heilbrigðisráðuneytinu, Socialstyrelsen, árið 1989. Fjórum árum síðar lauk hún svo doktorsprófi í félagsráðgjöf frá félagsráðgjafardeild sama háskóla.

Áður en Sigrún tók við stöðu sinni við félagsvísindadeild HÍ var hún yfirmaður félagsráðgjafar við geðdeild Landsspítalans í tuttugu ár. Hún kennir nú tíma í fjölskylduráðgjöf and supervision við Endurmenntunarstofnun HÍ auk þess sem hún rekur eigin meðferðarstofu, Tengsl sf., þar sem hún sinnir einstaklings-, hjóna- og fjölskylduráðgjöf.Hún er formaður stjórnar Rannsóknarseturs í barna og fjölskylduvernd.

Í rannsóknum sínum hefur Sigrún öðru fremur sérhæft sig í fjölskyldurannsóknum, velferð barna, menntun og fagþróun í félagsráðgjöf. Hún hefur skrifað bækur og greinar á íslensku, sænsku og ensku.

„Að leggja Evrópuárinu um fátækt og félagslega einangrun lið, er í samræmi við hugmyndafræði og siðareglur félagsráðgjafar um að nota menntun sína og reynslu til að efla málaflokka sem snerta mannréttindi og félagslega velferð,“ segir Sigrún. „Ég hef unnið að meðferð einstaklinga og fjölskyldna með geðræn vandamál um 20 ára skeið og enn lengur við rannsóknir og margvísleg þróunarverkefni sem tengjast félagslegum réttindum og jöfnuði. Von mín er sú að með þessu átaki verði aflað nýrrar þekkingar og umræða efld til viðhorfsbreytinga hvað varðar mannréttindi, jöfnuð og fordóma. Með slíkum byr í seglin muni stjórnvöld geta blásið til stórtækari aðgerðaáætlunar til umbóta.“

English text

Prof. Dr. Sigrun Juliusdottir is professor in Social Work at the University of Iceland and has specialised in family research; child welfare; education and professional development in social work.