Orðalisti:Stækkun ESB
Evrópusambandið (ESB) var stofnað 1. nóvember 1993 með 12 aðildarríkjum en í dag eru þau 27 talsins:
- ESB-12 (1. nóvember 1993 - 31. desember 1994):
- Belgía (BE), Danmörk(DK), Frakkland(FR), Þýskaland (DE), Grikkland(EL), Írland(IE), Ítalía(IT), Lúxemborg(LU), Holland(NL), Portúgal(PT), Spánn(ES) og Bretland (UK)
- ESB-15 (1. janúar 1995 - 30. apríl 2004):
- ESB-12 + Austurríki(AT), Finnland (FI) og Svíþjóð (SE)
- ESB-25 (1. maí 2004 - 31. desember 2006):
- ESB-15 + Kýpur (CY), Tékkland (CZ), Eistland (EE), Ungverjaland (HU), Lettland (LV), Litháen (LT), Malta (MT), Pólland (PL), Slóvakía (SK) og Slóvenía (SI)
- ESB-27_2007 (1. janúar 2007 - 30. júní 2013):
- ESB-25 + Búlgaría (BG) og Rúmenía (RO)
- ESB-28 (1. júlí 2013 - 31 janúar 2020):
- ESB-27_2007 + Króatía (HR)
- ESB-27 (frá 1. Febrúar 2020):
- ESB-28 - Bretland (UK)
Fyrirrennari ESB, Evrópubandalagið, var stofnað af sex aðildarríkjum við undirritun Rómarsáttmálans árið 1957; Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi og Þýska Sambandslýðveldinu (Vestur Þýskalandi). Árið 1973 fjölgaði aðildarríkjum í níu þegar Danmörk, Írland, og Bretland gengu í Evrópubandalagið. Grikkir gengu í bandalagið árið 1981 og aðildarríkin urðu alls 12 þegar Spánn og Portúgal gengu í Evrópubandalagið árið 1986. Við sameiningu Austur og Vestur Þýskalands árið 1990 varð Þýska Alþýðulýðveldið (Austur Þýskaland) einnig hluti af Evrópubandalaginu.
Núverandi aðildarríki ESB (ESB-27)
Austurríki | (AT) | Frakkland | (FR) | Lettland | (LV) | Slóvenía | (SI) |
Belgía | (BE) | Grikkland | (EL) | Litháen | (LT) | Slóvakía | (SK) |
Holland | (NL) | Lúxemborg | (LU) | Spánn | (ES) | Búlgaría | (BG) |
Írland | (IE) | Malta | (MT) | Svíþjóð | (SE) | Danmörk | (DK) |
Ítalía | (IT) | Pólland | (PL) | Tékkland | (CZ) | Eistland | (EE) |
Króatía | (HR) | Portúgal | (PT) | Ungverjaland | (HU) | Finnland | (FI) |
Kýpur | (CY) | Rúmenía | (RO) | Þýskaland | (DE) |