Orðalisti:Evrópusambandið (ESB)

Stökkva á: flakk , leita

Evrópusambandið, skammstafað ESB, er efnahags- og stjórnmálasamstarf 28 Evrópuríkja. ESB var stofnað 1. nóvember 1993 með samningi um Evrópusambandið (Maastricht samningurinn).

Þann 31. desember 1994 voru 12 aðildarlönd í ESB: Belgía, Danmörk, Þýskaland, Írland, Grikkland, Spánn, Frakkland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Portúgal og Bretland.

Í janúar 1995 bættust þrjú aðildarríki við ESB: Austurríki, Finnland og Svíþjóð.

Í maí 2004 gengu 10 aðildarríki til viðbótar í ESB: Kýpur, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvenía og Slóvakía. Þann 1. janúar 2007 bættust Búlgaría og Rúmenía við og nýjasti meðlimur sambandsins er Króatía, 1. júlí 2013.

Landsvæði ESB er 4 413 844 km², íbúar eru 505 701 172 (bráðabirgðatölur frá janúar 2013) og opinber tungumál 24. Aðildarlönd ESB eru eftirfarandi:

Austurríki (AT) Frakkland (FR) Lettland (LV) Slóvenía (SI)
Belgía (BE) Grikkland (EL) Litháen (LT) Slóvakía (SK)
Bretland (UK) Holland (NL) Lúxemborg (LU) Spánn (ES)
Búlgaría (BG) Írland (IE) Malta (MT) Svíþjóð (SE)
Danmörk (DK) Ítalía (IT) Pólland (PL) Tékkland (CZ)
Eistland (EE) Króatía (HR) Portúgal (PT) Ungverjaland (HU)
Finnland (FI) Kýpur (CY) Rúmenía (RO) Þýskaland (DE)

Frekari upplýsingar

Tengd hugtök