• EQF Home Page Icon

Learning Opportunity: Sviðshöfundabraut BA

Sviðshöfundabraut BA

Course Information

Á sviðshöfundabraut er unnið með hlutverk sviðshöfundarins í sviðslistum þ.e. leikstjórans, leikskáldsins eða sviðslistamannsins. Megin áhersla er lögð á að nemendur þrói með sér listræna sýn og nálgun við miðilinn sem höfundar og verði að námi loknu sjálfstæðir skapandi sviðslistamenn. í náminu sem er jöfnum höndum fræðilegt og verklegt, er lögð áhersla á sviðslistir í sem víuðstum skilningi og er námið hugsað sem vettvangur fyrir tilraunir og rannsóknir innan sviðslista. Námið snýst um sögu, eðli, hlutverk og mörk sviðslista, tungumál þeirra og snertifleti við aðrar listgreinar.

Reference Data

Location:
Education Level:
Thematic area:
Language:
EQF Level:
Teaching Language:
Duration:
Non preferred term: 
None
More Info: 

Skilyrði er að nemendur hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun. Þeir sem ekki hafa stúdentspróf þurfa að tilgreina það nám sem þeir telja sambærilegt. Annað listnám en leiklistarnám er tekið til greina þegar umsókn er metin. Sérskipuð inntökunefnd velur umsækjendur úr hópnum og er þeim boðið í viðtöl og inntökupróf. Prófin samanstanda af verklegum og skriflegum æfingum. Að þessu loknu fá allt að 10 einstaklingar boð um skólavist.

Duration Information: 

Fullt nám í þrjú ár (6 misseri) sem lýkur með BA-gráðu

NQF Level: 
5.2
Start Date: 
Aug. 18, 2016
Costs: 

ISK

Credits: 

180 ECTS

Provider Information

Provider Name: 
Listaháskóli Íslands