• EQF Home Page Icon

Learning Opportunity: MS í forystu og stjórnun

MS í forystu og stjórnun

Course Information

Lokaviðmið námsleiðar eru sett fram samkvæmt viðmiðum um æðri menntun og
prófgráður sem menntamálaráðuneytið gaf út árið 2011 samkvæmt lögum nr.
63/2006
Að námi loknu eiga nemendur að uppfylla eftirfarandi viðmið samkvæmt þeim
námsárangri sem fram kemur í útskriftarskírteini og skírteinisviðauka.
Þekking og skilningur
Nemendur hafa að námi loknu öðlast góðan faglegan skilning á námsgrein sinni,
eru inni í því sem efst er á baugi á sviðinu og færir um að fylgjast með faglegri
þróun. Þeir hafa dýpkað þekkingargrunn sinn frá fyrri þrepum og eru kunnugir
starfsemi ýmissa fyrirmyndarfyrirtækja innanlands og erlendis. Þá eru
nemendur færir um að skýra og rökstyðja faglegar niðurstöður, geta bent á
vandamál og tækifæri á sviðinu og tekið þátt í umræðu um lausnir.
Að nemandinn hafi öðlast kerfisbundinn skilning á nýjustu þekkingu sem
völ er á innan forystu og stjórnunar.
Auk þekkingarmarkmiða af fyrsta þrepi skal nemandi á öðru þrepi hafa
aukið sérþekkingu sína með því að dýpka eða breikka þann
þekkingargrunn sem hann hefur tileinkað sér á fyrri þrepum og tengist
þáttum á sviði forystu og stjórnunar.
Ætlast er til að nemandinn geti nýtt þekkingu sína og skilning í faglegri
vinnu sem tengist faglegri forystu og stjórnun og hafi hæfni til að
rökstyðja faglegar úrlausnir eða lausnir á vanda á þessu sviði með skýrum
hætti í ræðu og riti.
Nemendur skilja vandamál og viðfangsefni greinarinnar og geta byggt faglega
umfjöllun á byggða á nýjustu upplýsingum og rannsóknum á sviðinu. Þeir hafa
tileinkað sér allar helstu aðferðir rannsókna og gagnaöflunar og geta því á
skilvirkan hátt leyst helstu verkefni sem búast má við í starfi.
Að nemandinn hafi mikilvæga vitneskju um vandamál og viðfangsefni,
byggða á nýjustu upplýsingum og rannsóknum á sviði forystu og
stjórnunar.
Að nemandinn hafi tileinkað sér þekkingu með námskeiðum, rannsóknum
og nýtingu veraldarvefsins til þekkingaröflunar á sérhæfðu fræðasviði
innan forystu og samskipta.
Nemendur hafa að námi loknu öðlast hagnýta þekkingu á námsgrein sinni og
þekkja til helstu lykilverkefna sem og áskorana sem fyrirtæki, bæði innlend og
erlend, kunna að standa frammi fyrir. Ennfremur, þekkja til helstu aðferða,
kenninga, líkana o.s.frv. sem geta aðstoðað fyrirtæki til að ná betri árangri.
Að nemandinn geti tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær
með skýrum hætti á grunni þekkingar sinnar á sviði forystu og stjórnunar.
Að nemandinn hafi getu og hæfni til þess að meta, greina og afla
vísindalegra gagna sem tengjast forystu og stjórnun.
Að nemandinn geti skilið og tekist á við flókin viðfangsefni á sviði forystu
og stjórnunar í faglegu samhengi og samstarfi.
Að nemandinn þekki til helstu kenninga á sviði forystu, eins og þjónandi
forysta, sönn forysta, umbreytingarforysta o.fl.
Fræðileg hæfni
Nemendur geta metið sjálfstætt hvenær mismunandi greiningaraðferðir og
flókin fræðileg atriði eiga við. Einnig þurfa nemendur að geta samþætt þekkingu,
glímt við flókin viðfangsefni og sett fram skoðun út frá takmörkuðum
upplýsingum.Ennfremur eiga nemendur að hafa tileinkað sér gagnrýna hugsun
og geti greint og lagt faglegt mat á hvernig má nýta fræðin til að koma auga á
tækifæri og leita úrlausna við helstu vandamálum sem fyrirtæki, stjórnendur og
starfsfólk standa frammi fyrir. Í MS útgáfu námsins er sérstök áhersla lögð á að
nemandinn geti beitt rannsóknaferlinu með árangri og unnið sjálfstætt
rannsóknarverkefni.
Að nemandinn sýni fram á aukinn og dýpri skilning og víðtækari yfirsýn á
sérfræðisviði sínu innan forystu og stjórnunar en felst í námi á fyrsta
þrepi.
Að nemandinn geti nýtt þekkingu sína, skilning og úrlausnarhæfni við
ýmsar aðstæður í breiðu eða þverfaglegu samhengi.
Að nemandinn þekki til rannsóknaraðferða á sviði forystu, nýsköpunar,
rekstrar, fjármála og markaðsmála í alþjóðlegu umhverfi og sé læs á
rannsóknir og niðurstöður þeirra.
Hæfni í samskiptum, upplýsingalæsi og miðlun
Nemendur geta átt frumkvæði að nýsköpunarverkefnum og öðrum verkefnum á
sviði viðskipta í alþjóðlegu umhverfi, veitt þeim forystu og stýrt þeim, innleitt
breytingar og axlað ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa. Ennfremur eiga
nemendur að geta greint á skýran og ótvíræðan hátt frá flóknum fræðilegum
viðfangsefnum og/eða fræðilega rökstuddum niðurstöðum, einn eða í samstarfi
við aðra, bæði meðal sérfræðinga og leikmanna í ræðu og riti. Ennfremur á
námið að skila nemendum kunnáttu og þekkingu til þess að greina og miðla
tölulegum upplýsingum með skiljanlegum hætti.
Að nemandinn hafi tileinkað sér notkun hugbúnaðar sem nýtist á sviði
forystu og stjórnunar.
Að nemandi hafi þekkingu á siðfræði vísinda, forystu, stjórnunar og
samskipta.
Námshæfni
Að nemandinn hafi þróað með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæð
vinnubrögð til að geta tekist á hendur frekara nám á þrepi þrjú sem er að miklu
leyti byggt á sjálfstæðum vinnubrögðum.

Reference Data

Location:
Education Level:
Thematic area:
Language:
EQF Level:
Teaching Language:
Duration:
Non preferred term: 
None
Duration Information: 

90 eininga meistaranám þar sem nemendur ljúka 10 námskeiðum (60 ECTS einingar) og MS ritgerð (30 ECTS einingar).

NQF Level: 
6.2
Start Date: 
Aug. 15, 2016
Costs: 

ISK

Credits: 

90 ECTS

Provider Information

Provider Name: 
Háskólinn á Bifröst