• EQF Home Page Icon

Learning Opportunity: ML í lögfræði

ML í lögfræði

Course Information

Lokaviðmið námsleiðar eru sett fram samkvæmt viðmiðum um æðri menntun og prófgráður sem
menntamálaráðuneytið gaf út árið 2011 samkvæmt lögum nr. 63/2006.
Að námi loknu eiga nemendur að uppfylla eftirfarandi viðmið samkvæmt þeim námsárangri sem fram
kemur í útskriftarskírteini og skírteinisviðauka.
Þekking
 Nemandi hafi öðlast þjálfun í fræðilegum og hagnýtum þáttum sem snúa að úrlausn lögfræðilegra
álitaefna í tengslum við viðskiptagjörninga sem og í lögfræði- og ráðgjafarstörfum.
 Nemandi hafi aukið, dýpkað og tileinkað sér ákveðna sérþekkingu á sviði viðskiptalögfræði sem
byggist á nýjustu upplýsingum og rannsóknum.
 Nemandi þekki og skilji alla helstu þætti er viðkoma rekstri fyrirtækja á lagalegum grundvelli og
átti sig á mikilvægi ábyrgra og heiðarlegra viðskiptahátta.
Að auki skal nemandi sem lýkur ML gráðu með meistararitgerð:
 Hafa aflað sér þekkingar með rannsókn, kynningu og vörn á eigin rannsóknarefni.
 Nemandi skilji mikilvægi faglegra og vandaðra vinnubragða í rannsóknum.
Hæfni
 Nemandi geti tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær á lögfræðilegum grunni.
 Nemandi hafi öðlast hæfni til að skrifa lagalegan texta sem nýtist honum í starfi.
 Nemandi geti rökrætt og tjáð sig með skýrum hætti um lagaleg úrlausnarefni á faglegan máta,
hvort heldur sem er á opinberum eða fræðilegum vettvangi, og komið fram með lausn í samræmi
við viðurkenndar kenningar og aðferðafræði.
Að auki skal nemandi sem lýkur ML gráðu með meistararitgerð:
 Hafa þekkingu og skilning á lögfræði og geti tekist á við störf í stjórnsýslunni og grunn til þess
að afla sér málflutningsréttinda.
Leikni
 Nemandi hafi getu og hæfni til þess að afla og greina viðeigandi gögn og heimildir og rökstyðja
lögfræðilega niðurstöðu.
Að auki skal nemandi sem lýkur ML gráðu með meistararitgerð:
 Geta beitt rannsóknaraðferðum lögfræðinnar.
 Nemandi hafi tileinkað sér vinnubrögð við hæfi til þess að hefja doktorsnám (þriðja þrep).

Reference Data

Location:
Education Level:
Thematic area:
Language:
EQF Level:
Teaching Language:
Duration:
Non preferred term: 
None
Duration Information: 

Námið er samtals 120 ECTS og nemendur geta lokið því á tveimur árum.

NQF Level: 
6.2
Start Date: 
Aug. 15, 2016
Costs: 

ISK

Credits: 

120 ECTS

Provider Information

Provider Name: 
Háskólinn á Bifröst