• EQF Home Page Icon

Learning Opportunity: BS í viðskiptalögfræði

BS í viðskiptalögfræði

Course Information

Lærdómsviðmið námsleiðar eru sett fram samkvæmt viðmiðum Mennta og menningarmálaráðuneytisins um æðri menntun og prófgráður 530/2011. Að námi loknu eiga nemendur að uppfylla eftirfarandi viðmið samkvæmt þeim námsárangri sem fram kemur í útskriftarskírteini og skírteinisviðauka.
Þekking og skilningur
Nemandinn skal tileinka sér almennan skilning á kenningum, forsendum, hugtökum og aðferðum á sviði lögfræði og viðskiptafræði. Námið er á þessu stigi einkum miðað að því að auka skilning nemenda á rekstri fyrirtækja og hæfni þeirra til að leysa úr þeim lögfræðilegu viðfangsefnum sem bíða að námi loknu. Þá skal nemandinn geta nýtt þekkingu sína og skilning við fræðilega iðju eða innan starfsgreinar og búa yfir hæfni til þekkingaröflunar á sviði viðskiptalögfræði, ásamt því að geta rökstutt fræðilegar úrlausnir.
Tegund þekkingar
Nemandinn á að loknu námi að hafa tileinkað sér víðtæka þekkingu og skilning á lögfræði, ásamt því að hafa góða innsýn í viðskiptafræði. Þekking nemandans skal ná til nýjustu þekkingar á fræðasviðinu hverju sinni.
Hagnýt þekking
Nemandinn á að loknu námi að geta greint hagnýt, flókin viðfangsefni í faglegu samhengi og geta tekið og réttlætt ákvarðanir á faglegum grunni. Jafnframt skal hann geta unnið sjálfstætt og skipulega að viðfangsefnum í viðskiptalögfræði, geta sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni.
Fræðileg hæfni
Nemandinn skal tileinka sér hæfni til að setja fram og lýsa flóknum fræðilegum atriðum og rannsóknaniðurstöðum sem tengjast lögfræðilegum viðfangsefnum viðskipta og rekstrar. Sérstök áhersla er lögð á framsögu hjá nemendum og að þeir séu þjálfaðir markvisst í að koma fræðilegum álitaefnum til skila munnlega. Í þeim tilgangi er nemendum m.a. skylt að taka að jafnaði 2 misserisverkefni á BS-stigi námsins, þar sem þeir skila fræðilegri greinargerð um efni að eigin vali og verja hana munnlega fyrir hópi kennara og nemenda, ásamt því að sækja námskeið um framsækni og örugga tjáningu á öðru ári. Nemandinn skal geta beitt vísindalegum aðferðum við greiningu viðfangsefna og skilja helstu kenningar og hugtök lögfræðinnar ásamt því að geta lagt sjálfstætt mat á þær aðferðir sem notaðar eru innan hennar.
Hæfni í samskiptum, upplýsingalæsi og miðlun
Nemandi skal að loknu námi hafa hæfni til að taka virkan þátt í samstarfi á sviði viðskiptalögfræði, miðla færni sinni, hugmyndum og kunnáttu, geta leitt verkhópa og tekið þátt í hvers konar samstarfi um fræðileg verkefni. Að auki skal hann vera fær um að túlka og kynna fræðilegar niðurstöður sínar, munnlega eða skriflega og beita þeirri tækni og hugbúnaði sem nýtist mest í námi og starfi.
Námshæfni
Að loknu námi skal nemandinn hafi þróað með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæð vinnubrögð til að geta tekist á hendur frekara nám og tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun sem nýtist í námi og/eða starfi.Byltingafræði – lokaviðmið
Lokaviðmið námslínu eru sett fram samkvæmt viðmiðum um æðri menntun og prófgráður sem menntamálaráðuneytið gaf út árið 2011 samkvæmt lögum nr. 63/2006.

Reference Data

Location:
Education Level:
Thematic area:
Language:
EQF Level:
Teaching Language:
Duration:
Non preferred term: 
None
Duration Information: 

Nám til grunngráðu tekur yfirleitt tvö og hálft ár, þ.e nær yfir fimm annir. Þrjár annir eru á ári, haustönn, vorönn og sumarönn. Ljúka nemendur því yfirleitt 80 ECTS einingum á ári.

NQF Level: 
5.2
Start Date: 
Aug. 15, 2016
Costs: 

ISK

Credits: 

190 ECTS

Provider Information

Provider Name: 
Háskólinn á Bifröst