• EQF Home Page Icon

Learning Opportunity: BS í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti

BS í viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti

Course Information

Lærdómsviðmið fyrir BS í viðskiptafræði
Lokaviðmið námslínu eru sett fram samkvæmt viðmiðum um æðri menntun og prófgráður sem menntamálaráðuneytið gaf út árið 2011 samkvæmt lögum nr. 63/2006. Að námi loknu eiga nemendur að uppfylla eftirfarandi viðmið samkvæmt þeim námsárangri sem fram kemur í útskriftarskírteini og skírteinisviðauka.
Þekking:
Við útskrift býr nemandi yfir þekkingu innan fræðigreinar eða starfsgreinar:
Í því felst, samkvæmt viðmiðum ráðuneytis, að nemandi:
 hafi öðlast almennan skilning og innsæi í helstu kenningar og hugtök
 geri greinamun milli fræðilegra skýringa og annars konar skýringa
 skilji og þekki stöðu fræðigreinar í viðara samhengi
Lærdómsviðmið nemenda til BS gráðu í viðskiptafræði við Háskólans á Bifröst:
 að nemandinn hafi almennan skilning á kenningum, hugtökum og aðferðum í grunneiningum viðskiptafræðinnar, þ.e stefnumótun, fjármálum, reikningshaldi, hagfræði, markaðsfræði, stjórnun og starfsmannamálum
 Að nemandinn geti nýtt þekkingu sína og skilning við faglegar greiningar og úrlausn viðfangsefna og búi yfir hæfni til að rökstyðja fræðilegar eða hagnýtar úrlausnir þeirra verkefna sem honum eru falin og tengjast starfsemi fyrirtækja og stofnana.
 Að nemandinn hafi tileinkað sér víðtæka þekkingu og skilning á rekstrarþáttum og stjórnun fyrirtækja og stofnana í síbreytilegu starfsumhverfi og gagnkvæmum samfélagslegum áhrifavöldum á starfsemina.
Námsskrá – BS í viðskiptafræði. Gildir frá og með skólaárinu 2016 – 2017
B l s | 8
Leikni:
Við útskrift getur nemandi beitt aðferðum og verklagi starfsgreinar eða fræðigreinar.
Í því felst, samkvæmt viðmiðum ráðuneytis, að nemandi:
 geti notað viðeigandi tækja-, tækni- og hugbúnað
 geti beitt gagnrýnum aðferðum við greiningu viðfangsefna
 geti rökstutt ákvarðanir á faglegum grunni
 geti lagt sjálfstætt mat á þær aðferðir sem nýttar eru
 greini hvenær er þörf á upplýsingum og hafi færni til að finna þær, meta áreiðanlega þeirra og nýta á viðeigandi hátt
 geti nýtt sér viðurkennd gagnasöfn og upplýsingalindir á viðkomandi fræðasviði
 hafi tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun
Lærdómsviðmið nemenda til BS gráðu í viðskiptafræði við Háskólans á Bifröst:
 að nemandinn hafi þjálfun og nýti sér viðeigandi tölvu- og hugbúnað.
 að nemandinn geti greint flókin viðfangsefni í faglegu samhengi og geti tekið og réttlætt ákvarðanir á faglegum grunni sem tengjast grundvallarþáttum í rekstri fyrirtækja og stofnana.
 að nemandinn geti unnið sjálfstætt og skipulega að viðfangsefnum á sviði stefnumótunar og stjórnunar, fjármála, reikningshalds, markaðsmála, starfsmannamála og almenns skipulags innan skipulagseininga.
 að nemandi geti sett sér markmið um verkefni sín, gert starfsáætlun og fylgt henni þannig að tilskildum áföngum sé náð innan settra tímamarka.
 að nemandinn hafi tök á að afla sér frekari þekkingar og getu til að viðhalda þekkingu sinni með viðurkenndum aðferðum á fræðasviðinu.
 Að nemandi hafi getu til gagnrýnnar hugsunar og greiningar tækifæra til nýsköpunar.
Námsskrá – BS í viðskiptafræði. Gildir frá og með skólaárinu 2016 – 2017
B l s | 9
Hæfni:
Við útskrift geti nemandi hagnýtt þekkingu sína og leiknu í starfi og/eða frekara námi
Í því felst, samkvæmt viðmiðum ráðuneytis, að nemandi:
 hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám innan fræðigreinar
 geti unnið sjálfstætt og skipulega, sett sér markmið, gert starfsáætlun/verkáætlun og fylgt henni
 geti tekið virkan þátt í samstarfi og leitt verkhópa
 sé fær um að túlka og kynna fræðileg atriði og rannsóknaniðurstöður
Lærdómsviðmið nemenda til BS gráðu í viðskiptafræði við Háskólans á Bifröst:
 að nemandinn hafi hæfni til að setja fram og lýsa flóknum fræðilegum atriðum og rannsóknaniðurstöðum munnlega og skriflega þannig að auðvelt sé að skilja þær
 að nemandinn geti beitt vísindalegum gagnreindum aðferðum við greiningu viðfangsefna sem honum eru falin
 að nemandinn hafi öðlast skilning á og innsæi í helstu kenningar og hugtök stefnumótunar fjármála, reikningshalds, markaðsmála stjórnunar og starfsmannamála
 að nemandinn hafi tileinkað sér gagnrýna hugsun
 að nemandinn geti tekið virkan þátt í samstarfi innan fyrirtækja og stofnana, miðlað færni sinni, hugmyndum sínum og kunnáttu og geti leitt verkhópa við úrlausn sérhæfða verkefna og við innleiðingu breytinga
 að nemandinn sé fær um að túlka og kynna niðurstöður sem tengjast rekstri fyrirtækja og stofnanna með skýrum og skilmerkilegum hætti
 að nemandinn kunni að beita nýjustu tækni og hugbúnaði til að flýta úrvinnslu, auka áreiðanleika, auðvelda skýra framsetningu og miðla upplýsingum.
 Að nemandi hafi aukið siðferðilega og félagslega hæfni sína til virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi.
 Að nemandi geti unnið eftir gildum um sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar.

Reference Data

Location:
Education Level:
Thematic area:
Language:
EQF Level:
Teaching Language:
Duration:
Non preferred term: 
None
Duration Information: 

Nám til grunngráðu tekur yfirleitt tvö og hálft ár, þ.e nær yfir fimm annir. Þrjár annir eru á ári, haustönn, vorönn og sumarönn. Ljúka nemendur því yfirleitt 80 ECTS einingum á ári.

NQF Level: 
5.2
Start Date: 
Aug. 15, 2016
Costs: 

ISK

Credits: 

180 ECTS

Provider Information

Provider Name: 
Háskólinn á Bifröst