• EQF Home Page Icon

Learning Opportunity: Alþjóðabraut (15-74-3-6) stúdent

Alþjóðabraut (15-74-3-6) stúdent

Course Information

Markmið aðlþjóðabrautar er að nemendur nái tilskilinni færni í íslensku og þeim erlendu tungumálum sem þeir leggja stund á, séu læsir á menningu og siði viðkomandi málsamfélaga og hafi þekkingu á sögu þeirra og bókmenntum. Markmiðið er einnig að nemendur öðlist góða almenna þekkingu á sviði hugvísinda, séu færir um að beita fræðilegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mat, úrvinnslu og túlkun. Nemendur eiga að geta tjáð sig í ræðu og riti, tekið þátt í rökræðum og búa yfir færni í samskiptum og samvinnu. Enn fremur eiga þeir að geta greint atburði nútíðar og fortíðar í menningarlegu og sögulegu samhengi, búa yfir þekkingu á umhverfi sinu, landi og þjóð og geta miðlað henni. Alþjóðabraut lýkur með stúdentsprófi sem veitir réttindi til háskólanáms. Brautin býr nemendur undir frekara nám, einkum á sviði tungumála, menningar, viðskipta og alþjóðasamskipta.

Reference Data

Location:
Education Level:
Thematic area:
Language:
EQF Level:
Teaching Language:
Duration:
Non preferred term: 
None
More Info: 

Frjálst val 50 einingar þar af þurfa 25 einingar að vera í tungumálum, samfélagsgreinum, listgreinum eða viðskiptagreinum.
Nemandi þarf að gæta þess að uppfylla reglur um skiptingu náms á hæfniþrep.

NQF Level: 
3
Start Date: 
Aug. 19, 2016
Access requirements: 

Ekki er um eiginleg inntökuskilyrði að ræða á brautina. Nemendur raðast í kjarnagreinum eftir skólaeinkunn. Þessar kjarnagreinar eru danska, enska, íslenska og stærðfræði. Til að fara í framhaldsskólaáfanga í þessum kjarnagreinum þarf skólaeinkunnina sjö (7) eða B. Bókstafseinkunnin er háð endanlegri útfærslu grunnskólans á bókstafskerfinu.

Costs: 

ISK

Credits: 

202

Provider Information

Provider Name: 
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ