• EQF Home Page Icon

Find information on learning opportunities

This page provides you with information and links to opportunities to learn or study in another EU country. You can scroll down to find all information. You can filter the results by using the filters on the left.

By clicking on the title of a learning opportunity in the search results you will find more detailed information and links.

Find information on learning opportunities

Search results

Search found 700 items
 1. Framhaldsskólabraut 1 (15-108-1-1) framhaldsskólapróf

  Meginmarkmið framhaldsskólabrautar 1 er að bjóða upp á skilgreind námslok af stuttri braut sem undirbýr nemendur fyrir frekara nám og störf. Á brautinni eru nemendur aðstoðaðir við að byggja upp trú á eigin getu og seiglu í námi, auk þess að efla sjálfsmynd og sjálfsskilning. Nemendum eru kynntar mismunandi leiðir í menntakerfinu og þeir aðstoðaðir við að marka sér stefnu í námi og starfi. Nemendur fá hagnýta menntun í kjarnagreinum jafnt sem öðrum greinum auk þess sem þeir eru fræddir um vinnumarkaðinn, t.d. með vinnustaðanámi. Nám á brautinni er 90-120 einingar og tekur 6-9 spannir. Við námslok útskrifast nemendur með framhaldsskólapróf. ...

  Provider NameMenntaskólinn á Egilsstöðum

  Category: Learning Opportunities Location: Iceland
 2. Félagsgreinabraut (14-15-3-6) stúdent

  Markmið félagsgreinabrautar er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt almennt nám til stúdentsprófs. Brautin er góður undirbúningur fyrir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í félags- og hugvísindum. Þar sem brautin gefur kost á umtalsverðu frjálsu vali geta nemendur lagað hana að þörfum sínum og áhugasviðum. Þannig geta þeir undirbúið sig fyrir ýmiskonar framhaldsnám með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla. ...

  Provider NameMenntaskólinn á Egilsstöðum

  Category: Learning Opportunities Location: Iceland
 3. Félagsvísindabraut (15-90-3-6) stúdent

  Á félagsvísindabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum góða þekkingu á sviði félagsvísinda. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám í félags- og hugvísindum á háskólastigi. ...

  Provider NameMenntaskólinn á Ísafirði

  Category: Learning Opportunities Location: Iceland
 4. Listnámsbraut (15-14-3-7) stúdent

  Á listnámsbraut er boðið upp á grunnmenntun á sviði lista með áherslu á myndlist, hönnun og sviðslistir. Stúdentspróf af brautinni nýtist í framhaldsnámi í listgreinum og flestum greinum hug- og félagsvísinda auk þess sem brautin veitir nemendum góðan almennan undirbúning undir nám og störf. Mörg tækifæri liggja til framþróunar á sviði lista- og menningar þar sem margs konar skapandi greinar skipa stöðugt veigameiri sess í atvinnulífinu. Valeiningar á brautinni gefa nemendum kost á því að aðlaga námið að þörfum sínum og áhugasviðum. Þannig geta þeir undirbúið sig fyrir ýmiskonar framhaldsnám með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla. Valeiningar eru bundnar að hluta við listnámsframboð skólans. ...

  Provider NameMenntaskólinn á Egilsstöðum

  Category: Learning Opportunities Location: Iceland
 5. Málabraut (14-13-3-6) stúdent

  Tungumálanám er undirstaða fyrir allt háskólanám hérlendis og erlendis. Flestar kennslubækur á háskólastigi eru á ensku eða öðrum erlendum tungumálum. Málabraut býr nemendur einnig undir ýmis störf heima fyrir og á erlendum vettvangi svo sem í störfum við alþjóðleg fyrirtæki, fréttamennsku, og önnur störf við fjölmiðla, utanríkisþjónustu, ásamt störfum tengdum leiðsögn og ferðaþjónustu. Í flestum störfum er nú krafist góðrar þekkingar á íslensku, ensku og fleiri tungumálum. Með frjálsu vali geta nemendur aðlagað námið að þörfum sínum og áhugasviðum. Þannig geta þeir undirbúið sig fyrir ýmiskonar framhaldsnám með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla. ...

  Provider NameMenntaskólinn á Egilsstöðum

  Category: Learning Opportunities Location: Iceland
 6. Náttúrufræðibraut (14-12-3-6) stúdent

  Markmið náttúrufræðibrautar er að búa nemendur undir nám í raunvísindum, heilbrigðisgreinum, verkfræði eða skyldum greinum á háskólastigi. Að námi loknu eiga nemendur að hafa góða undirstöðuþekkingu í raunvísindum og stærðfræði og vera færir um að nýta hana við margvísleg verkefni í daglegu lífi, starfi og við frekara nám. Með frjálsu vali geta nemendur aðlagað námið að þörfum sínum og áhugasviðum. Þannig geta þeir undirbúið sig fyrir ýmiskonar framhaldsnám með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla. ...

  Provider NameMenntaskólinn á Egilsstöðum

  Category: Learning Opportunities Location: Iceland
 7. Náttúrufræðibraut- búfræðisvið (16-99-3-6) stúdent

  Landbúnaðarháskóli Íslands og Menntaskóli Borgarfjarðar standa saman að námbraut þar sem nemendur hafa kost á að útskrifast með stúdentspróf frá MB og búfræðipróf frá LbhÍ. Náttúrufræðibraut með búfræðisviði er ætlað að veita nemendum undirbúning undir háskólanám í náttúru- og búvísindum og tekur það að jafnaði 4 ár. Nemendur taka tvö fyrstu árin (4 annir) í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem megináherslan er á kjarnagreinar til stúdentsprófs og valdar greinar á sviði raungreina. Seinni tvö árin taka nemendur við búfræðibraut Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nemendur brautskrást með stúdentspróf frá Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Þær skyldugreinar sem nemendur þurfa að taka við Landbúnaðarháskóla Íslands eru eftirfarandi: Búfræðigreinar (10 f-ein), búfjárgreinar (27 f-ein), bútæknigreinar (20 f-ein), búrekstrargreinar (16 f-ein), jarðræktar- og gróðuráfangar (20 f-ein) og valgreinar (27 f-ein). 15% á 1 þrepi, 20% á 2 þrepi, 49% á 3 þrepi og 15% á 4 þrepi. Sjá nánar á heimasíðu Lbhí. Til að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskóla Borgarfjarðar með tilskilinn fjölda eininga á hverju hæfniþrepi verða nemendur að velja valfög við Lbhí þannig að 15 einingar verði á 1. þrepi, 9 einingar á 2. þrepi og 3 einingar á 4. þrepi. Nemendur klára þá námsbrautina með 17% á 1. þrepi, 44% á 2. þrepi, 32% á 3. þrepi og 7% á 4. þrepi. ...

  Provider NameMenntaskóli Borgarfjarðar

  Category: Learning Opportunities Location: Iceland
 8. Náttúruvísindabraut (15-88-3-6) stúdent

  Á náttúruvísindabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum góða þekkingu á sviði náttúru- og raunvísinda. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám í náttúru- og raunvísindum, heilbrigðisvísindum og tæknigreinum á háskólastigi. ...

  Provider NameMenntaskólinn á Ísafirði

  Category: Learning Opportunities Location: Iceland
 9. Opin braut (15-96-3-6) stúdent

  Á opinni braut til stúdentsprófs er megin áherslan kjarnagreinar. Nemendur velja sér sjálfir þá leið sem þeir kjósa að fara. Nemendur velja að lágmarki 114 framhaldsskólaeiningar til viðbótar við kjarna sem er 86 einingar. Miðað er við að lágmark 17% námsins sé almennt nám á fyrsta hæfniþrepi og aldrei meira en 33%. Þriðjungur (33%) til helmingur námsins er á öðru hæfniþrepi. Á þriðja hæfniþrepi skal að lágmarki vera skilgreint 17% námsins og að hámarki 33%. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Opin braut til stúdentsprófs er ætlað að veita nemendum undirbúning undir nám í ýmsum deildum háskóla. Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er nauðsynlegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa. ...

  Provider NameMenntaskóli Borgarfjarðar

  Category: Learning Opportunities Location: Iceland
 10. Íþróttafræðibraut (15-100-3-7) stúdent

  Á Íþróttafræðibraut er megináherslan á íþróttafræði, íþróttagreinar og þjálfun auk kjarnagreina. Í kjarna brautar er lögð áhersla á eftirfarandi grunnþætti; læsi, sköpun og sjálfbærni auk áherslu á heilbrigði og velferð. Um er að ræða 200 eininga nám til stúdentsprófs. Námstími er að jafnaði 6 annir. Á íþróttafræðibraut er hægt að velja á milli tveggja leiða; félagsfræðasvið eða náttúrufræðisvið. Íþróttafræðibraut er ætlað að veita nemendum undirbúning undir leiðbeinendastörf hjá íþróttafélögum og frekara nám á háskólastigi í íþrótta- , kennslu- og heilsufræðum. ...

  Provider NameMenntaskóli Borgarfjarðar

  Category: Learning Opportunities Location: Iceland

Pages