Hvað felst í hugtakinu fjármálaþjónustuaðili

Fjármálaþjónustuaðilar eru þau fyrirtæki sem taka að sér að sjá um fjármál viðskiptavina sinna. Til þeirra teljast

  • bankar, lánasamvinnufélög, og önnur fyrirtæki sem annast fjármál einstaklinga
  • kreditkortafyrirtæki, þeir sem gefa út rafeyri og aðrar greiðslustofnanir
  • tryggingafélög
  • fjárfestingarfyrirtæki (t.d. verðbréfamiðlarar, forstöðumenn eignastýringa, stýrendur verðbréfasafna eða fjárfestingaráðgjafar)

Hvað þarftu að gera til þess að koma kvörtun þinni á framfæri

FIN-NET getur ef til vill hjálpað þér að leysa málið án aðkomu dómstóla ef

  • þú býrð i einhverju aðildarríki Evrópusambandsins, eða á Íslandi, í Liechtenstein eða Noregi og
  • þú þarft að koma á framfæri kvörtun vegna einhvers fjármálaþjónustuaðila í einhverju öðru af þessum ríkjum

Fylgdu þá þessum 3 skrefum til þess að fá úrlausn á þinu máli.

1. Skrifaðu þessum þjónustuaðila þínum

Reyndu fyrst af öllu að leysa málið sjálfur með því að skrifa milliliðalaust til fjármálaþjónustuaðilans. Útskýrðu vandlega hvers vegna þú sért ósáttur, og segðu þeim hvað það er sem þú ætlist til að þeir geri.

2. Fylltu út FIN-NET eyðublaðið

Ef þú ert ósáttur við svör þjónustuaðilans - eða ef þú færð hreinlega engin svör – þá skaltu hala niður FIN-NET eyðublaðinu sem fjallar um kvartanir yfir landamæri, og fylla það út.

Einnig er hægt að setja sig beint í samband við hverja þá stofnun sem er aðili að FIN-NET og óska eftir aðstoð þeirra. Hér má finna upplýsingar um alla tengiliði í hverju landi fyrir sig.

3. Sendu síðan eyðublaðið til einhvers FIN-NET aðila

Bæði er hægt að póstleggja eða senda eyðublaðið rafrænt til einhvers FIN-NET aðila, annað hvort í

  • þínu eigin heimalandi eða
  • heimalandi þjónustuaðilans

Hér má finna upplýsingar um alla tengiliði í hverju landi fyrir sig.

Hvað gerist svo

Þessi FIN-NET aðili sem þú settir þig í samband við mun síðan tjá þér hvort hann geti hjálpað þér við að leysa málið eða hann kýs ef til vill að vísa þér til annarar stofnunar sem getur aðstoðað þig. Ef til vill verður farið fram á viðbótarupplýsingar frá þér til þess að hægt sé að leggja betra mat á málsatvik.

Flestir FIN-NET aðilarnir munu hjálpa þér, annaðhvort ókeypis, eða gegn vægu gjaldi. Þeir komast yfirleitt að niðurstöðu innan þriggja mánaða.

Fjármálaþjónustuaðilar eru ekki skuldbundnir til þess að hlíta niðurstöðum FIN-NET aðilanna, en hafa þó flestir tilhneigingu til þess að gera það af fúsum og frjálsum vilja.

Ef þeir gera það ekki, eða ef þú ert alls ekki sáttur við þá úrlausn sem kvörtun þín fékk, þá er síðasta úrræðið að leita til dómstóla.