Orðalisti:Framkvæmdastjórn ESB

Stökkva á: flakk , leita

Framkvæmdastjórn ESB, er handhafi framkvæmdavalds Evrópusambandsins og ein helsta stofnun þess. Framkvæmdastjórnin á frumkvæði að nýrri löggjöf, stýrir daglegri framkvæmd á stefnum sambandsins, ráðstöfun á fjármunum og hefur eftirlit með beitingu sáttmála sambandsins.

Alls eru 28 fulltrúar í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, einn frá hverju aðildarríki, hlutverk þeirra er þó að hugsa um hagsmuni Evrópusambandsins í heild fremur en þeirra land. Forseti framkvæmdastjórnarinnar (einn af 28) er settur af Evrópuráði með samþykki Evrópuþings.

Orðið "framkvæmdastjórn" er oft notað um stjórnsýsluna í heild, þ.e. þá 23 þúsund opinberu starfsmann sem vinna hjá framkvæmdastjórninni, aðallega í Brussel (BE).

Frekari upplýsingar

Tengd hugtök