1 Hvað er verkefnið?

Þessi vinnsla skilar excel skjali þar sem í eru varpanir 1toN flipana sem fara í PEFA_NaceBreakdown stoðskjalið sem notað er í PEFA-builder vinnslunni.

PEFA_NaceBreakdown skjalið bætir upplýsingum um hvernig orka er notuð eftir atvinnugreinum. Í 1toN flipunum er efnisnokun sem kemur úr IEA skjölum dreift niður á atvinnugreinar samkvæmt einhverskonar “industry detailing” skilgreiningu.

Hér er verið að skipta orku sem er EKKI í vegasamgöngum niður eftir atvinnugreinum á einhver hátt. Til dæmis gæti IEA skjalið verið með olíunotkun skráða fyrir landbúnað. Í þessu skjali á að deila þessu eldsneyti niður áfram, t.a.m. niður á A01 (landbúnaður og dýrarækt) og A02 (skógrækt). NaceBreakdown er með default gildi fyrir þessa skilgreiningu miðað við evrópska staðla, þannig að það er ekki mikil þörf fyrir að eltast of mikið við smáatriðin hér, en ef við getum gert betur væri áhugavert að finna góða skiptingu, sérstaklega varðandi raforkunotkun og hitaveitunotkun.

Til dæmis eru eftirfarandi upplýsingar í IEA skilaskjölunum:

Dæmi um gögn fyrir nokkur gildi frá ELE töflunni frá 2016. Gildi eru í MW
product item1 value
ELECTR ENONSPEC 176
ELECTR CHEMICAL 87
ELECTR CONSTRUC 38
ELECTR COMMPUB 1263
ELECTR AGRICULT 238
ELECTR FISHING 57
HEAT COMMPUB 12858
HEAT AGRICULT 275
HEAT FISHING 1513

Hér er Fishing (A03) sér á báti, þannig að það þarf ekki að deila gögnunum frekar niður, en AGRICULT inniheldur A01 og A02. Einnig er COMPUB með flokka C33 og D-U inni í sér. Þett þýðir að þessu gildi þarf að deila niður.

2 Gagnasöfnun

Hér er fyst tekin saman söfnum á gögnum sem eru nothæf til þess að byggja 1toN varpanarreglur. Hér þarf aðeins að hugsa út í hvað er raunhæft að “mæla” í hagreikningum til þess að geta sagt til um hvernig orkunotkun sem skráð er í IEA á einn yfirflokk (t.d. verslun) lýsir best skiptingum milli atvinnuflokka sem segja til um orkunotkun verslana.

2.1 Default gildi

PEFA_NaceBreakdown kemur með default gildum. Hér eru þau gildi tekin inn sem fyrsta ágiskun áður en við skiptum gildunum út fyrir það sem við þekkjum betur út. Default gildin eru sótt í vinnuskjalinu NaceBreakdown_default.skofun.rmd, en þessi skrifta skilar gögnunum inn í “poor.man.db” skjal. Þessum gögnum er einnig komið fyrir inn á gagnagrunninum, þannig að það hægt er að sækja gögnin frá hvorum staðnum sem er.

Nokkur gildi úr Default safninu
flipi iea_fuel_cd nace_cd gildi
1toN_A01_A02 ANTCOAL A01 998.42427
1toN_A01_A02 ANTCOAL A02 31.57573
1toN_A01_A02 AVGAS A01 13351.58906
1toN_A01_A02 AVGAS A02 378.41094
1toN_A01_A02 BIODOIL A01 6675.79453
1toN_A01_A02 BIODOIL A02 189.20547

Helstu upplýsingar um þessi gildi:

  • Fjöldi raða: 6849
  • Fjöldi nace-flokka og eldsneytisflokka per flipa:
## `summarise()` has grouped output by 'flipi'. You can override using the
## `.groups` argument.

3 Gagnasöfnun

3.1 Rafmagnsnotkun

Rafmagnsnotkun er nokkuð sérstök og við getum gert ráð fyrir að skipting á milli fyrirtækja sé aðeins í þróun. Bestu gögnin sem við vitum er sennilega að fá hjá Netorku, en það hefur gengið hægt að fá upplýsingar beint frá þeim. Bestu gögn sem ég hef fundið um raforkunotkun og dreifingu hjá orkustofnun eru í raforkuspánni. Gögnin eru birt á netinu, ýmist í pdf skjali eða í excel skjölum á vefsíðu Orkustofnunnar. Viðauki 3 í skýrslunni inniheldur orkuskiptingu fyrir eitt ár (árið fyrir útgáfuna) skipt niður eftir landshlutum. Viðauki 2 er er með orkudreifingu frá mismunandi orkuframleiðendum. í þessum tölum er afhending raforku skipt niður eftir um 100 mismunandi flokkum, sem hægt er að tengja við atvinnugreinar.

Uppvinnsla á tölunum er nokkuð tímafrek, en R skrifta sem styður við úrvinnsluna er í Orkustofnun - Gagnasöfnun úr orkuspá. Þessi gögn voru tekin saman fyrir nokkur ár vistuð á gagnagrunninum (í orkustofnun) skemanu. Tölur sem nýtast í PEFA verkefninu eru síðan vistaðar í viewi: pefa.v_raforkunotkun_atvinnugreina.

Nokkrar línur úr uppvinnslu á rafmagnstölum úr raforkuspá
ar pefa_nace_cd gildi_mwh
2008 A01 108188
2009 A01 105653
2010 A01 127690
2011 A01 110997
2012 A01 114409
2013 A01 117011

Til gamans:

## `summarise()` has grouped output by 'ar'. You can override using the `.groups`
## argument.

3.2 Hitaveitunotkun

Orkustofnun er með ömurlegt yfirlit yfir notkun á hita og heitu vatni. Niðurbrot á hitaveitunotkun hjá Eurostat er líka mjög slæmt, þannig að hér þarf ég að finna aðrar leiðir til þess að færa gögn frá einni tölu yfir í margar. Hugmynd í fyrstu úrvinnslu á PEFA var að nota fjölda starfandi til þess að greina hversu mikið heitt vatn þarf til þess að halda lífi í starfsfólki og alls ekki horfa á raunverulega dreifingu á hitaveitu.

Fjöldi starfandi er til í BusinessRegister.STG.Legal_Unit_Archive töflunni. Það sem vantar uppá er að sækja einhverskonar vigtunartöflu á hversu mikið þarf að hita fyrir hvern starfsmann. Hér mun væntanlega verða einhverskonar rangfærsla á hversu mikið heitt vatn þarf til að hita sundlaugar og baðstaði, en þessi ónákvæmni er vonandi ekki alvega út úr korti.

Til þess að kortleggja orkuþörf eru eftirfarandi þættir skoðaðir:

  • SK: Hversu hátt hlutfall starfsmanna þurfa skrifstofurými. Hér er hugmyndin að skristofurými þarf að hita nokkuð mikið miðað við fjölda starfsmanna
  • VI: Hversu hátt hlutfall starfsmanna þarf versksmiðjurými. Hér her hugmyndin að verksmiðjurými þarf að hita minna en skrifstofurými
  • VO: Hversu hátt hlutfall starfsmanna vinnur utandyra. Hér er hugmyndin að útisvæði þarf ekki að hita sérstaklega
  • EX: Hversu margir starfsmenn vinna á sérstaklega heitum stöðum, t.d. gróðurhúsum eða sundlaugum

Hitunarþörf er síðan reiknuð með því að taka hlutfallið:

\[ VX = \frac{SK + VI/4 + EX \times 10}{SK + VI/4 + EX\times 10 + VO} \]

## `summarise()` has grouped output by 'ar'. You can override using the `.groups`
## argument.
Reiknað “fótspor” fyrir hitaþörf atvinnugreina m.v. fjölda starfandi
ar nace_cd f.hiti
2018 A01 2312.29500
2018 A02 7.32000
2018 A03 712.60500
2018 B 17.58273
2018 C10-C12 9440.88947
2018 C13-C15 305.21053

Þessar tölur þarf síðan að nota til þess að vega skiptingu á orku í hitaveitu milli atvinnugreina. NaceBreakdown skjalið reiknar sjálfrkafa normaliserað niðurbrot fyrir hvern flipa.

4 Úrvinnsla fyrir árið 2020

Í rauninni þarf ekki að fara mikið lengra með NaceBreakdown hér, þar sem nær allir aðrir orkugjafar hafa hverfandi tölur í IEA gögnunum. Hins vegar eru 1toN fliparnir nokkuð margir og hver vinnsla þarf að taka hvert ár fyrir sig. Hér skila ég EINU excel skjali fyrir hvert ár. Nöfnin eru gefin sem 1toN_AAAA.xlxs. Í þessu skjali eru flipar fyrir hvert 1toN niðurbrot.

4.1 Rafmagn

  • Fjöldi gilda í default gagnasafni sem eru með “ELECTR” sem orkugjafa: 52
  • Fjöldi gilda í rafmagnsgögnum: 0
  • Fjöldi gilda sem eru sett = 0 (nota ekki default) = 52
Athugun á hvernig línum og dálkum fjölgar í vinnslunni
step linur dalkar
gildi.1toN 6849 4
gildi.eftir.ut.ELECTR 6797 4
gildi.ELECTR 0 3
gildi.inn.ELECTR 52 4
gildi.ut.ELECTR 52 4

4.2 Hiti

Hér skipti ég út bæði GEOTHERM og HEAT

  • Fjöldi gilda í default gagnasafni sem eru með “GEOTHERM” sem orkugjafa: 52
  • Fjöldi gilda í fjölda starfandi: 64
  • Fjöldi gilda sem eru sett = 0 (nota ekki default) = -12
Athugun á hvernig línum og dálkum fjölgar í vinnslunni
step linur dalkar
gildi.1toN 6849 4
gildi.eftir.ut.ELECTR 6797 4
gildi.eftir.ut.GEOTHERM 6745 4
gildi.ELECTR 0 3
gildi.GEOTHERM 64 3
gildi.inn.ELECTR 52 4
gildi.inn.GEOTHERM 52 4
gildi.ut.ELECTR 52 4
gildi.ut.GEOTHERM 52 4
  • Fjöldi gilda í default gagnasafni sem eru með “HEAT” sem orkugjafa: 52
  • Fjöldi gilda í rafmagnsgögnum: 64
  • Fjöldi gilda sem eru sett = 0 (nota ekki default) = -12

4.3 Set gögnin aftur saman

Hér er púslað saman aftur því sem eftir er af default gögnunum og þeim línum sem voru settar í staðin.

Athugun á hvernig línum og dálkum fjölgar í vinnslunni
step linur dalkar
gildi.1toN 6849 4
gildi.1toN.final 6849 4
gildi.eftir.ut.ELECTR 6797 4
gildi.eftir.ut.GEOTHERM 6745 4
gildi.eftir.ut.HEAT 6693 4
gildi.ELECTR 0 3
gildi.GEOTHERM 64 3
gildi.inn.ELECTR 52 4
gildi.inn.GEOTHERM 52 4
gildi.inn.HEAT 52 4
gildi.ut.ELECTR 52 4
gildi.ut.GEOTHERM 52 4
gildi.ut.HEAT 52 4
  • Fjöldi lína í upprunalegu default safni: 6849
  • Fjöldi lína í lokasafni (ætti að vera það sama):6849

5 Undirbúningur á excel skjali fyrir árið 2020

Hér brýt ég gagnasettið niður og set tölurnar aftur inn í excel skjal. Uppröðunin á nace flokkunum og iea_fuel_cd eins og þau eru í PEFA_NaceBreakdown (version v5.5) er sótt á gagnagrunninn. Ef mikil breyting verður á þessari uppröðun (t.d. vegna þróunnar á PEFA-buildernum) gæti þurft að setja nýja útgáfu inn á gagnagrunninn.

  • Fjöldi flipa í excel skjali: 12
  • Nafn á skjali: 1toN_2020-v5.5.xlsx