Eures Events Overview is temporarily unavailable.

Fréttagreinar


<< Aftur í fréttalista

Hjálpum Evrópu að tileinka sér nýjustu tækni

3D-prentun er iðnaður í hröðum vexti, sem bíður upp á fleiri störf og tækifæri með hverju árinu sem líður. Til að nýta sér þessi tækifæri þarf fólk réttu kunnáttuna og þekkinguna. Þar koma verkefni eins og 3D-Help til.
Picture

3D-Help verkefnið sem er fjármagnað með stuðningi Erasmus+ áætlunarinnar, byrjaði í nóvember 2017. „Helsta markmið verkefnisins er að gera fullorðið fólk hæfara á sviði stafrænnar tækni,“ útskýrir Lucie Marková frá European Development Agency. „Við búum til frumlegar námsskrár og námsefni sem einblínir á 3D-prentun. Þetta hjálparefni veitir fullorðnum sérstaka kunnáttu sem tengist upplýsinga- og fjarskiptatækni, verkfræði og tækni, og það er ókeypis og aðgengilegt fyrir alla.“

European Development Agency frá Tékklandi er helsti samstarfsaðili okkar í verkefninu, en aðrir samstarfsaðilar eru meðal annars SC Ludor Engineering SRL frá Rúmeníu, Macdac Engineering Consultancy Bureau Ltd. (Möltu), Social Innovation Fund (Litháen) og Strojarska Technicka Skola Fausta Vrancica (Króatíu). Blanda sérfræðiþekkingar frá mismunandi aðildarríkjum ESB er mikilvægur hluti af 3D-Help.

„Verkefnið fer fram á fjölþjóðlegum vettvangi sem gerir samstarfsaðilum frá mismunandi löndum með mótsvarandi sérfræðiþekkingu og áhuga á fullorðinsfræðslu kleift að vinna saman,“ segir Lucie. „Þau geta deilt þekkingu, góðum starfsvenjum og auðlindum til að stuðla að þjálfunarverkfærakistunni.“

Þjálfunarverkfærakistan sem Lucie minntist á inniheldur viðmiðunarreglur um notkun 3D-prentunar við fullorðinsfræðslu, tilfellarannsóknir 3D-prentunar fyrir fullorðinsfræðslu, námsefni fyrir námskeið í 3D-prentun fyrir fullorðna, 3D-prentunarleiðarvísir fyrir kennara og netmenntunarkerfi fyrir fullorðinsfræðslu. Veitendur fullorðinsfræðslu í ESB munu geta notað verkfærakistuna til að þróa þekkingu sína og kunnáttu - og koma þessari þekkingu áfram til annarra.

„Við búumst við að hæfir kennarar geti með hjálp verkefnisins hvatt stóran hóp þátttakenda til að þróa kunnáttu sína og hæfileika og taka virkari þátt í námi.“

3D-Help er með nokkur skýr markmið fyrir lok verkefnisins í október 2019. „Um 2.500 manns munu fá fréttabréf um verkefnið,“ segir Lucie, „og 1.000 manns fá bækling sem lýsir verkefninu. Í heildina munu 250 manns taka þátt í fimm námskeiðum sem eru sérsniðinn að markhópunum. Og að lágmarki 500 manns frá ESB verða innritaðir í 3D-Help netnámskeið.“

Einnig erum við með áform um að halda vinnustofu í hverju af hinum fimm löndum við lok verkefnisins fyrir sérfræðinga, fullorðinsfræðslukennara og -veitendur. Þessar málstofur verða notaðar til að deila lærdómi og miðla verkfærakistunni, og þátttakendum verður gefið tækifæri á að eiga samskipti við kennarana, sjá notkun 3D-prentara og prufa þjálfunarefnið.

„Evrópa er á frumstigi fjórðu iðnbyltingarinnar, sem nýtir stafræna tækni til að bæta framleiðni og vaxtarstig,“ segir Lucie að lokum. „Þetta verkefni eykur hæfni fullorðinna við slíka stafræna tækni og gerir þeim kleift að ná í skottið á hraðvaxandi 3D-prentiðnaðinum.“

 

Tengdir hlekkir:

Vefsíða verkefnisins

Facebook síða verkefnisins

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

 

Fyrirvari: Hvorki Eures né framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa lýst yfir sérstökum stuðningi við ofangreindar heimasíður þriðju aðila

12/04/2019

<< Aftur í fréttalista
 
höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.