• Viðburðir

Fréttagreinar


<< Aftur í fréttalista

EURES í Þýskalandi undirbýr einstakan viðburð fyrir efnilega klassíska tónlistarmenn.

Þýskaland er eftirsóknarverður vinnustaður fyrir tónlistarfólk í alþjóðlegum hljómsveitum. Landið er með auðuga hefð í sígildri tónlist og þar eru fleiri en 50 fílharmóníuhljómsveitir.
Picture

Aðeins þarf að skoða nöfn tónlistarfólksins í þessum hljómsveitum til að sjá að vinnumarkaðurinn fyrir atvinnu tónlistarfólk er alþjóðlegur. Með sínum fjölmörgu tónlistarháskólum er Þýskaland líka eftirsóknarverður staður til að nema tónlist. Engu að síður þýðir alþjóðlegt eðli geirans að þeir sem læra í Þýskalandi gætu þurft að flytja erlendis til að finna vinnu.

Til þess að undirbúa efnilegt tónlistarfólk fyrir þennan möguleika jafn snemma á ferli þeirra og hægt er skipulagði ZAV-Künstlervermittlung (Þýska vinnumiðlunin fyrir sviðslistafólk) nýlega einstakan viðburð í samstarfi við Landsskrifstofu EURES í Þýskalandi (NCO).

 

Ítarlegar ráðleggingar frá EURES ráðgjöfum

Um 30 tónlistarnemar, þ.m.t. hörpuleikarar, fiðluleikarar, sellóleikarar, flautuleikarar og fagottleikarar, söfnuðust saman á Orchesterzentrum NRW í Dortmund 29.-30. október 2018 til að kynna sér starfstækifæri í Þýskalandi og erlendis.

Orchesterzentrum NRW er sameiginleg aðstaða fjögurra tónlistarháskóla, og var fyrsta slíka sameiginlega háskólaþjálfunarmiðstöðin fyrir hljómsveitartónlistarfólk í Evrópu þegar hún opnaði 2009.

EURES ráðgjafar frá Slóvakíu, Sviss og Svíþjóð voru viðstaddir viðburðinn til að gefa upplýsingar frá fyrstu hendi um tækifæri í sínum löndum. Nemendum var sagt frá því hvernig vinna í öðru aðildarríki ESB gæti gefið þeim dýrmæta reynslu og þeir voru kynntir fyrir tengdum vinnumörkuðum í mismunandi löndum.

„Nemendurnir sem tóku þátt fengu ráðgjöf þvert á landamæri og ítarlega fræðslu um hreyfanleika,“ segir Lenga Sundheimer frá landsskrifstofu EURES í Þýskalandi.

Nemendurnir fengu einnig upplýsingar um tækifæri sem felast í hreyfanleikaverkefnum ESB svo sem „Fyrsta EURES-starfið þitt“, sem býður atvinnuleitendum á aldrinum 18-35 ára sem vilja vinna í öðru aðildarríki ESB aðstoð.

 

„EURES samstarfsnetið getur aðstoðað sviðslistamenn.“

Þó að það sé alvanalegt að starfsfólk EURES taki þátt í alþjóðlegum viðburðum eins og starfadögum, er þessi viðburður fyrir hljómsveitartónlistarfólk frábært dæmi um einstakt og miðað framtak.

Vinnumarkaðurinn fyrir atvinnu tónlistarfólk einkennist af mikilli samkeppni og sífelldum breytingum, sem gerir viðburði eins og þennan enn gagnlegri, eins og skipuleggjandi viðburðarins, Lilia Felde-Ritz frá ZAV-Künstlervermittlung í Cologne, útskýrir: „Fyrir okkur sem finnum stöður fyrir hljómsveitartónlistarfólk er gríðarlega mikilvægt að vera nálægt tónlistarháskólum og útskriftarnemum til þess að við séum á tánum með breytingar á vinnumarkaðinum.“

Einn þátttakenda Tony Erb, EURES samræmingaraðili fyrir Sviss hjá Aðalskrifstofu efnahagsmála (SECO) í Bern, lagði áherslu á hversu mikilvægu hlutverki EURES gegnir við að styðja starfsfólk í sviðslistageiranum: „Alþjóðlegur hreyfanleiki sviðslistafólks er nauðsynlegur að mínu áliti og ég tel að það sé skynsamlegt að lönd vinni saman við að aðstoða það,“ sagði hann. „EURES samstarfsnetið getur aðstoðað sviðslistamenn.“

Menningar- og skapandi greinar bjóða upp á ýmiskonar tækifæri fyrir ESB borgara sem vilja starfa erlendis. Sum EURES þjónusta, þ.m.t. ZAV-Künstlervermittlung, Arbetsförmedlingen  í Svíþjóð og Pôle emploi í Frakklandi býður upp á sérstaka ráðgjöf og vinnumiðlun í þessum geirum.

Ef þú ert tónlistar- eða sviðslistamaður með áhuga á alþjóðlegum starfsferli, eða vinnuveitandi sem leitar að hæfum umsækjendum, skaltu endilega hafa samband við næsta EURES ráðgjafa eða skráðu þig hjá EURES gáttinni í dag: https://ec.europa.eu/eures/public/is/homepage

 

Tengdir hlekkir:

ZAV-Künstlervermittlung

Fyrsta EURES-starfið

EURES-gáttin

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

jónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

 

Fyrirvari: Hvorki Eures né framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa lýst yfir sérstökum stuðningi við ofangreindar heimasíður þriðju aðila

21/03/2019

<< Aftur í fréttalista
 
höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.