Fréttagreinar


Ráðningarviðburður EURES markar ný spor

Takið daginn frá! Föstudaginn 9. október 2015 verður ráðningarviðburður haldinn á netinu, aðeins á Twitter og Facebook. Viðburðurinn, sem haldinn er af EURES í Hollandi, gæti verið sá fyrsti innan EURES-netsins. Ef vel tekst til gæti starfsfólk EURES í öðrum löndum endurtekið leikinn.

Lestu áfram: >>

01/10/2015


Byggingarfyrirtæki í Litháen fyllir stöður fljótt og auðveldlega þökk sé stuðningi EURES

Byggingarfyrirtækið Projektana í Kaunas í Litháen sýnir góðan árangur þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Kjarninn í starfsemi fyrirtækisins er að leggja grunna á byggingarsvæðum í Litháen, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Vegna þess hversu starfsemin er mikil þarf fyrirtækið oft að bæta við starfsfólki og leita utan landsteinanna til að finna fólk með nauðsynlega reynslu. Projektana er ekki í neinum vafa um kosti þess að ráða í gegnum EURES-netið.

Lestu áfram: >>

29/09/2015


Ertu að flytja til Danmerkur vegna vinnu? Áætlun Workindenmark hjálpar maka þínum að finna vinnu líka

Þú þarft ekki að taka hliðarskref á starfsferlinum þegar maki þinn flytur til Danmerkur vegna vinnu, eins og Tiago Silva komst að þegar eiginkona hans var ráðin sem geðlæknir á sjúkrahúsi í Danmörku. Hann nýtti sér áætlun Workindenmark sem veitir mökum þjálfun og ráðgjöf vegna atvinnuleitar.

Lestu áfram: >>

18/09/2015


Grískur hjúkrunarfræðingur aðstoðar Alzheimer-sjúkling í Svartaskógi þökk sé Your first EURES job

Hinir langvarandi efnahagserfiðleikar í Grikklandi gera það að verkum að atvinnuleit er erfið í mörgum geirum. Heilbrigðisþjónustan er eitt þeirra sviða sem hefur orðið illa úti og því var hjúkrunarfræðingurinn Kalliope Kazepi fegin að fá tækifæri til að þróa starfsferil sinn með því að þiggja vinnu í Svartaskógi í Þýskalandi.

Lestu áfram: >>

15/09/2015


Nám í kennslustofu, þjálfun á vinnustað – MobiPro er farið að skila árangri

Á þessu ári hafa meira en 100 ungir Búlgarar gripið tækifærið og nýtt sér starfsþjálfun og vinnutækifæri í boði verkefnisins Job of My Life í Þýskalandi

Lestu áfram: >>

10/09/2015


Að finna vinnu með EURES-gáttinni – öflugri leit, einfaldari í notkun

Brátt verða gerðar breytingar á gáttinni okkar! Atvinnuleitendur munu brátt geta nýtt sér öflugri leitarvél og einfaldara viðmót þegar þeir nota tólið „Find a Job" (finna vinnu).

Lestu áfram: >>

07/09/2015


Starfsþjálfun, starfsnám, námssamningar – hvað hentar þér?

Ef þú ert yngri en 35 ára og ert að leita þér að vinnu gætu Your first EURES job og nýja vefsvæðið Drop'pin@EURES hentað þér. Þessar vefsíður hjálpa þér að finna vinnu, starfsþjálfun eða námssamning í öllum löndum ESB auk Íslands og Noregs. En ertu með á hreinu hver munurinn er á starfsþjálfun og starfsnámi? Og hvað með námssamninga? Haltu áfram að lesa til að kynna þér málið.

Lestu áfram: >>

04/09/2015


EURES ráðgjafar hjálpa útskrifuðum nemendum við að auka tækifærin

Útskriftarnemar í Lettlandi fá innsýn í atvinnuleit í Evrópu þökk sé starfi EURES ráðgjafa sem fara í skólana til að ræða beint við atvinnuleitendur morgundagsins.

Lestu áfram: >>

01/09/2015


Tvítyngt fólk gefur heilanum vitsmunalegt orkuskot

Það eru augljósir kostir við að tala fleiri tungumál: fleiri staðir til að líða eins og heima hjá sér, þú átt auðvelt með að finna vinnu og spjallað við fólkið umhverfis þig. En það er einnig falinn ávinningur, eins og nýlegar rannsóknir sýna.

Lestu áfram: >>

28/08/2015


Atvinnustefnumót - EURES í Lúxemborg nýtir sér allar tiltækar leiðir til að hjálpa þér við að finna hið fullkomna starf

Ef þú ert að leita að vinnu í hótel- og veitingageiranum og átt kost á því að fara til Mondorf les Bains í Lúxemborg 26. október 2015 að þá skaltu skrifa hjá þér dagsetninguna. EURES heldur atvinnustefnumót til að færa þig og hugsanlega vinnuveitendur saman. Ef þú ert á höttunum eftir starfsfólki að þá er ráðningaraðilum líka boðið.

Lestu áfram: >>

25/08/2015höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.