Fréttagreinar


Hvaða innsýn getur ráðgjafi með næstum því 30 ára reynslu veitt þér?

Í nærri 30 ár hefur Cindy Sijmonsma verið tilbúin til þess að veita ráð um atvinnuleit í öllum atvinnugreinum hvar sem er. Cindy er gott dæmi um EURES ráðgjafa, einörð, áhugasöm og alltaf tilbúin til þess að hjálpa fólki við að finna réttu brautina í nýju umhverfi. „Menning er um svo miklu meira en bara bækur og tónlist," segir hún. „Hún er um það hvernig við borðum hádegismat í hléum, hvernig við eigum samskipti."

Lestu áfram: >>

28/07/2015


Frá handriti yfir á skjáinn - sænskir höfundar komast að því hvort hugmyndir þeirra fái byr í seglin.

Tólf handritshöfundar fengu tækifæri til þess að kynna hugmyndir sínar í júní fyrir framleiðendum í Berlín. Á þriðja viðburði þessarar tegundar í Þýskalandi, sem sænski EURES ráðgjafinn Wanna Spiridonidou skipulagði, blönduðu handritshöfundar geði við fagfólk úr iðnaðinum og héldu kynningu á hugmyndum sínum.

Lestu áfram: >>

24/07/2015


Tveir ungir Ítalir segja frá því á YouTube af hverju þeir völdu atvinnuverkefnið Fyrsta EURES starfið

Fabio Bertollini og Agata Murgano eru bæði ungir Ítalir sem nýta sér atvinnutækifæri sín til fullnustu með hjálp Fyrsta EURES starfsins. Þau segja frá reynslu sinni í tveimur nýlegum myndböndum á YouTube. Lestu áfram til þess að komast að því hvers vegna þau völdu verkefnið og hvað það hafði upp á að bjóða.

Lestu áfram: >>

20/07/2015


EURES – samtvinnuð nálgun til þess að hjálpa þér að finna og halda starfinu

Þegar EURES hjálpaði Panagiota Domestichou við að fá starf sem sjúkraliði í Finnlandi leið henni eins og hún gæti starfað við það sem hún menntaði sig til í Grikklandi. En vandamálin voru ekki langt undan - sex mánuðum eftir að hún tók til starfa vildu vinnuveitendur hennar fá auknar upplýsingar. EURES og Europe Direct í Grikklandi, ásamt EURES í Finnlandi komu til hjálpar.

Lestu áfram: >>

17/07/2015


Rýnt í starfstækifæri í upplýsingatæknigeiranum fyrir finna sem eru að velta fyrir sér að flytja til Svíþjóðar

Svíþjóð þarf upplýsinga-, tölvu- og tæknisérfræðinga. Nokkrar atvinnurekendur hafa áttað sig á því að Finnland kunni að vera staðurinn til að leita að fólki þar sem breytingar hjá Nokia hafa leitt til þess að margir sérfræðingar hafa misst vinnuna. EURES ráðgjafar í löndunum báðum eru til staðar til þess að aðstoða fólk við að finna nýja vinnuveitendur og flytja búferlum.

Lestu áfram: >>

13/07/2015


Nýtt smáforrit reiknar út rétt laun fyrir þig á grundvelli ferilskráarinnar þinnar

Ertu að leita að vinnu eða ætlar að biðja um launahækkun en ert ekki viss um hvað laun þín ættu að vera? Nýtt smáforrit hjálpar þér við að reikna út hversu mikils virði þú ert fyrir vinnuveitandann þinn.

Lestu áfram: >>

08/07/2015


Ungir spænskir tannlæknar flytja til Hollands

Vinalegar samræður á milli hollendings, sem býr á Spáni, og EURES ráðgjafa í Hollandi var upphafið að tilraunaverkefni, sem hófst árið 2014, til þess að hjálpa ungum spænskum tannlæknum við að finna vinnu í Hollandi. Sex mánuðum síðar, með hjálp Fyrsta EURES starfsins, gripu 12 háskólamenntaðir einstaklingar tækifærið og fluttu frá Spáni til Hollands. Í ár mun talan hækka í um 40.

Lestu áfram: >>

03/07/2015


Það er orðið auðveldara að koma ungu fólki í kynni við tækifæri til að auka starfshæfni þess

Á vinnumarkaðnum í dag virðast líkurnar vinna gegn ungu fólki sem reynir að komast inn á markaðinn. Skortur á reynslu og vinnutengdri hæfni ásamt skortur á hentugum tækifærum til þess að verða sér úti um slíka hæfni, er aðeins hluti af þeim hindrunum sem ungir Evrópubúar standa frammi fyrir. Þeir þurfa á stuðningi að halda til þess að finna rétta veginn á milli námsloka og fyrstu skrefanna á framabrautinni svo að þeir fái sem mest út úr þessum mikilvæga tíma í lífinu.

Lestu áfram: >>

29/06/2015


Öðlast nýja færni á sviði hjúkrunar í öðru landi - Marco fer til Bretlands

Skiptast á hugmyndum með öðrum hjúkrunarfræðingur og persónulegur þroski – tvö markmið sem hafa leitt til þess að hinn 26 ára Marco Colombero ætlar að reyna fyrir sér í heilbrigðisþjónustu Bretlands.

Lestu áfram: >>

26/06/2015


EURES ráðgjafar eru með skapandi hugsun

Hefur þú velt fyrir þér hvernig EURES ráðgjafar standa undir þörfum atvinnuleitenda, ráðningaraðila og eigin samstarfsmanna í öðrum löndum? Læknisfræði, upplýsingatækni, landbúnaður – óskir um aðstoð EURES ráðgjafa geta komið frá öllum atvinnugreinum. Til þess að gera svo að þá þurfa þeir að vita hvað sé í gangi en það getur falið í sér skapandi hugsun að gera það. Hér er sagt frá því hvernig grískur ráðgjafi fór að því að kynna sér verkfræðigeirann.

Lestu áfram: >>

22/06/2015höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.