Fréttagreinar


Handverksbrugghús í Noregi fær stuðning við að þjálfa ítalskan starfsmann gegnum EURES

Lítið handverksbrugghús sem telur sér sóma að því að beita hefðbundnum aðferðum, býður ungan ítalskan starfsmann velkominn, en reynsla hans í heimalandinu veldur því að starfsmaðurinn fellur fullkomlega að þörfum Kinn Bryggeri. Stuðningur frá verkefninu Fyrsta EURES starfið þitt (e. Your First EURES Job - YfEJ) kemur að liði við að þjálfa nýjasta starfsmanninn í þessu litla fyrirtæki.

Lestu áfram: >>

19/08/2016


Handverksbrugghús í Noregi fær stuðning við að þjálfa ítalskan starfsmann gegnum EURES

Lítið handverksbrugghús sem telur sér sóma að því að beita hefðbundnum aðferðum, býður ungan ítalskan starfsmann velkominn, en reynsla hans í heimalandinu veldur því að starfsmaðurinn fellur fullkomlega að þörfum Kinn Bryggeri. Stuðningur frá verkefninu Fyrsta EURES starfið þitt (e. Your First EURES Job - YfEJ) kemur að liði við að þjálfa nýjasta starfsmanninn í þessu litla fyrirtæki.

Lestu áfram: >>

12/08/2016


Ertu nýútskrifaður/-skrifuð? Til hamingju! Lestu áfram til að fá topp-ráðgjöf varðandi starfsframa

Sértu nýútskrifaður/-skrifuð ertu kannski að velta því fyrir þér hvað þú átt að taka þér fyrir hendur næst. Forðastu að gera þau mög svo algengu mistök að hlaupa til og demba þér beint í fyrsta starfið fyrir útskriftarnema sem passar við menntun og hæfi hjá þér. Ekki vera einn/ein þeirra sem ákveða að taka u-beygju innan eins árs þegar viðkomandi gerir sér grein fyrir því að það starf sem valið var hentaði þeim ekki vel. Taktu þér tíma til að finna út hvað muni henta þér.

Lestu áfram: >>

05/08/2016


Uppsagnir sem ná yfir landamæri? EURES ráðgjafar flykkjast að til að hjálpa verkamönnum að finna nýja vinnu

Atvinnulausir verkamenn í hollenskum landamærabæ fá aukna hvatningu í atvinnuleitinni, þökk sé nánu samstarfi EURES-ráðgjafa á landamærasvæðinu og samstarfsfólks þeirra í Belgíu.

Lestu áfram: >>

29/07/2016


Olíu- og gasiðnaðurinn í Noregi á við mikla erfiðleika að etja – Eures í Danmörku er við látið til að hjálpa einhverjum að fá nýja vinnu

Margir mjög hæfir verkfræðingar, sem eru með fagkunnáttu sem hefur verið ómissandi fyrir velgengni olíu- og gasiðnaðarins í Noregi, hafa verið að missa vinnuna vegna sögulega lágs verðs á markaði. En nýjar víddir eru að opnast fyrir suma þar sem Eures í Danmörku hjálpar þeim að finna störf í nýjum atvinnugeirum, þar á meðal í vindorkuiðnaðinum.

Lestu áfram: >>

26/07/2016


Ungur portúgalskur lyfjafræðingur tekur nýju lífi í Svíþjóð opnum örmum

Góð háskólagráða og áralöng þjálfun var ekki nóg til þess að tryggja Claudiu Batalha, nýútskrifuðum portúgölskum lyfjafræðingi, starf sem gerði henni fært að búa á eigin vegum án aðstoðar foreldra sinna. Það breyttist allt þegar bróðir hennar kom í heimsókn og talaði um möguleikana sem hann uppgötvaði að biðu hans þegar hann flutti til Lúxemborg. Hún ákvað að feta í fótspor hans og leita að vinnu í ESB. “Ég áttaði mig á að þótt ég yrði alltaf portúgölsk þá væri ég líka evrópsk,” segir Claudia.

Lestu áfram: >>

22/07/2016


Stuttur starfssamningur erlendis getur orðið til að styrkja starfsferilskána hjá þér

Þegar Brenda van de Klundert útskrifaðist úr Haagse Hogeschool með gráðu í Evrópufræðum, ætlaði hún að finna starf sem gæti orðið viðbót við nýja menntun hennar og veita henni möguleika á að víkka út sjóndeildarhringinn. Þannig að hún hafði samband við Eures ráðgjafann sinn Peter de Leede sem er í Dordrecht, í Hollandi, til að finna út hvaða möguleikar séu erlendis.

Lestu áfram: >>

19/07/2016


Að gera flókna hluti einfaldari – starfsmaður í símaþjónustuveri segir frá því hversvegna hún elskar starfið sitt

Leonie de Krijger hefur unnið í 11 ár í símaþjónustuverinu í Goes, Hollandi, þar sem hún aðstoðar atvinnuleitendur sem eru tilbúnir að flytja búferlum til að finna störf. Leonie og samstarfsmenn hennar aðstoða fólk við atvinnuleit og kenna því allt frá því að sækja um bætur í að fá menntun sína viðurkennda, en þetta dregur til muna úr streitunni hjá atvinnuleitendum.

Lestu áfram: >>

12/07/2016


Árstíðabundin störf í kastljósinu á Starfa-deginum fyrir Miðjarðarhafssvæðin á Spáni

Starfa-dagurinn á Balear-eyjum 2016 SOIB-EURES, sem einblínir á árstíðabundin störf, laðaði til sín eitt þúsund gesti og hafði í för með sér meira en 300 tilboð um störf bæði á staðnum og erlendis. Árangurinn af viðburðinum naut mjög góðs af for-pörun á ævi- og starfságripum atvinnuleitenda við núverandi störf, auk auglýsinga sem birtust með góðum fyrirvara á samfélagsmiðlum og EURES vefsíðum

Lestu áfram: >>

08/07/2016


Þarftu á 130 nýjum starfsmönnum að halda vegna áhættufyrirtækis? Eures í Hollandi tók áskoruninni

Verslunarkeðja POCO sem selur húsgögn á netinu, og er staðsett í Þýskalandi, er með yfir 100 verslanir um allt landið, þannig að ákvörðunin um að opna nýja verslun hinum megin við landamærin í borginni Enschede, í Hollandi, virtist vera eðlilegt næsta skref. Fyrirtækið gerði sér grein fyrir því að það þyrftu á tengslaneti að halda sem gæti aðstoðað við að hjálpa til við ráðningar þvert yfir landamærin, mannauðsdeildin hafði samband við Eures í Þýskalandi sem kom þeim í samband við Eures ráðgjafann í Hollandi, Wim Evers.

Lestu áfram: >>

05/07/2016höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.