Fréttagreinar


Hærri eftirlaunaaldur, breytingar á starfsferli seinna á ævinni – Evrópusambandið breytir mynstrinu fyrir eldri launþega

Almennur lífeyrisaldur er 65 ára í ESB en það á eftir að breytast. Danmörk, Frakkland, Þýskaland og Spánn hafa ákveðið að hækka eftirlaunaaldurinn í 67 á meðan markmiðið er 68 í Bretlandi og á Írlandi. Í flestum löndum munu þessar hækkanir líta dagsins ljós næsta áratug. Margt fólk vinnur þegar lengur, breytir um starfsferil eða fer að hluta á eftirlaun allt eftir þörfum.

Lestu áfram: >>

03/06/2015


Fer á eftirlaun og segir hvað þurfi svo búferlaflutningar beri árangur

Í 32 ár hefur Barbara Gorter-Zahuta parað fólk við tækifæri en hún varði 15 af þessum árum hjá EURES samstarfsnetinu í Hollandi. Hún fór á eftirlaun í apríl en við hittum hana til að horfa yfir farinn veg og ræða þær breytingar, sem hún hefur orðið vitni af, og komast að því hvað til þurfi til að gera nýtt land að nýju heimili.

Lestu áfram: >>

28/05/2015


Erfið vinna, ánægjulegt andrúmsloft – EURES í Belgíu hefur hjálpað atvinnuleitendum við að fá starf hjá Club Med

Fólk, sem vill leggja hart að sér á orlofsstöðum, kann að halda að störf hjá Club Med séu eins og sumarfrí. Atvinnurekendur í ferðamannaiðnaðinum, sem standa frammi fyrir þessu vandamáli, vonast til þess að EURES ráðgjafar geti hjálpað þeim við að breyta þeim misskilningi.

Lestu áfram: >>

22/05/2015


12 sænskir handritshöfundar fá tækifæri til þess að koma sér á framfæri við pólska framleiðendur

Handritsgerð er alræmd fyrir að vera erfiður starfsvettvangur. Tólf sænskir handritshöfundar fengu aðstoð 26. mars þegar þeir komu hugmyndum sínum á framfæri við fagfólk í iðnaðinum í samstarfi við Pólsku kvikmyndastofnunina. Tækifærið leiddi af tveggja ára vinnu við að byggja upp samband á milli Stofnunarinnar og EURES ráðgjafans Wanna Spiridonidou, sem er búsett í Svíþjóð.

Lestu áfram: >>

12/05/2015


Mörgæsirnar kalla – British Antarctic Survey er með ýmiss konar störf í boði

Ef þér leiðist að vinna við rafeindatæki og tölvur að þá gæti verið að þú þurfir aðeins að hrista upp í hlutunum? Ef sú er raunin að þá gæti British Antarctic Survey verið með starfið fyrir þig. Samtökin hafa birt lista með lausum störfum sem ráða þarf í en þau eru allt frá því að vera frá nokkrum mánuðum yfir í rúmlega ár. Rafeindavirki er bara eitt af störfunum í boði.

Lestu áfram: >>

22/05/2015


Fyrsta EURES starfið skapar tækifæri í Þýskalandi

Á aðeins sjö mánuðum hefur teymið á bak við Fyrsta EURES starfið í Suður-Þýskalandi hjálpað 65 ungum atvinnuleitendum frá Grikklandi, Spáni, Rúmeníu og Portúgal að finna ný tækifæri í heilbrigðisgeiranum og í smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem sinna umönnun aldraðra.

Lestu áfram: >>

06/05/2015


Ráðgjöf EURES leiðir til sýningar ljósmyndara

Skapandi og menningargreinar standa fyrir 4,2% af vergri landsframleiðslu Evrópusambandsins og eru með um sjö milljónir manns í vinnu, aðallega í litlum fyrirtækjum, samkvæmt skýrslu birtri 2014. En þörfin á skapandi og listrænni vinnu fólks er ekki eins augljós og í öðrum atvinugreinum, ráðningar fylgja ekki sama mynstri. Svo EURES ráðgjafar þurfa að grípa til annarrar nálgunar þegar kemur að því að para listamenn saman við tækifæri.

Lestu áfram: >>

05/05/2015


Komdu fagþekkingu þinni og persónuleika á framfæri í fjarviðtölum

Skype, Google Hangouts eða Netop Live Guide – sífleiri þessara samskiptaleiða á Netinu eru að verða staður fyrir atvinnuleitendur til þess að sannfæra atvinnurekendur um að þeir séu rétti einstaklingurinn í starfið. Símaviðtöl njóta líka sívaxandi vinsælda.

Lestu áfram: >>

17/04/2015


Eldri launþegar flytja erlendis – reynslumiklir og raunsæir

Reynsla getur verið sölupunktur á vinnumarkaðinum en hún getur líka fælt hugsanlega vinnuveitendur í burtu. Það getur verið dýrara að ráða eldri launþega og hjá bældum hagkerfum er hálfþjálfað ungt fólk ódýrari valkostur. Þegar atvinnumöguleikarnir skreppa saman í heimalandinu getur það verið góð lausn að flytja til útlanda með hjálp EURES samstarfsnetsins.

Lestu áfram: >>

17/04/2015


Ertu óánægður með launin heima? Líttu þér fjær!

Rannsóknir WageIndicator Foundation bera saman hversu mikið starfsmenn í mismunandi löndum fá greitt á tímann fyrir sömu vinnu. Nota má tól til þess að skoða muninn eftir fagstéttum en það sýnir í fljótu bragði hvaða lönd greiða mest.

Lestu áfram: >>

17/04/2015höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.