Fréttagreinar


Fyrsta EURES starfið skapar tækifæri í Þýskalandi

Á aðeins sjö mánuðum hefur teymið á bak við Fyrsta EURES starfið í Suður-Þýskalandi hjálpað 65 ungum atvinnuleitendum frá Grikklandi, Spáni, Rúmeníu og Portúgal að finna ný tækifæri í heilbrigðisgeiranum og í smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem sinna umönnun aldraðra.

Lestu áfram: >>

06/05/2015


Ungum sænskum hönnuðum hjálpað til að koma sér á framfæri

Ráðningar í hönnunargeiranum fara oft öðruvísi fram en í öðrum atvinnugreinum. Tækifæri kunna að vera til staðar án þess að vera auglýst og atvinnurekendur átta sig ef til vill aðeins á því að þeir vilji hönnuð þegar þeir hafa séð vinnu þeirra.

Lestu áfram: >>

06/05/2015


Ráðgjöf EURES leiðir til sýningar ljósmyndara

Skapandi og menningargreinar standa fyrir 4,2% af vergri landsframleiðslu Evrópusambandsins og eru með um sjö milljónir manns í vinnu, aðallega í litlum fyrirtækjum, samkvæmt skýrslu birtri 2014. En þörfin á skapandi og listrænni vinnu fólks er ekki eins augljós og í öðrum atvinugreinum, ráðningar fylgja ekki sama mynstri. Svo EURES ráðgjafar þurfa að grípa til annarrar nálgunar þegar kemur að því að para listamenn saman við tækifæri.

Lestu áfram: >>

05/05/2015


Komdu fagþekkingu þinni og persónuleika á framfæri í fjarviðtölum

Skype, Google Hangouts eða Netop Live Guide – sífleiri þessara samskiptaleiða á Netinu eru að verða staður fyrir atvinnuleitendur til þess að sannfæra atvinnurekendur um að þeir séu rétti einstaklingurinn í starfið. Símaviðtöl njóta líka sívaxandi vinsælda.

Lestu áfram: >>

17/04/2015


Eldri launþegar flytja erlendis – reynslumiklir og raunsæir

Reynsla getur verið sölupunktur á vinnumarkaðinum en hún getur líka fælt hugsanlega vinnuveitendur í burtu. Það getur verið dýrara að ráða eldri launþega og hjá bældum hagkerfum er hálfþjálfað ungt fólk ódýrari valkostur. Þegar atvinnumöguleikarnir skreppa saman í heimalandinu getur það verið góð lausn að flytja til útlanda með hjálp EURES samstarfsnetsins.

Lestu áfram: >>

17/04/2015


Ertu óánægður með launin heima? Líttu þér fjær!

Rannsóknir WageIndicator Foundation bera saman hversu mikið starfsmenn í mismunandi löndum fá greitt á tímann fyrir sömu vinnu. Nota má tól til þess að skoða muninn eftir fagstéttum en það sýnir í fljótu bragði hvaða lönd greiða mest.

Lestu áfram: >>

17/04/2015


Svíþjóð er land tækifæranna fyrir finnska atvinnuleitendur á sviði upplýsingatækni

Þegar Nokia í Finnlandi tilkynnti um uppsagnir síðasta sumar voru margir finnskir upplýsingatæknistarfsmenn settir í erfiða stöðu. Á sama tíma voru erfiðleikar við að finna fólk í stöður í hinum vaxandi tæknigeira í Svíþjóð. EURES í Svíþjóð og Finnlandi, sem áttuðu sig á þessu misræmi, hófu stóra ráðningarherferð til að para fólk í stöður og náði hún hámarki með árangursríkum atvinnudegi í desember.

Lestu áfram: >>

17/04/2015


Ferðalög geta gert fólk víðsýnni, en með því að starfa erlendis verða menn snjallari!

Starfa erlendis, takast á við nýja menningu, læra ný tungumál – allt krefst skjótrar hugsunar sem er góð æfing fyrir heilann. Fjölmargar rannsóknir sýna að þeir einstaklingar sem starfar erlendis eða stunda nám erlendis ná betri árangri en annað fólk að því er varðar skapandi hugsun og lausn vandamála.

Lestu áfram: >>

17/04/2015


Ferilskrár – ná hinu rétta jafnvægi milli kynningar á manni sjálfum og heiðarleika

Heyrðir þú söguna af manninum sem var á leiðinni í starfsviðtal með neðanjarðarlestinni, hann blótaði samferðamanni sínum er hann fór út úr brautarvagninum? Hann mætti síðan í viðtalið, en þar komst hann að því að maðurinn sem hann hafði verið dónalegur við, sat núna andspænis honum og var það þá maðurinn sem átti að eiga viðtalið við hann. Hann fékk ekki starfið.

Lestu áfram: >>

17/04/2015


EURES í Slóveníu hjálpar Manca Müller við að fá draumastarfið

Manca Müller lýður best þegar hún er í hópi nemenda. Eftir að hafa yfirgefið heimalandið Slóveníu til þess að prófa danskan lýðháskóla sem nemandi var hún leið yfir því að þurfa að snúa til baka í lok annarinnar. Aðeins einu ári síðar sneri hún til baka sem stoðkennari og nú er hún komin í fasta stöðu á skrifstofu skólans. „EURES í Slóveníu veitti mér þá aðstoð og það sjálfstraust sem ég þurfti til að takast á við skrifræðið og láta til skarar skríða," segir Müller.

Lestu áfram: >>

17/04/2015höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.