Fréttagreinar


Nýtt starf í Austurríki opnar áður óþekkta möguleika fyrir Slóvena í atvinnuleit

Ana-Marija Vratanar, sem kemur frá litlu þorpi í Slóveníu, hafði verið að leita að góðri vinnu í heimalandi sínu áður en hún sá atvinnuauglýsingu sem vakti athygli hennar. Starfið sem var auglýst á atvinnumiðlun í heimabæ hennar, var staða á fjölskyldureknu hóteli í Austurríki. "Ég hugsaði með mér, af hverju ekki?" Hún hafði því samband við EURES ráðgjafann Žarko Markovič, sem starfar í Ljubljana.

Lestu áfram: >>

13/01/2017


Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar

EURES vill nota þetta tækifæri og óska ykkur gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs, fullt af nýjum tækifærum. Ef nýársheitið skyldi vera að leita að nýju starfi, hvort sem það er vegna þess að þú sért atvinnulaus eða ert að leita að nýjum tækifærum, þá erum við hjá EURES tilbúin að veita þér alla aðstoð við að láta drauma þína rætast.

Lestu áfram: >>

20/12/2016


Frá áhugamáli í rekstur – Youth Guarantee aðstoðar unga gríska konu að láta drauminn sinn rætast

Þegar Aristea Zachari lauk námi tók við þriggja mánaða atvinnuleit sem skilaði engum árangri en gerði hana fjárhagslega háða foreldrum sínum og áhyggjufulla um framtíðina. Svo að þegar verkefnið ‘Atvinna fyrir ungt fólk’ var kynnt fyrir henni á atvinnuleitendaskrifstofunni, stökk hún á tækifærið og ákvað að fara í þjálfun sem hárgreiðslukona.

Lestu áfram: >>

16/12/2016


Vefnámskeið hjálpa fólki við að gera starfsferilsskrár og umsóknarbréf þeirra markvissari fyrir sænskan vinnumarkað

Ef þér lýst vel á hugmyndina að starfa í landi með fallegt og náttúrulegt umhverfi, heilbrigt jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem og ríka hefð fyrir listir og hönnun, þá gæti Svíþjóð hentað þér.

Lestu áfram: >>

13/12/2016


Markviss þjálfun hjálpar spænskum matreiðslumönnum að komast inn á sænska vinnumarkaðinn

Til að hámarka líkur þátttakenda á árangri á viðburðum, sem haldnir eru til að hjálpa til við að finna spænska matreiðslumenn fyrir sænska veitingastaði, hefur EURES á Spánið gefið út vefnámskeið um hvernig eigi að búa til ferilskrá fyrir þessa grein vinnumarkaðarins.

Lestu áfram: >>

09/12/2016


Youth Guarantee eftir þrjú ár – hvernig hefur tekist til?

Youth Guarantee og verkefnið atvinnuleysi ungs fólks sem er því til stuðnings eru tvö verkefni á vegum ESB til að hjálpa ungu fullorðnu fólki inn á vinnumarkaðinn, í þjálfun eða verknámsstöður. Verkefnin, sem voru sett á laggirnar fyrir þremur árum og miða að því að berjast gegn atvinnuleysi ungs fólks í Evrópu, hafa hjálpað milljónum ungs fólks. En þó að niðurstöðurnar líti vel út er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins klár á því að ekkert pláss sé fyrir aðgerðarleysi.

Lestu áfram: >>

06/12/2016


Ný tölfræði sýnir að atvinna hefur farið vaxandi síðastliðin tvö ár

Atvinnuleysi í ESB er nú í lágmarki (8,6%) frá því í mars 2009, en atvinnulausum hefur fækkað um 1,6 milljónir í Evrópusambandinu samanborið við síðasta ár, sýnir haustskýrsla Employment and Social Development in Europe (ESDE) Quarterly Review.

Lestu áfram: >>

02/12/2016


Ungur Ítali bakar fullkomnar pizzur 2 000 km frá heimalandi sínu

Þegar tækifærin banka upp á er gott að stökkva á þau. Emanuel Cappelletti, nýútskrifaður frá ítölskum ferðamennsku- og veitingaskóla, gerði einmitt það. Í dag með aðstoð Eures vinnur hann á finnskum pizzastað og elskar hverja mínútu.

Lestu áfram: >>

29/11/2016


Berlín býður sænskum handritshöfundum að kynna verk sín

Ertu tilbúinn fyrir næstu kvikmynd eða sjónvarpsþáttaröð frá Skandinavíu? Það getur vel verið að þær komi til sýningar nálægt þér ef marka má jákvæð viðbrögð nokkurra af 23 þátttakendunum á kynningarfundi Eures Svíþjóð 2. júní 2016.

Lestu áfram: >>

25/11/2016


Uppgötvaðu hæfileika þína með verkþjálfun

Það eru enn uppi þær skoðanir að háskólanám sé eina leiðin fram á við eftir grunnskóla. En verkþjálfun, eins og iðnnám, getur skapað margvísleg spennandi tækifæri. Umfang slíkra námskeiða og fjölbreytni þeirra starfsgreina sem þau geta leitt til hefur breyst gríðarlega á síðastliðnum áratugum. Svo þetta er frábær tími fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að skipuleggja fyrstu verkfærnivikuna.

Lestu áfram: >>

22/11/2016höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.