Fréttagreinar


Ungir spænskir tannlæknar flytja til Hollands

Vinalegar samræður á milli hollendings, sem býr á Spáni, og EURES ráðgjafa í Hollandi var upphafið að tilraunaverkefni, sem hófst árið 2014, til þess að hjálpa ungum spænskum tannlæknum við að finna vinnu í Hollandi. Sex mánuðum síðar, með hjálp Fyrsta EURES starfsins, gripu 12 háskólamenntaðir einstaklingar tækifærið og fluttu frá Spáni til Hollands. Í ár mun talan hækka í um 40.

Lestu áfram: >>

03/07/2015


Það er orðið auðveldara að koma ungu fólki í kynni við tækifæri til að auka starfshæfni þess

Á vinnumarkaðnum í dag virðast líkurnar vinna gegn ungu fólki sem reynir að komast inn á markaðinn. Skortur á reynslu og vinnutengdri hæfni ásamt skortur á hentugum tækifærum til þess að verða sér úti um slíka hæfni, er aðeins hluti af þeim hindrunum sem ungir Evrópubúar standa frammi fyrir. Þeir þurfa á stuðningi að halda til þess að finna rétta veginn á milli námsloka og fyrstu skrefanna á framabrautinni svo að þeir fái sem mest út úr þessum mikilvæga tíma í lífinu.

Lestu áfram: >>

29/06/2015


Öðlast nýja færni á sviði hjúkrunar í öðru landi - Marco fer til Bretlands

Skiptast á hugmyndum með öðrum hjúkrunarfræðingur og persónulegur þroski – tvö markmið sem hafa leitt til þess að hinn 26 ára Marco Colombero ætlar að reyna fyrir sér í heilbrigðisþjónustu Bretlands.

Lestu áfram: >>

26/06/2015


EURES ráðgjafar eru með skapandi hugsun

Hefur þú velt fyrir þér hvernig EURES ráðgjafar standa undir þörfum atvinnuleitenda, ráðningaraðila og eigin samstarfsmanna í öðrum löndum? Læknisfræði, upplýsingatækni, landbúnaður – óskir um aðstoð EURES ráðgjafa geta komið frá öllum atvinnugreinum. Til þess að gera svo að þá þurfa þeir að vita hvað sé í gangi en það getur falið í sér skapandi hugsun að gera það. Hér er sagt frá því hvernig grískur ráðgjafi fór að því að kynna sér verkfræðigeirann.

Lestu áfram: >>

22/06/2015


Jákvætt hugarfar gerir gæfumuninn fyrir spænskan hjúkrunarfræðing í Noregi

Fyrir tveimur árum lét Alba Gracia hjartað ráða för og flutti frá Spáni til Noregs til þess að starfa sem hjúkrunarfræðingur. Á Spáni er saga hennar gott dæmi um góða reynslu af EURES. Hér eru nokkur ráð frá Alba og EURES ráðgjafanum hennar um að koma sér fyrir í nýju landi.

Lestu áfram: >>

15/06/2015


Lærir nýja matreiðsluhætti í einum af fegurstu fjallgörðum heimsins

Ungi matreiðslumaðurinn Matej Kulas hefur unnið í níu tímabil sem kokkur í Króatíu en tækifærin eru ekki á hverju strái og allt of oft eru störfin ótrygg. Svo hann tók þá ákvörðun að leita út fyrir landsteinana til Austurríkis og sótti atvinnustefnu, sem EURES ráðgjafinn Dieter Müller, en hann er búsettur í Vorarlberg, og viðskiptaráðið á staðnum skipulögðu. Hann hefur ekki litið til baka

Lestu áfram: >>

05/06/2015


Hærri eftirlaunaaldur, breytingar á starfsferli seinna á ævinni – Evrópusambandið breytir mynstrinu fyrir eldri launþega

Almennur lífeyrisaldur er 65 ára í ESB en það á eftir að breytast. Danmörk, Frakkland, Þýskaland og Spánn hafa ákveðið að hækka eftirlaunaaldurinn í 67 á meðan markmiðið er 68 í Bretlandi og á Írlandi. Í flestum löndum munu þessar hækkanir líta dagsins ljós næsta áratug. Margt fólk vinnur þegar lengur, breytir um starfsferil eða fer að hluta á eftirlaun allt eftir þörfum.

Lestu áfram: >>

03/06/2015


Fer á eftirlaun og segir hvað þurfi svo búferlaflutningar beri árangur

Í 32 ár hefur Barbara Gorter-Zahuta parað fólk við tækifæri en hún varði 15 af þessum árum hjá EURES samstarfsnetinu í Hollandi. Hún fór á eftirlaun í apríl en við hittum hana til að horfa yfir farinn veg og ræða þær breytingar, sem hún hefur orðið vitni af, og komast að því hvað til þurfi til að gera nýtt land að nýju heimili.

Lestu áfram: >>

28/05/2015


Erfið vinna, ánægjulegt andrúmsloft – EURES í Belgíu hefur hjálpað atvinnuleitendum við að fá starf hjá Club Med

Fólk, sem vill leggja hart að sér á orlofsstöðum, kann að halda að störf hjá Club Med séu eins og sumarfrí. Atvinnurekendur í ferðamannaiðnaðinum, sem standa frammi fyrir þessu vandamáli, vonast til þess að EURES ráðgjafar geti hjálpað þeim við að breyta þeim misskilningi.

Lestu áfram: >>

22/05/2015


Mörgæsirnar kalla – British Antarctic Survey er með ýmiss konar störf í boði

Ef þér leiðist að vinna við rafeindatæki og tölvur að þá gæti verið að þú þurfir aðeins að hrista upp í hlutunum? Ef sú er raunin að þá gæti British Antarctic Survey verið með starfið fyrir þig. Samtökin hafa birt lista með lausum störfum sem ráða þarf í en þau eru allt frá því að vera frá nokkrum mánuðum yfir í rúmlega ár. Rafeindavirki er bara eitt af störfunum í boði.

Lestu áfram: >>

22/05/2015höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.