Fréttagreinar


Ný tölfræði sýnir að atvinna hefur farið vaxandi síðastliðin tvö ár

Atvinnuleysi í ESB er nú í lágmarki (8,6%) frá því í mars 2009, en atvinnulausum hefur fækkað um 1,6 milljónir í Evrópusambandinu samanborið við síðasta ár, sýnir haustskýrsla Employment and Social Development in Europe (ESDE) Quarterly Review.

Lestu áfram: >>

02/12/2016


Ungur Ítali bakar fullkomnar pizzur 2 000 km frá heimalandi sínu

Þegar tækifærin banka upp á er gott að stökkva á þau. Emanuel Cappelletti, nýútskrifaður frá ítölskum ferðamennsku- og veitingaskóla, gerði einmitt það. Í dag með aðstoð Eures vinnur hann á finnskum pizzastað og elskar hverja mínútu.

Lestu áfram: >>

29/11/2016


Berlín býður sænskum handritshöfundum að kynna verk sín

Ertu tilbúinn fyrir næstu kvikmynd eða sjónvarpsþáttaröð frá Skandinavíu? Það getur vel verið að þær komi til sýningar nálægt þér ef marka má jákvæð viðbrögð nokkurra af 23 þátttakendunum á kynningarfundi Eures Svíþjóð 2. júní 2016.

Lestu áfram: >>

25/11/2016


Uppgötvaðu hæfileika þína með verkþjálfun

Það eru enn uppi þær skoðanir að háskólanám sé eina leiðin fram á við eftir grunnskóla. En verkþjálfun, eins og iðnnám, getur skapað margvísleg spennandi tækifæri. Umfang slíkra námskeiða og fjölbreytni þeirra starfsgreina sem þau geta leitt til hefur breyst gríðarlega á síðastliðnum áratugum. Svo þetta er frábær tími fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að skipuleggja fyrstu verkfærnivikuna.

Lestu áfram: >>

22/11/2016


Ungt fólk sem vill gerast frumkvöðlar fær aðstoð á Netinu, augnliti til auglitis og með sérsniðnum vinnusmiðjum.

Freistar þín að vinna sjálfstætt? Kíktu á I-LINC, stafræna færnivefsíðu, sem er full af hagnýtum ráðum og stuðningsríku samfélagi, til að hjálpa þér við að taka fyrstu skrefin við að vinna fyrir sjálfan þig. Eða láttu áherslu EURES í Finnlandi á frumkvöðlastarf og vaxandi samfélag ungra frumkvöðla í landinu fylla þig andagift.

Lestu áfram: >>

08/11/2016


Glóandi atvinnuhorfur fyrir listamenn sem lýsa upp borgirnar okkar

Með nafnspjaldi „ljósalistamannsins“ færðu endalaust af hrósi en átt ef til vill erfiðara með að finna fasta vinnu. En framtíðin er bjartari fyrir fjölmarga af bestu listamönnunum þessarar sérgreinar eftir að EURES bauð þeim upp á að kynna hæfileika sína fyrir mögulegum vinnuveitendum í Stokkhólmi.

Lestu áfram: >>

04/11/2016


Hugbúnaðarsérfræðifyrirtæki á sviði tungumála í Danmörku hraðar ráðningum

Í leit að hæfileikaríkum tölvunarfræðingum óskar danskt fyrirtæki oft eftir þjónustu EURES. Ordbogen A/S leggur áherslu á þýðingar og nám á Netinu ætlar sér að leita hófanna erlendis og miðar að því að fimmfalda starfsmannafjöldann fyrir 2020. Ef þú ert snjall forritari gæti þetta verið eitthvað fyrir þig.

Lestu áfram: >>

31/10/2016


Skoðaðu starfstækifærin sem verið er að sérkynna á væntanlegum starfadegi sem haldinn er í Eistlandi

Ertu mikil útivistarpersóna? Sé svo þá ættir þú að íhuga að starfa í Eistlandi sem er talið eitt af 10 grænustu löndum á jörðinni hjá Environmental Performance Index. Sértu hugfangin/n af þeirri hugmynd að hefja störf í landi sem státar af því að geta boðið upp á mikla starfsframamöguleika, góð lífsgæði og áhrifamikið umhverfi náttúrunnar, þá skaltu skoða European (Online) Job Day. Starfadagurinn er í boði EURES í Eistlandi, í samvinnu við atvinnuleysistryggingarsjóð Eistlands og aðilann Work in Estonia, þá verður atburðurinn haldinn á netinu hinn 11 nóvember frá kl. 11:00 til kl. 15:00, á miðevrópskum tíma.

Lestu áfram: >>

28/10/2016


Ráðningarsamstarf laðar ítalska hjúkrunarfræðinga að írskum hjúkrunarheimilum

Írland hefur ávallt kappkostað að fá hæfileikaríkt starfsfólk til starfa á yfir 400 hjúkrunarheimili landsins, einkum á strjálbýlli svæðum. Frá því í mars 2016 hefur sameiginlegt verkefni á vegum EURES á Írlandi og EURES á Ítalíu hjálpað þeim við að ráða átta vel menntaða hjúkrunarfræðinga til starfa en fleiri atvinnutilboð eru í farvatninu.

Lestu áfram: >>

25/10/2016


Fjárfestu í framtíðinni þinni með borguðu starfsnámi og þjálfun í Þýskalandi

Ellefu ungmenni frá Slóvakíu og Spáni fluttu til Austur-Þýskalands í sumar, til að kynnast starfinu sem fellst í umhirðu aldraðra. Með stuðningi frá MobiPro-EU (The Job of My Life) og EURES, fá þau greitt fyrir mánaðar starfsnám á því sviði sem þeir velja sér á meðan þau læra þýsku ókeypis.

Lestu áfram: >>

21/10/2016höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.