Fréttagreinar


#EUinmyregion Facebook ljósmyndakeppni – eftir hverju ertu að bíða?

Á hverju ári fjárfestir ESB í þúsundum svæðisbundinna verkefna: það hlýtur að vera eitt í þínu nágrenni! Taktu góða ljósmynd af því og þú gætir unnið ferð til Brussel og tekið þátt í ljósmyndavinnustofu. Taktu þátt í #EUinmyregion keppninni til að vinna.

Lestu áfram: >>

28/06/2016


1000 ungum Spánverjum gefst færi á að stunda nám á námssamningi gegnum MobiPro-verkefnið og Eures-netið

Spænskum lærlingum bjóðast nú tækifæri til að ná tökum á atvinnugrein, læra þýsku og byggja upp starfsferil hjá virtum fyrirtækjum. Það sem af er þessu ári hafa 1000 Spánverjar nýtt sér Eures-netið til að fá sem mest út úr hinu þýska MobiPro-verkefni og komast á námssamninga víða um Þýskaland.

Lestu áfram: >>

29/03/2016


12 sænskir handritshöfundar fá tækifæri til þess að koma sér á framfæri við pólska framleiðendur

Handritsgerð er alræmd fyrir að vera erfiður starfsvettvangur. Tólf sænskir handritshöfundar fengu aðstoð 26. mars þegar þeir komu hugmyndum sínum á framfæri við fagfólk í iðnaðinum í samstarfi við Pólsku kvikmyndastofnunina. Tækifærið leiddi af tveggja ára vinnu við að byggja upp samband á milli Stofnunarinnar og EURES ráðgjafans Wanna Spiridonidou, sem er búsett í Svíþjóð.

Lestu áfram: >>

12/05/2015


3 500 laus störf í boði á atvinnudegi þvert á landamæri í Saarbrücken

Ef þú leitaðir að hjarta Evrópu kynni að vera að þú fyndir það á landamærasvæðinu á milli Þýskalands, Frakklands, Lúxemborgar og Belgíu – staðsetningu landamærasamstarfs EURES*. Á nýlegum atvinnudegi á þessu fjölbreytta svæði, sem haldinn var í Saarbrücken í Þýskalandi, mátti heyra blöndu af þýsku, frönsku og ensku.

Lestu áfram: >>

20/06/2014


Að finna vinnu með EURES-gáttinni – öflugri leit, einfaldari í notkun

Brátt verða gerðar breytingar á gáttinni okkar! Atvinnuleitendur munu brátt geta nýtt sér öflugri leitarvél og einfaldara viðmót þegar þeir nota tólið „Find a Job" (finna vinnu).

Lestu áfram: >>

07/09/2015


Að gera flókna hluti einfaldari – starfsmaður í símaþjónustuveri segir frá því hversvegna hún elskar starfið sitt

Leonie de Krijger hefur unnið í 11 ár í símaþjónustuverinu í Goes, Hollandi, þar sem hún aðstoðar atvinnuleitendur sem eru tilbúnir að flytja búferlum til að finna störf. Leonie og samstarfsmenn hennar aðstoða fólk við atvinnuleit og kenna því allt frá því að sækja um bætur í að fá menntun sína viðurkennda, en þetta dregur til muna úr streitunni hjá atvinnuleitendum.

Lestu áfram: >>

12/07/2016


Aðstoð EURES skiptir sköpum fyrir fjölskyldufyrirtæki sem reiðir sig á árstíðabundið vinnuafl

Sænsku hjónin Kenneth og Birgit Andersson tóku yfir jarðaberjaræktun fjölskyldunnar árið 1991 og er rekstur fyrirtækisins háður erlendu vinnuafli. En það var dýrt og tímafrekt að ráða vinnuafl frá öðrum löndum, svo ekki sé talað um tungumálaörðugleikana. Til að leita lausnar á þessu leitaði parið til EURES.

Lestu áfram: >>

24/11/2015


Aldur er engin hindrun fyrir hollenskan ráðgjafa sem nú starfar í Póllandi

Þegar hinum 59 ára gamla Henk Marrink tókst ekki að finna hentuga vinnu í heimalandi sínu Hollandi ákvað hann að leita út fyrir landsteinana að tækifærum. Með aðstoð EURES ráðgjafans síns, tókst Henk að finna ráðgjafarstarf, sem sérfræðingur á sviði fjármála- og bókhaldsferla í Kraká í Póllandi.

Lestu áfram: >>

27/05/2014


Annar stærsti þemagarður Evrópu ræður starfsfólk í gegnum EURES

Europa-Park, annar stærsti skemmtigarður Evrópu, ræður starfsfólk alls staðar úr Evrópu þökk sé góðu samstarfi við EURES í Þýskalandi og samstarfsneti EURES ráðgjafa um Evrópu. Samstarfið er nú á sínu þriðja ári.

Lestu áfram: >>

03/02/2014


Atvinnustefnumót - EURES í Lúxemborg nýtir sér allar tiltækar leiðir til að hjálpa þér við að finna hið fullkomna starf

Ef þú ert að leita að vinnu í hótel- og veitingageiranum og átt kost á því að fara til Mondorf les Bains í Lúxemborg 26. október 2015 að þá skaltu skrifa hjá þér dagsetninguna. EURES heldur atvinnustefnumót til að færa þig og hugsanlega vinnuveitendur saman. Ef þú ert á höttunum eftir starfsfólki að þá er ráðningaraðilum líka boðið.

Lestu áfram: >>

25/08/2015höfnun bótaskyldu

"…Í BRENNIDEPLI" greinunum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar innsýn inn í þróun mála og það sem er efst á baugi hverju sinni. Ennfremur er þessum greinum ætlað að örva umræður og skoðanaskipti. Ekki er víst að þær tjái skoðanir Framkvæmdastjórnar Evrópu.