Um okkur


EURES er samstarfsnet sem var myndað til þess að auðvelda frjálsa för launþega í 28 löndum Evrópusambandsins og Sviss, Íslandi, Liechtenstein og Noregi.

Samstarfsnetið samanstendur af: Samræmingarskrifstofu Evrópusambandsins, innlendu landsskrifstofunum , samstarfsaðilum EURES og tengdum samstarfsaðilum EURES.

Samstarfsaðilar samstarfsnetsins eru meðal annars opinberar vinnumálastofnanir, einkareknar atvinnumiðlanir, stéttarfélög, atvinnurekendasamtök og aðrir tengdir aðilar á vinnumarkaðinum. Samstarfsaðilarnir veita atvinnurekendum og atvinnuleitendum upplýsingar og ráðningarþjónustu á sama tíma og samræmingarskrifstofa Evrópusambandsins og innlendu landsskrifstofurnar sjá um skipulag á starfseminni í Evrópu og innanlands.

Auk þess leikur EURES mikilvægt hlutverk við að miðla sértækum upplýsingum og auðvelda ráðningar í þágu atvinnurekenda og landamærastarfskrafta á landamærasvæðum Evrópu.

Í reynd býður EURES upp á þjónustu sína í gegnum vefgáttina og í gegnum samstarfsnet um 1000 EURES ráðgjafa sem eru daglega í samskiptum við atvinnuleitendur og atvinnurekendur í Evrópu.