EURES samvinna yfir landamæri


EURES hefur sérstaklega mikilvægu hlutverki að gegna á svæðum sitt hvorum megin við landamæri þar sem er mikil umferð fólks til og frá vinnu. Meira en 1.000 000 þeirra sem búa í ESB löndunum fara yfir landamæri, til annars ESB lands, vegna vinnu sinnar. Þetta fólk verður að takast á við margskonar landsvenjur og mismunandi lagaumhverfi. Það rekur sig á stjórnunarlegar, lagalegar eða fjármálalegar hindranir á hverjum einasta degi.

EURES ráðgjafar á þessum svæðum miðla sérhæfðum upplýsingum og veita leiðbeiningar í sambandi við réttindi og skyldur fólks er býr í einu landi og starfar í öðru.

Nú þegar er búið að koma á fót 12 EURES samvinnuverkefnum yfir landamæri vítt og breitt um Evrópu. Þar koma við sögu 19 lönd. Stefnt er að því að mæta hinni miklu þörf fyrir upplýsingar og samhæfingu í sambandi við umferð vinnandi fólks yfir landamæri. Það er gert með því að samstilla opinbera vinnumiðlun og starfsmenntageirann, samtök vinnuveitenda og stéttafélög, yfirvöld á hverjum stað og ýmsar stofnanir sem vinna að atvinnumálum og eflingu starfsmenntunar. EURES samvinna yfir landamæri hefur mikla þýðingu því hún leiðir saman vinnumálayfirvöld, bæði á lands- og svæðisvettvangi, og aðila vinnumarkaðarins. Þessi samvinna gerir mönnum ennfremur kleift að fylgjast náið með þróuninni á þessum svæðum, en sú þróun er lykilatriði í því ferli sem leiðir til raunverulegs samevrópsks vinnumarkaðar.