Skip to main content
European Commission logo
EURES

EURES samvinna yfir landamæri

Innri landamærasvæði ESB ná yfir 40% af svæði ESB og næstum 2 milljónir manna sem ferðast yfir landamæri til vinnu búa þar. Árið 2018 bjuggu fleiri en 1,5 milljónir manns í ESB í öðru landi en þau unnu í.

Starfsfólk sem ferðast yfir landamæri til vinnu stendur frammi fyrir áskorunum á hverjum degi, s.s. mismunandi verkferlum á milli landa, almannatryggingarkerfum, skattareglum og lagakerfum. Þar að auki eru almenningssamgöngur oft verri á landamærasvæðum miðað við samgöngur innan landa, sem er enn frekari áskorun fyrir starfahreyfanleika.

EURES hjálpar starfsfólki sem ferðast yfir landamæri til vinnu að takast á við þessar áskoranir með því að veita fjárhagsaðstoð við samvinnu yfir landamæri, undir merkjum EaSI, Áætlun ESB fyrir atvinnumál og félagslega nýsköpun.

Þessi samstarfsverkefni innihalda EURES meðlimi og félaga sem vinna saman þvert á landamáli til að styðja við hreyfanleika starfsfólks og vinnuveitenda. Fyrirtæki sem eru ekki hluti af EURES samstarfsnetinu geta líka tekið þátt ef þau skipta máli innan starfshreyfanleikamarkaðsins á svæðinu. Samstarfsfélagar eru oft opinberar vinnumiðlanir, aðilar vinnumarkaðarins og stofnanir eins og háskólar, viðskiptasamtök, verkalýðsfélög og verslunarráð.

Árið 2020 og 2021 fá 8 samstarfsverkefni 14 landa þvert á landamæri EaSI fjármögnun. Þar að auki eru nokkur önnur samstarfsverkefni virk án stuðnings frá EaSI. (Til að finna öll samstarf yfir landamæri, núverandi og fyrra, smelltu hér.)

Samstarfsverkefnin þvert á landamæri sem studd eru af EaSI eru:

Heildarmarkmið samvinnunnar er að deila upplýsingum og ráðleggja atvinnuleitendum og vinnuveitendum varðandi vinnuhreyfanleika á landamærasvæðum, bjóða upp á starfatækifæri og veita þjónustu fyrir og eftir ráðningu. Hópar sérfræðinga eru tiltækir til að styðja starfsfólkið á hverju stigi starfsferils þeirra og svara hverskonar spurningum sem þau kunna að hafa um vinnu handan landamæranna.

Á hverju ári framkvæma samstarfsverkefnin ýmsar aðgerðir til stuðnings bæði atvinnuleitendum og vinnuveitendum. Nú má helst nefna þjálfun fyrir atvinnuleitendur sem eru 50 ára eða eldri, lærlingsstöður þvert á landamæri og komandi starfaapp fyrir lausar stöður meðfram landamærum Belgíu og Hollands.

Samstarfsverkefnin vakta einnig hreyfanleikaflæði yfir viðkomandi landamæri, þróun vinnumarkaðarins og einangra tálma sem gætu hamlað frjálsu flæði starfsfólks innan vinnumarkaðarins þvert á landamæri á svæðinu.

Fyrir frekari ráðleggingar um starfstækifæri á þínu svæði skaltu leita að EURES ráðgjafa eftir samvinnu þvert á landamæri með því að smella hér.

Smelltu hér til að sjá meira um hvert og eitt samvinnuverkefni á landamærasvæðum. (Þar með talið staður þeirra á korti og hvernig eigi að hafa samband við þá.)