Fréttir á vefsíðunni

Tækni án landamæra

Stefnan „Pas de frontières pour les metiers technologigues de demain“ (engin landamæri fyrir fyrirtækjatækni morgundagsins) var haldin í þriðja skipti í október 2012 í borginni Saint-Julien-en-Genevois í Frakklandi. Laðaði hún að sér yfir 1 500 gesti og hátæknifyrirtæki á staðnum voru með yfir 160 verkfræðistörf á boðstólum. 
 
Sem hluti af innlendu atvinnuvikunni 2012 miðaði vettvangurinn „Engin landamæri fyrir fyrirtækjatækni morgundagsins“ að því að laða að sér hámenntað tæknifólk og hvetja það til aukins flæðis yfir landamæri Evrópu í atvinnuskyni. Viðburðurinn, sem skipulagður var af vinnumálastofnun Frakklands, Pôle emploi, í samstarfi við EURES var haldinn 16. október 2012 á mikilvægu landamærasvæði Frakklands: Haute-Savoie svæðinu í Rhônes-Alpes héraðinu alveg við landamæri Sviss.
 
Hugmyndin var að víkka sjóndeildarhring atvinnuleitenda og atvinnurekenda með því að færa saman héraðsbundin og alþjóðleg atvinnutækifæri á einn stað. Viðburðurinn laðaði að sér fyrirtæki, ekki einungis frá Rhône-Alpes héraðinu, heldur einnig frá ýmsum aðildarríkjum Evrópusambandsins og utan þess, einkum frá nágrannalandinu Sviss.  
 
Samkvæmt EURES ráðgjafanum, Andre Bonier, voru niðurstöður þessa þriðja atvinnuvettvangs jákvæðar. Hafandi tekið þátt í skipulagningu viðburðarins frá fyrsta degi, segir hann að vettvangurinn verði haldinn aftur að ári. „Í ár hóuðum við saman 36 atvinnurekendum, settum upp 80 bása og skipulögðum 22 ráðstefnur,“ segir hann. 2 500 m2 íþrótta- og náttúruleikvangurinn „Paguette“ var rúmgóður vettvangur fyrir 50 fyrirtækjabása þar sem boðið var upp á störf fyrir sérfræðinga, miðlægt rými fyrir samstarfsaðila Pôle Emploi og EURES samstarfsnetið, ráðstefnur, fyrirlestra um nýsköpun, atvinnuleit og flæði starfa, svo eitthvað sé nefnt.
 
Verkefnið „Formation professionnelle tout au long de la vie“ (fagþjálfun allt lífið), sem miðar að því að auðvelda aðgengi allra að menntun, var einnig kynnt á viðburðinum. Fyrirtækin, sem tóku þátt, beindu sjónum sínum aðallega að líftækni og lífvísindum, örtækni, mekatróník, upplýsingakerfum, sjálfbærri þróun og græna hagkerfinu.
 
Frekari upplýsingar:
 
 
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum

 
 
 

« Til baka