Fréttir á vefsíðunni

Lýst eftir: tölvuleikjaspilurum í atvinnumennsku

Þegar japanska raftækjafyrirtækið Nintendo óskar eftir nýjum prófurum fyrir nýjan tölvuleik frá fyrirtækinu, hefur það samband við þýska fyrirtækið Fitarbeiten í Frankfurt í Þýskalandi sem setur sig svo í samband við EURES til þess að finna hentuga umsækjendur. 
 
„Ég hitti Stefanie Vollhardt, yfirmann mannauðsmála hjá Fitarbeiten á atvinnustefnu í Frankfurt 2009. Hún sagði mér að hún væri að leita að enskumælandi tölvuleikjaprófurum svo að við settum saman verkefnaáætlun í því skyni að finna starfsmenn,“ segir EURES UK ráðgjafinn, Joe Bennett.
 
Fitarbeiten sá um almannatrygginga- og lagalegu hliðina en EURES UK sá um að finna réttu umsækjendurna. Fyrirtækið var á höttunum eftir einstaklingum með ensku að móðurmáli til þess að spila nýja tölvuleiki í því skyni að finna hugbúnaðarvillur.   Augljóslega væri það kostur ef væntanlegir umsækjendur hefðu gaman af því að spila tölvuleiki.
 
„Við höfum starfað með EURES við að finna umsækjendur um alla Evrópu í átta ár nú þegar.
Á tímabilinu höfum við ráðið um 600 starfsmenn en við fundum um 80% þeirra með hjálp EURES. Þetta nána samband og samstarf við Joe hófst fyrir fjórum árum,“ segir Sorina Ionescu hjá Fitarbeiten.
 
Þegar atvinnuauglýsing er birt á EURES gáttinni sendir EURES UK hana venjulega líka í öll útibú opinberu vinnumálastofnunarinnar í Bretlandi. Auk þess tók Fitarbeiten þátt þremur atvinnudögum í Birmingham, Cardiff og Newcastle til þess að leita að vænlegum umsækjendum. 
 
„Í ár kynntum við laus störf á Twitter-reikningnum UK Jobcentre plus til þess að hafa sýnileikann sem mestan. Það reyndist ákaflega vinsælt og leiddi til þess að tveimur atvinnuleitendum bauðst ansi fljótt tímabundinn ráðningarsamningur í Frankfurt,“ útskýrir Joe. „Það er líka gott að vita að við vinnum með svo góðum samstarfsaðila eins og Fitarbeiten en þeir sjá vel um sína umsækjendur.“
 
Ráðið er eftir þörfin frekar en á föstum tímum ársins en lausu störfin hafa alltaf reynst mjög vinsæl í hvert sinn sem þau eru auglýst. Ekki er farið fram á þýskukunnáttu en hún er kostur. 
 
„Á síðastliðnum fjórum árum hefur eldmóður og fagmennska EURES ráðgjafanna hjálpað Fitarbeiten við að koma mörgum ungum sérfræðingum í störf erlendis. Hér hjá Fitarbeiten hlökkum við öll til árangursríks samstarfs á komandi árum,“ segir Sorina að lokum.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
 
Fylgjast með Jobcentre Plus á Twitter
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á  Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

 

« Til baka