Fréttir á vefsíðunni

Evrópskir atvinnudagar í Ríga bjóða upp á tækifæri erlendis

EURES ráðgjafar frá Eistlandi, Litháen, Noregi, Póllandi, Finnlandi, Svíþjóð og Bretlandi komu saman til þess að bjóða lettneskum atvinnuleitendum upp á starfstækifæri í Evrópu á tveimur atvinnudögum í Ríga í byrjun desember.
 
„Ég er ekki bara hérna til þess að finna vinnu - ég er hérna til þess að finna góða vinnu,“ segir Michael Protchenko, atvinnuleitandi frá Ríga með meistaragráðu í margmiðlunarhönnun og myndbandaframleiðslu. Hann var einn af þeim 975 gestum sem fengu persónulega ráðgjöf frá einum af ráðgjöfum EURES bássins á atvinnudögunum. Einnig var boðið upp á kynningar á búsetu- og vinnuaðstæðum fyrir áhugasama atvinnuleitendur á atvinnustefnunni.
 
Ólíkt mörgum öðrum Evrópulöndum hefur atvinnuleysið í Lettlandi farið stöðugt minnkandi frá síðasta ári, eða úr 15,5% í desember 2011 í 14,2% í október 2012, að hluta til vegna tækifæra sem lettneskum atvinnuleitendum hefur boðist í öðrum hlutum Evrópu.
 
Einn atvinnurekandi, sem nýtti sér þekkingu og færni Letta og áhuga þeirra á að ferðast til útlanda, er Eskil Schanche, mannauðsstjóri hjá iSurvey, norsku fyrirtæki sem býður upp á staðsetningarþjónustu á hafi úti. „Það góða við þessa atvinnustefnu er að hún er við hliðina á tækniháskólanum í Ríga. Ég tók þátt hérna fyrir tveimur árum og réði þrjá verkfræðinga til fyrirtækisins. Í ár vonast ég til að finna þrjá í viðbót.“
 
En það voru ekki einungis útskrifaðir verkfræðingar sem tóku þátt til þess að kanna tækifærin erlendis. „Ég er læknanemi á fimmta ári og kom til þess að kanna möguleikana á atvinnu í Evrópu. Hvers vegna langar mig að flytjast til annars lands? Meginástæðan er klárlega sú að ég er að leita að betri launum og vinnuaðstæðum,“ segir Artis Lapsinč, sem fékk góða hjálp frá EURES ráðgjöfunum frá Finnlandi, en þar í landi skortir lækna um þessar mundir.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
 
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fylgjast með EURES á Facebook
 
Fylgjast með EURES á Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+
 

 

« Til baka