Fréttir á vefsíðunni

Eitt þúsund laus störf á erilsömum viðburði í Lissabon.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem portúgalskir starfsmenn hafa leitað að starfsframa erlendis. En öfugt við oft tilviljunarkennda búferlaflutninga á sjöunda áratung síðustu aldar er EURES nú á staðnum til þess að veita einstaklingum aðstoð áður en til flutninganna kemur með því að bjóða á sama stað upp á atvinnurekendur og mikilvægar upplýsingar um frjálst flæði: Evrópsku
atvinnudagana í Lissabon.  
 
Þar sem EURES ráðgjafar frá 15 löndum og 44 fyrirtæki tóku þátt í viðburðinum 25. og 26. október með þá von í brjósti að ráða í um 1 000 laus störf var enginn skortur á tækifærum fyrir þá 9 908 atvinnuleitendur sem tóku þátt. Á atvinnudögunum var lögð sérstök áhersla fyrsta daginn á störf í verkfræði - og upplýsingatæknigeirunum en síðari daginn á störf í byggingariðnaði og heilbrigðisþjónustu. 
 
„Margir portúgalskir atvinnuleitendur í dag urðu vitni að því þegar ættingjar þeirra pökkuðu niður í töskur fyrir nýtt líf og starf í öðru landi á sjöunda áratugnum. Þetta hefur vissulega skilið eftir spor þegar kemur að viðhorfi fólks gagnvart atvinnu í öðrum löndum, en slíkt er álitið bæði fýsilegt og aðlaðandi fyrir starfsferilinn. En mikilvægara er að fólk er mjög meðvitað um nauðsynlegar undirstöður fyrir frjálst flæði fólks, nefnilega tungumálakunnáttuna,“ útskýrir Alice Brandão, aðstoðarframkvæmdastjóri EURES í Portúgal. 
 
Könnun meðal atvinnuleitenda, sem tóku þátt, leiddi í ljós að um 80% þeirra hafði lokið háskólanámi og það var enginn skortur á tungumála- eða fagkunnáttu: „Ég er með 10 ára reynslu sem rafmagnsverkfræðingur. Af hverju er ég að leita að starfi? Tja, ég hugsa að það sé möguleikinn um betra starf, hærri laun og aukið öryggi sem höfðar til mín. Ég myndi vilja fara til Þýskalands, Danmerkur eða Noregs,“ segir João Castro frá Lissabon.
 
„Ég er arkitekt en þar sem byggingariðnaðurinn í Portúgal gengur í gegnum mikla erfiðleika nú um stundir er ég að leita að tækifærum í öðrum löndum. Fyrir tveimur árum starfaði ég í Brasilíu svo ég veit hvað felst í því að vera farandstarfsmaður. En þökk sé ódýrum flugfargjöldum og Skype [hugbúnaður til samskipta á Netinu], er auðveldara að vera í sambandi við fjölskyldu og vini,“ segir Ana Mestre, annar atvinnuleitandi sem sótti viðburðinn.  
 
Atvinnurekendurnir sem sóttu viðburðinn voru jákvæðir: Við erum að leita að starfsfólki í upplýsingatæknigeiranum og því var þessi atvinnudagur mjög hagnýtur fyrir okkur, þar sem bæði kunnáttustigið og tungumálakunnátta umsækjendanna var mjög góð,“ segir Nick Bukers, þjónustustjóri Aarixia, belgísks upplýsingatæknifyrirtækis, að lokum.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fylgjast með EURES á Facebook
Fylgjast með EURES á  Twitter
 
Tengjast EURES á LinkedIn
 
Fylgjast með EURES á Google+

 

« Til baka