Fréttir á vefsíðunni

Hjartnæm saga

Það dreymir ekki alla um að verða farandstarfsmenn. Sumir gera það frekar af nauðsyn en vegna lífstílsins. Þannig var það að minnsta kosti hjá Danielu Tsvetanovu sem yfirgaf heimaland sitt Búlgaríu og hélt til Þýskalands. En þegar hún kom þangað áttaði hún sig á því að grasið getur stundum verið grænna hinum megin.   
 
Daniela fyllist geðshræringu þegar hún talar um hótelstjórann sem hún vinnur fyrir: „Hann hefur gefið mér allt; gott starf, góð laun, frídaga og hann er ótrúlega gáfaður, umburðarlyndur og kurteis einstaklingur,“ segir Daniela af ákefð.
 
En byrjum frá byrjun. Daniela var einu sinni árangursríkur frumkvöðull í Búlgaríu og átti fjölmarga pizzustaði og knæpur. En þegar fjármálakreppan skall á landinu fóru viðskiptin versnandi, Daniela lenti í fjárhagslegum örðugleikum og missti vinnuna. Til viðbótar komu svo veikindi hjá ættingja hennar sem þurfti á skurðargerð að halda og hana þurfti að greiða fyrir.  
 
„Það var ekki fyrsta val mitt að fara til útlanda en mér fannst ég þurfa þess í ljósi aðstæðnanna. Ég átti vini sem sögðu mér að starfsævin geti orðið betri ef flust er til annars Evrópulands,“ segir Daniela. Eftir að hafa leitað sér upplýsinga um skilyrði þess að flytjast til annars lands* fór hún fyrst til nágrannalandsins Grikklands og hóf störf sem umsjónarmaður kalds hlaðborðs en þar sá hún um undirbúning á köldum forréttum og eftirréttum. Þessi reynsla var erfið á margan hátt en hún stuðlaði að því að Daniela hélt leitinni áfram. Á þessu stigi leitaði Daniela til EURES um aðstoð og Malinka Todorova, EURES ráðgjafi í Burgas í austanverðri Búlgaríu, var glöð að geta orðið henni að liði. 
 
„Malinka sýndi mér hvernig leita á að lausum störfum á EURES vefgáttinni og leiðbeindi mér um hvernig eigi að skrifa starfsumsókn og nálgast atvinnurekendur. Ég setti mig fljótlega í samband við tvo áhugaverða vinnuveitendur í Þýskalandi og tveir af þeim sendu mér jákvæð svör,“ minnist Daniela. 
 
Aðeins tveimur mánuðum seinna var Daniela farin að vinna sem hótelþerna á Nordeseehotel Freese, á eyjunni Juist í norðvestanverðu Þýskalandi. „Þetta er stórkostlegt,“ útskýrir Daniela. „Það hentar mér einstaklega vel að vinna við árstíðabundin störf** því ég hef engan áhuga á því að segja alfarið skilið við Búlgaríu.“
 
Takmörkuð þýskukunnátta Danielu hefur ekki reynst hamlandi, en í staðinn hefur hún látið störf sín tala fyrir sig.
 
„Hvernig redda ég mér án þess að tala tungumálið? Ég veit það ekki og enginn annar virðist skilja það heldur. Ég horfi bara, hlusta og vinn hörðum höndum, ég býst við því að fólk virði þá sem sinna starfi sínu,“ segir Daniela að lokum. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
**Ekki er þörf á atvinnuleyfi þegar um árstíðabundna ráðningasamninga í nokkrum löndum (sjá að ofan) en þeir eru takmarkaðir við sex mánuði og einungis er hægt að endurnýja þá þremur mánuðum eftir að síðasti samningur rann sitt skeið á enda.  
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
Fylgstu með EURES á Facebook
 
Fylgstu með EURES á  Twitter
 
Tengstu EURES á LinkedIn
 
Fylgstu með EURES á Google+
 

 

« Til baka