Fréttir á vefsíðunni

Árstíðarbundin störf fyrir þig – ráðningar fyrir skíðatímabilið

EURES í Frakklandi býr sig undir skíðatímabilið en samtökin stóðu fyrir ráðningarviðburði í lok október þar sem áherslan var á árstíðabundin störf.
 
Vinnumálaþjónustan í Albertville í Savoie héraðinu hefur staðið fyrir ráðningarviðburði síðastliðin 20 ár þar sem áherslan er lögð á að laða að einstaklinga sem eru að leita sér að árstíðabundnum störfum. „Þetta er mjög mikilvægur hlutur. Þetta er stærsta stefnan á svæðinu,“ segir EURES ráðgjafinn, Birgitte Blanc-Funder.
 
Albertville er alþjóðlega þekkt fyrir vetrarólympíuleikana árið 1992 svo til þess að slá tóninn fyrir tímabilið er viðburðurinn, sem nefnist Seasonalwork4U, haldinn í skautahöllinni í bænum en hann er haldinn þar ofan á teppi. Atvinnuleitendur komu alls staðar að frá Frakklandi en einnig frá Ítalíu og Spáni. EURES var með bás með 10 ráðgjöfum frá Hollandi, Danmörku, Spáni, Ítalíu og Noregi. 
 
„Mikið af ferðamönnum koma á skíði til Frakklands frá Bretlandi, Hollandi, Skandinavíu eða Rússlandi. Flest störfin krefjast góðrar frönsku- og enskukunnáttu. Það er starfsmanninum til hagsbóta ef hann talar hollensku og rússnesku líka þar sem sumir Pólverjar og Finnar tala rússnesku,“ segir Birgitte.
 
Á viðburðinum voru um 250 atvinnurekendur sem höfðu 4 000 laus störf í boði. Í heildina komu um 6 700 atvinnuleitendur á viðburðinn og 450 heimsóttu EURES básinn. Annað markmið viðburðarins var að bæta þjónustu EURES við að para saman atvinnuleitendur og atvinnurekendur. Nokkrir EURES ráðgjafar, þar á meðal Birgitte, hitti atvinnurekendur fyrir viðburðinn til þess að láta þá vita af því að EURES væri á staðnum til þess að aðstoða þá við að finna starfsmenn í laus störf. 
 
EURES var einnig með kynningu á þjónustu sinni og hvernig samtökin geta parað saman atvinnuleitendur og atvinnurekendur með skilvirkum hætti ásamt því að veita upplýsingar um búsetu- og starfsaðstæður á Ítalíu, í Sviss, Noregi, Skandinavíu og Hollandi. Atvinnuleitendur, sem komu á EURES básinn, vildu fræðast um vetrarstörf í Savoie, ásamt því að velta fyrir sér sumarstörfum og spurðu um árstíðarbundin störf í Hollandi, Danmörku og Noregi, meðal annars við ávaxtatínslu.
 
„Við myndum gjarnan vilja taka þátt í stefnunni á næsta ári, sérstaklega með sömu kollegum og enn fleiri löndum. Atvinnurekendur, atvinnuleitendur og samstarfsmenn frá frönsku vinnumálastofnuninni voru mjög áhugasamir um þátttöku okkar,“ segir Birgitte að lokum.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 

 

« Til baka