Fréttir á vefsíðunni

Hvernig er hægt að bæta atvinnumöguleikana í gegn um samfélagsmiðla

Rétt eins atvinnurekendur nýta sér samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að sía út umsækjendur fyrir starfsviðtöl, nota atvinnuleitendur sér miðlana að sama skapi til þess að kanna ný tækifæri.  
 
Á tímum samfélagsmiðla erum við tengdari en nokkru sinni áður. Þar sem svo mikið af einkalífi okkar er aðgengilegt að vild á Netinu fyrir aðra að sjá er óhjákvæmilegt að væntanlegir vinnuveitendur rekist á samfélagssíðurnar þínar og þyki ekki mikið til um það sem þeir sjá.  
 
Sannarlega eyst í sífellu að samfélagsmiðlar séu notaðir til þess að fylgjast með væntanlegum umsækjendum en atvinnuleitendur nota þá til þess að kanna bakgrunn umsækjenda, fyrst og fremst Fésbókina. 
 
Margir gerast enn sekir um grundvallarmistök, hvort sem það er að birta óviðeigandi myndir á Fésbókinni eða vanhugsaðar athugasemdir eða tíst. Hins vegar geta lítil mistök einnig verið skaðleg. Með því að aðskilja ekki einkalífið og vinnuna á samfélagsmiðlunum eða uppfæra ekki LinkedIn reikninginn þinn getur þú haft neikvæð áhrif á starfsferilinn. 
 
Fagleg notkun samfélagsmiðlanna
 
Það er góð hugmynd að búa til nýja Fésbókar- og Twitterreikninga fyrir vinnuna. Gakktu úr skugga um að friðhelgisstillingarnar á öllum reikningunum þínum séu stillar á einungis vini. Miðaðu vinnureikninginn þinn að hugsanlegum vinnuveitendum og nefndu þar helstu færni þína og sölupunkta, hlekk á ferilskrána þína og mynd tekna af fagmanni. 
 
Fáðu þér LinkedIn reikning og tryggðu að reikningurinn þinn sé með nýjustu upplýsingum. Margir nýta sér ekki LinkedIn til fullnustu og klikka á því að fylla út allar upplýsingar á reikningnum.   Margir ráðningaraðilar og vinnuveitendur nýta sér LinkedIn í auknum mæli til þess að finna umsækjendur þar sem það kostar ekkert og sýnir ferilskrá einstaklingsins og færni. 
 
Með því að nota samfélagsmiðlana með faglegum hætti getur þú náð sambandi við væntanlega vinnuveitendur. Það fer eftir miðlinum hvernig þú myndar samband. Á Twitter er til dæmis best að fylgja fyrirtækjum og atvinnurekendum, sem þú hefur áhuga á. LinkedIn býður upp á spjall í einrúmi og er því góð leið að kynna sig beint fyrir atvinnurekendanum eða í gegn um sameiginlega tengingu. Á meðan samfélagsmiðlar geta verið frábær leið til þess að kynna sjálfan sig skaltu ekki vera feiminn við að leggja til fund yfir kaffibolla.

Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi í EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

 

« Til baka