Fréttir á vefsíðunni

Viðburðurinn „Youth on the Move“ á Spáni – hvert er förinni næst heitið?

Tækifærin til þess að búa, starfa og nema í öðrum Evrópulöndum eru fjölmörg. Það voru meginskilaboðin á viðburði í Zaragoza á Spáni sem snéri að því að kynna flæði ungs fólks í Evrópu.
 
Flaggskipsverkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins „Youth on the Move“ miðar að því að aðstoða ungt fólk við að öðlast nauðsynlega þekkingu, færni og reynslu til þess að keppa á vinnumarkaði Evrópu í dag. Hluti af Evrópuáætluninni Europe 2020 um að efla hugvitsamlegan og sjálfbæran hagvöxt fyrir alla snýr að því að draga úr atvinnuleysi ungs fólks með því að hvetja það til náms og atvinnu í öðrum Evrópulöndum. Stutt er við þessi markmið með styrkjum Evrópusambandsins til náms eða þjálfunar í öðrum löndum og með því að hafa menntun og þjálfun hentugri fyrir þarfir ungs fólks í dag. 
 
Tveggja daga viðburður í Zaragoza í lok september kynnti áætlunina og í stað þess að bjóða þátttakendum upp á bein atvinnutækifæri einblíndi viðburðurinn á leiðir til þess að draga úr atvinnuleysi ungs fólks. Viðburðurinn var haldinn á vegum EURES í samstarfi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og European Direct Information Centre. Hann var skipulagður sem vettvangur þar sem fólk gat lært um mismunandi tækifæri í Evrópu og spurt spurninga og miðlað af reynslu sinni. Auk þess voru ráðstefnur, vinnusmiðjur, kynningar og pallborðsumræður haldnar til þess að fjalla um flæði ungs fólks í Evrópu.
 
EURES ráðgjafar voru á staðnum til þess að bjóða atvinnuleitendum upp á upplýsingar um fjölbreytt tækifæri eins og styrki í boði til náms, atvinnu eða sjálfboðastarfs erlendis. „Þjónusta okkar á stefnunni miðaði að því að veita upplýsingar um störf í boði á EURES vefsíðunni og ráðningarferlið, sem EURES á Spáni heldur í augnablikinu utan um,,“ segir Sonia Carné Padilla, EURES ráðgjafi í Zaragoza.
 
EURES í Zaragoza er enginn nýliði þegar kemur að skipulagningu mikilvægra viðburða fyrir atvinnuleitendur á svæðinu en samtökin hafa skipulagt atvinnudaga síðastliðin sjö ár auk faglegra stefnumótandi funda og vinnusmiðja um evrópskar ferilskrár og svo lengi mætti telja. 
 
„Auðvitað erum við ánægð að taka þátt í öðrum svipuðum viðburði því okkur finnst hann geti verið mjög nytsamlegur, sérstaklega fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur almennt. Við tökum í sífellu þátt í mismunandi viðburðum sem allir tengjast kynningu á frjálsu flæði fólks. Næsti viðburður nefnist „Atvinnuleit á Netinu,“ segir Sonia að lokum.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Fræðast frekar um Youth on the Move
 
Fræðast meira um Europe 2020
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka