Fréttir á vefsíðunni

Vinnusmiðja á ensku vakti mikla lukku í Vínarborg

Nýleg smiðja í Vínarborg í Austurríki þar sem aðstoðað var við gerð umsókna á ensku heppnaðist mjög vel.
 
Þar sem í vaxandi mæli er óskað eftir umsóknum um störf hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á ensku, skipulagði EURES sérstaka – Englischsprachige - vinnusmiðju á ensku þar sem aðstoðað var með málfræði og stíl í Vínarborg í lok september. 
 
Vinnusmiðjan er haldin tvisvar á ári í austurrísku höfuðborginni Vínarborg og er nauðsynlegt að skrá sig á hana því eftirspurn er langt umfram framboðið. Viðburðurinn er fyrir atvinnuleitendur sem hafa skráð sig hjá staðbundinni vinnumiðlun og hafa áhuga á því að starfa erlendis.
 
Einstaklingur með ensku að móðurmáli fer í gegnum umsóknarform og ferilskrár með atvinnuleitendum til þess að tryggja að mál- og setningarfræðin sé rétt. Enn frekar fá atvinnuleitendur ráð um atvinnuleit og eru þjálfaðir í viðtalstækni á ensku.  
 
Smærri hópar atvinnuleitenda á viðburðum sem þessum hafa reynst betur en stærri hópar því hver atvinnuleitandi nýtur þess að fá einstaklingsbundna aðstoð frá þjálfaranum. „Til þess að tryggja gæði vinnusmiðjunnar og ná að sinna hverjum og einum þátttakanda fyrir sig takmörkum við fjölda þátttakenda við 15,“ segir EURES ráðgjafinn Elke Traunmüller frá Austurríki.  
 
Staðreyndin er sú að þessi viðburður hefur reynst svo vinsæll að verið er að skipuleggja viðbótarsmiðjur sem haldnar verða bráðlega. „Þar sem áhuginn á viðburðinum er mjög mikill munum við bjóða upp á aðra dagsetningu í desember. Árið 2013 munum við líklega halda þessa vinnusmiðju þrisvar eða fjórum sinnum,“ segir Elke að lokum.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Finna viðburð á vegum EURES í Austurríki
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
 

 
 
 
 

« Til baka