Fréttir á vefsíðunni

Góð ferilskrá er lykillinn að draumastarfinu!

Ferilskráin er „sölutækið“ þitt sem þú notar til þess að markaðssetja þig fyrir væntanlegum vinnuveitendum. Þar sem mikil samkeppni er um lausar stöður í dag er mikilvægara en áður að fylla ferilskrána út með skýrum og heildstæðum hætti til þess að tryggja að þú hafir betur í samkeppninni við aðra umsækjendur.
 
 Þú ættir að sérsníða ferilskrána þína að hverri starfsumsókn, sem þú gerir, þar sem þú leggur áherslu á þá færni og þekkingu sem krafist er fyrir viðkomandi stöðu. Sérsniðin ferilskrá sýnir atvinnurekanda að þú hafir lesið þér ítarlega til um stöðuna og fyrirtækið og hún leggur áherslu á hvað þú hafir fyrirtækinu fram að færa. 
 
Ferlið við starfsumsóknir getur verið breytilegt frá einu landi til annars og einnig á milli geira en hins vegar er Europass ferilskráin góð leið til þess að koma færni þinni greinilega á framfæri í Evrópu. Europass leggur áherslu á færni þína og getu, þar á meðal þá sem þú hefur aflað þér utan hefðbundinna menntastofnanna, á stöðluðu sniði. Með því að gera framsetningu á færni samanburðarhæfa, hjálpar Europass við frjálst flæði starfsmanna og nemenda. 
 
Með hliðsjón af starfsháttum og samskiptum okkar í dag og núverandi efnahagsástandi óska atvinnurekendur oft eftir að ferilskráin veiti upplýsingar um meiri og ólíka færni umsækjenda. Til þess að halda í við þessa þróun var nýlega tilkynnt um nýja útgáfu af Europass ferilskránni sem kemur út í lok ársins.
 
„Í lok ársins ýtum við úr vör nýju sniði. Núverandi Europass er sjö ára gömul svo það er kominn tími á endurnýjun. Við ákváðum endurhönnunina óformlega fyrir um tveimur árum á grundvelli ábendinga frá notendum. Frá því að fyrsta ferilskráin leit dagsins ljós árið 2005 hafa margar breytingar átt sér stað. Nýja Europass ferilskráin er notendavænni, með nýjar fyrirsagnir eins og blogg-síður, vefföng fyrir spjallforrit o.s.frv. Hönnunin er einnig faglegri,“ segir Philippe Tissot, frá Cedefop, Evrópumiðstöð starfsnámsþróunar en hún sér um Europass vefgáttina.
 
Europass er nú tiltæk á 27 tungumálum og er notuð í 32 Evrópulöndum og víðar: fram til dagsins í dag hafa 21,5 milljónir ferilskrár verið búnar til á Netinu. Í Europass skjalamöppunni má finna fimm skjöl, ferilskrána, tungumálapassa, mat og viðurkenningar á starfsmenntun (sem er skrá yfir þá færni sem þú hefur orðið þér úti um í öðru Evrópulandi), viðauka með prófskírteini og viðurkenningu á erlendri starfsmenntun. Öll fimm skjölin eru hönnuð til þess að það sé betra og auðveldara að átta sig á færni þinni og menntun í Evrópu. Hins vegar gefur þetta ekki til kynna að allar Europass ferilskrár muni líta eins út. Sérhver notandi setur upplýsingarnar fram að eigin ósk eða þörfum, svo sem hvaða persónulegu upplýsingar birtast og uppröðun á vinnureynslu og menntun o.s.frv.
 
Ráðgjöf um útfyllingu ferilskrárinnar miðar að því að öll kunnátta sé sett fram með skýrum hætti. Skýrmælgi er einnig mikilvæg. Notkun jákvæðra og kraftmikilla orða eins og sveigjanlegur, skapandi, vinnusamur, frumlegur og áreiðanlegur við lýsingu á persónuleika og orð eins og áorka, framkvæma, taka þátt og ljúka við lýsingu á afrekum skapa jákvæða ímyndi hjá væntanlegum vinnuveitendum. Með hliðsjón af því að þeir eru líklegir til þess að verja 30 sekúndum í að renna yfir hverja ferilskrá, er nauðsynlegt að hún sé gagnorð, vel skrifuð og hafi tilætluð áhrif.
 
Fylgstu því með Europass vefsíðunni í lok ársins og náðu þér í og fylltu út nýju ferilskrána til þess að auka möguleika þína á að næla þér í draumastarfið!
 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Lesa Europass fréttabréfið
 
Lesa eldri greinar um Europass
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

 

« Til baka