Fréttir á vefsíðunni

Spænsk fiesta fyrir skemmtikraft frá Bretlandi

Ímyndaðu þér að verja vinnudeginum við að skemmta þér í sólinni! Fyrir einn heppinn atvinnuleitanda getur þessi draumur orðið að veruleika.
 
Jake Dorries hafði nýlokið tímabundnu verslunarstarfi yfir jólahátíðina og var á höttunum eftir nýrri áskorun.
 
Í febrúar 2012 heimsótti hann atvinnumiðstöðina í Ormskirk, Bretlandi til þess að leita sér að nýjum starfsframa. Hann hafði áður lokið tveggja ára innlendri diplómu í ferðamennsku og ferðamannaiðnaðinum og langaði í starf í þeim geira.
 
Ráðgjafinn hans hafði nýlega fengið upplýsingar frá EURES samstarfsnetinu um hentuga stöðu fyrir hann og sagði hann Jake frá fyrirtæki að nafni Cosmo Animacion. „Það var að leita að starfsfólki svo að ég fór auðvitað strax á Netið og sótti um með því að senda þeim upplýsingar um mig,“ segir Jake.
 
Innan fárra daga bauðst Jake starfsviðtal í Birmingham og viku síðar fékk hann starfið. „Allt námið í skólanum og háskólanum hafði að lokum borgað sig og ég átti að fljúga til Majorka 16. apríl 2012 til þess að byrja nýja draumastarfið sem skemmtikraftur.“ Jake var ekki eini árangursríki umsækjandinn því 17 atvinnuleitendur vöktu slíka hrifningu hjá Cosmo að þeim bauðst árstíðabundinn ráðningarsamningur.
 
„Fyrirtækið Cosmo er mjög faglegt og vinalegt og hjálpar þér að gera þitt besta og leyfir þér að skína. Þetta er búið að vera ein besta reynsla lífs míns fram að þessu og ég vonast til þess að snúa aftur í framtíðinni fyrir margar fleiri frábærar upplifanir. En allt þetta hefði ekki verið hægt án EURES svo ég þakka ykkur af öllum mætti og ráðlegg öllum þeim sem þurfa hjálp með starfsferilinn að leita til ykkar,“ segir Jake af kappi.
 
Cosmo ræður starfsfólk frá öllum heiminum vegna þess að það þarf á fólki að halda með margvísleg móðurmál. „Við auglýsum laus störf fyrst á síðunni okkar síðan í gegnum EURES. Ráðningar fara mismunandi fram í hverju landi fyrir sig, en hins vegar ráðum við aðallega í gegnum EURES í Bretlandi, Spáni og Frakklandi og hefur EURES verið stærsti brunnur okkar fyrir umsækjendur. Fyrirmyndarumsækjandi er einstaklingur sem er áhugasamur, sveigjanlegur, með opinn huga, duglegur – og Jake uppfyllir öll þessi skilyrði,“ segir Renate van Zetten, mannauðsstjóri Cosmo að lokum.
 
Þörf er á fleiri skemmtikröftum hjá Cosmo til þess að uppfylla samninga og vorið 2013 fara fram svipaðar ráðningar.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

 

« Til baka