Fréttir á vefsíðunni

Fullkomið umsóknarbréf er lykilinn að því að tryggja sér starfið!

Umsóknarbréfið er meginatriðið í umsókninni og fullkomnar ferilskrána. Það ætti því að svara mikilvægustu spurningunni sem allir vinnuveitendur spyrja: hvað gerir þig svona sérstakan?
 
Atvinnurekandi með fullt innhólf af umsóknum mun verja litlum tíma í að lesa hverja og eina. Þú skalt vera viss um að umsóknarbréfið þitt hafi þau áhrif að lesandinn vilji viti meira um þig þann stutta tíma sem hann eyðir í lesturinn. Umsóknarbréfið er marviss „söluræða“ sem útskýrir í einföldu máli af hverju einmitt þetta fyrirtæki ætti að ráða þig. Ekki láta atvinnurekandann erfiða í gegnum bréfið. Hafðu það á skýru, gagnorðu og hnitmiðuðu máli. Allt innihaldið ætti að fullvissa lesandann um að þú sért rætti einstaklingurinn í starfið.
 
Aflaðu þér upplýsinga
 
Áður en þú sest niður og skrifar umsóknarbréfið aflaðu þér þá upplýsinga um fyrirtækið og stöðuna sem þú ert að sækja um. Vertu viss um að vita nákvæmlega hvað fyrirtækið gerir og hver staða þess er meðal samkeppnisaðilanna. Það er góð hugmynd að segja hvað það er við fyrirtækið sem vekur áhuga þinn. Sjálfstæð könnun á upplýsingum sýnir atvinnurekandanum að þú búir yfir frumkvæði og að þú hafir raunverulegan áhuga á fyrirtækinu. 
 
Það er mjög mikilvægt að þú stílir umsóknarbréfið með réttum hætti. Öll bréf ættu vera sérsniðin að fyrirtækjunum svo að það sé ekki augljóst að þú hafir sent sama bréfið til annars fyrirtækis, þú vilt að fyrirtækinu líði eins og það sé sérstakt í þínum augum. Sendu fyrirspurnir til deildarinnar, sem þú ætlar að senda umsóknina til eða ef þetta er almenn umsókn til mannauðsdeildarinnar, til þess að fá nafn þess einstaklings sem mun lesa umsóknina.
 
Umsóknarbréfið er það fyrsta sem mótar skoðun atvinnurekandans á þér og það ætti að byggja á færni þinni og þeirri fyrri starfsreynslu sem þú lýsir í ferilskránni. Í meginmáli bréfsins ættir þú að tengja færni þína við óskir starfslýsingarinnar. Það mun sýna að þú hafir ekki einungis lesið starfslýsinguna vandlega heldur einnig að þú sért fullkominn í starfið. Reyndu að nota eigin orð því það hljómar eðlilegra og atvinnurekandinn fær tilfinningu fyrir persónuleika þínum.  
 
Meginmál bréfsins ætti að vera um þrjár málsgreinar og helst passa á eina A4 síðu. Fyrsta málsgreinin ætti að vera nokkrar línur um stöðuna sem þú ert að sækja um og hvað þú hafir upp á að bjóða. Önnur málsgreinin ætti að snúast um færni þína og hvaða gagn fyrirtækið geti haft af þér. Hún ætti að sýna hvernig þú uppfyllir helstu kröfur starfslýsingarinnar. Í lokamálsgreininni ættir þú að þakka lesandanum fyrir tíma sinn og hvetja þá með jákvæðum hætti til þess að bjóða þér í viðtal og leggja áherslu á sveigjanleika þinn. 
 
Gakktu úr skugga um að lesa umsóknarbréfið vandlega yfir áður en þú sendir það. Einföld mistök geta vegið á milli viðtals og höfnunar. Villupúkinn í ritvinnsluforritinu þínu sér ekki muninn á mjög líkum orðum eins og „skrá“ og „skár“ Umsóknarbréf ætti ekki að vera orðrétt afrit af ferilskránni þinni heldur benda atvinnurekandanum á færnina sem þú hefur fyrir starfið. 
 
Að lokum skaltu hafa í huga að þú ert að selja sjálfan þig sem mikilvæga vöru fyrir fyrirtækið. Legðu áherslu á jákvæða kosti þína eins og menntun, færni, því sem þú hefur áorkað og einstaklingsbundna kosti þína og láttu fyrirtækinu líða eins og það þurfi á þér að halda. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
 

 

« Til baka