Fréttir á vefsíðunni

Atvinnuleit fyrir snjallsímanotendur

Glænýr hugbúnaður (app) veitir eigendum nútímafarsíma einfaldan en á sama tíma víðtækan aðgang að atvinnugátt EURES. Með nokkrum smellum er hægt að leita að störfum um alla Evrópu, finna næsta EURES ráðgjafa fyrir einstaklingsbundna ráðgjöf eða leita að komandi EURES viðburðum.
 
„Vefnotkun í farsímum mun fara fram úr vefrápi í tölvum einhvern tíma á árinu 2013,“ segir Pascale Woodruff, verkefnisstjóri EURES vefgáttarteymisins í Brussel. „Við bjuggum því til app sem býður notendum snjallsíma upp á helstu eiginleika vefgáttarinnar .“
 
Appinu, sem búið var til fyrr á þessu ári, var hleypt opinberlega af stokknum snemma í október 2012. Það kostar ekkert og er tiltækt á 25 tungumálum og nær yfir öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins auk Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss. Appið virkar enn um stundir einungis á tækjum frá Apple, þ.e. iPhone og iPad. Android útgáfa kemur á markað snemma árs 2013. Með þessum tveimur snjallsímaútgáfum mun appið ná til um 85% af snjallsímamarkaði Evrópu.
 
Svo hvað geta notendur EURES iPhone appsins gert? „Áherslan er lögð á atvinnuleit,“ segir Pascale. „Opnaðu bara appið og byrjaðu að leita af störfum, sem opinberu atvinnumálastofnanirnar hafa auglýst í Evrópu, með síum eins og atvinnuflokkur og land.“ Hægt er að vista áhugaverð störf nánast eins og að setja bókamerki í vafra svo að notendur geta skoðað þau betur síðar eða deild þeim með öðru fólki. Það er meira að segja hægt að sjá nákvæmlega hvar sum af störfum atvinnugáttarinnar eru staðsett, á korti sem hægt er að þysja inn og út.
 
Ávinningurinn af því að vita staðsetninguna
 
Þökk sé staðsetningarbúnaði snjallsímaappsins, sem er valkvæður eiginleiki í flestum snjallsímum, geta notendur fundið nálæga EURES ráðgjafa og upplýsingar um hvernig hægt sé að hafa samband við þá. Þetta er þægilegt fyrir einstaklinga sem vilja fá viðtal í eigin persónu í heimabæ sínum eða borg til þess að fá sérstakar starfsupplýsingar eða ráðgjöf. Notendur appsins geta líka leitað að ráðgjöfum eftir löndum eða tungumáli eða leitað að næstu EURES atvinnuviðburðum – þar á meðal í heimalandi notandans.
 
En eitt atriði er enn þá ekki hægt að gera í appinu og það er umsýsla á ferilskrá notandans og notendaupplýsingum EURES atvinnugáttarinnar. „Við vonumst til þess að koma þessum eiginlegum bráðlega í framkvæmd,“ segir Pascale og bætir við að atvinnuleitin verði einnig bætt svo að notendur fái nákvæmari niðurstöður. 
           
Mitt EURES er áskriftarkerfi sem yfir 946 000 notendur og 29 000 fyrirtæki nýta sér. Kerfið býður skráðum notendum upp á viðbótareiginleika. Atvinnuleitendur geta til að mynda valið um að fá sendan tölvupóst þegar hentug störf birtast á meðan atvinnurekendur geta takmarkað leit að atvinnu með því að setja síu á ferilskrár umsækjenda. 
 
Kerfið krefur á þessari stundu notendur um að skrá sig í gegnum tölvu en bráðlega verður það einnig hægt í nýja appinu svo að notendur snjallsíma geta skráð sig inn og út. „Við erum mjög ánægð með að geta aukið við þjónustu EURES með því að bjóða upp á hana fyrir hinn ört vaxandi snjallsímamarkað, bætir Woodruff við. “
 
 
Frekari upplýsingar:
 
iPhone appið EURES störf (eða leita að „EURES“ í App-búðinni)
 
 

« Til baka