Fréttir á vefsíðunni

Veittu aldrei ókunnugu fyrirtæki bankaupplýsingarnar þínar

Nýlega hringdi fyrirtæki að nafni United Technologies í atvinnuleitendur, sem skráðir eru á atvinnusíðum, og óskaði eftir tölvupóstfangi þeirra í því skyni að senda þeim atvinnutilboð.  
 
Þegar tölvupóstfangið hafði verið gefið upp fékk atvinnuleitandinn sendan tölvupóst þar sem hann var beðinn um að senda banka- og kreditkortaupplýsingar til fyrirtækisins.  EURES hvetur atvinnuleitendur til þess að svara ekki tölvupóstum frá þessu og álíka fyrirtækjum og leggur áherslu á að aldrei skuli senda kreditkortaupplýsingar því ekkert fyrirtæki, sem vill láta taka sig alvarlega, myndi biðja um slíkt.  EURES mun gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir sviksamlega hegðun af þessu tagi í framtíðinni.  

« Til baka