Fréttir á vefsíðunni

Náðu þér í styrk fyrir fyrsta starfið erlendis!

Ert þú á aldrinum 18 og 30 ára og langar til þess að vinna erlendis í að minnsta kosti fjóra mánuði? Þá gæti styrkur á vegum MCZ* verið málið fyrir þig!
 
MCZ, ítalskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í eldstæðum og eldavélum, hefur nýlega opnað fyrir umsóknir fyrir árlegan styrk fyrirtækisins sem gengur undir nafninu „Búum til störf“. Á síðasta ári ákvað MCZ að reyna að gera eitthvað vegna hins vaxandi atvinnuleysis í Evrópu. Í stað þess að veita jólabónusa ákvað MCZ að verja fjármagninu í skólastyrk fyrir unga evrópska atvinnuleitendur.
 
„Verkefnið hófst á síðasta ári á landsvísu á Ítalíu. Ásamt Manpower** fjármögnuðum við þjálfunarnámskeið fyrir 60 atvinnulausa einstaklinga og sérsniðna ráðningarþjónustu. Í ár mun MCZ bjóða upp á 10 styrki fyrir unga atvinnuleitendur sem vilja bæta ferilskrár sínar með erlendri vinnureynslu.“ segir Clara Dalla Pace, ábyrgðarmaður Búum til atvinnu og mannauðsstjóri hjá MCZ.
 
„Skilaboðin sem við viljum senda ungu fólki með Búum til atvinnu eru mjög einföld: á þessum erfiðu tímum getur frjálst flæði starfa í Evrópu verið ein lausnin. Hreyfanleiki þýðir að hafa hæfileikann til þess að laga sig að nýjum aðstæðum og getuna til þess að grípa ný tækifæri,“ segir Clara.
 
Fyrir styrkinn 2012 óskaði MCZ eftir samstarfi við EURES á Ítalíu, sem mun auglýsa tækifærin í boði, og aðstoða við að para atvinnuleitendur við hentugar stöður. Þegar atvinnuleitendur hafa fundið raunveruleg atvinnutækifæri geta þeir óskað eftir styrknum frá MCZ. Styrkurinn er frábær leið til þess að kynna atvinnuleitendur fyrir vinnumarkaðinum auk þess sem hann gefur þeim ómetanlega vinnureynslu erlendis. Í ár geta umsækjendur valið á milli aðstoðarmanns á rannsóknarstofu, aðstoðarmanns gæðastjóra, sérhæfðs hjúkrunarfræðings og sölumanns auglýsinga þegar sótt er um styrkinn.
 
Í ár ákvað MCZ að beina sjónum sínum eingöngu að ungu fólki vegna þess að hin viðvarandi efnahagskreppa hefur oft á tíðum mest áhrif á ungt fólk. „Með það markmið að ráða 10 umsækjendur að þá er tilgangur styrksins að veita atvinnuleitendum hagnýta færni til þess að auðvelda þeim að komast inn á hinn erfiða vinnumarkað Evrópu. Hann hjálpar bæði umsækjendum og fyrirtækjum, hann aðstoðar ungt fólk við að finna vinnureynslu erlendis, sem borgar sig, og áhugasömum fyrirtækjum um að ráð fólk víðs vegar að úr Evrópusambandinu,“ segir Stefania Garofalo, EURES ráðgjafi á Ítalíu.
 
Hægt er að finna heildarlista yfir þær kröfur, sem umsækjendur þurfa að uppfylla, á staðreyndablaði á vefsíðu MCZ, umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18 og 30 ára, hafa lokið fjölbrautaskóla eða BA/BS gráðu, helst innan 12 mánaða frá því að umsóknin er send inn. Umsækjendur þurfa líka að hafa góða enskukunnáttu og stundum er krafist þekkingar á tungumáli gistilandsins.
 
Styrkþegar ættu að nota 2 500 evra styrkinn frá MCZ til þess að standa straum af útgjöldum við að flytjast til annars lands svo sem ferða- og gistikostnaði, tungumálanámi eða öðrum útgjöldum í gistilandinu.
 
Svo ættu ungir evrópskir atvinnuleitendur að búast við því að finna fullt starf eftir starfsnámið? „Það er það sem við erum að vona! Árið 2011 fundu um 20 atvinnuleitendur starf strax eftir starfsnámið,“ segir Stefania að lokum.
 
Svo ef þú ert til í fjóra mánuði eða meira í öðru Evrópulandi, sæktu þá um til þess að komast að því hvaða tækifæri bíða þín!
 
Frekari upplýsingar:
 
*Styrkurinn frá MCZ er sjálfstætt frumkvæði á vegum fyrirtækisins og tengist ekki Fyrsta EURES starfinu þínu.
 
**Manpower er fjölþjóðlegt ráðningarþjónustufyrirtæki
 
 
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum

« Til baka