Fréttir á vefsíðunni

Tungumálaþjálfun undirbýr farandstarfsmenn undir lífið í Finnlandi

Hefur þér einhvern tíma dottið í hug að búa eða starfa erlendis en verið of hræddur við að láta til skarar skríða vegna tungumálaörðugleika? Ef þú ferð til Finnlands geta EURES ráðgjafar aðstoðað þið við að komast yfir þessa hindrun með því að koma þér í tungumálanám.
 
„Oft er eitt mikilvægasta skrefið til aðlögunar að læra tungumál viðkomandi lands. Venjulega þurfa atvinnuleitendur að geta talað finnsku í Finnlandi til þess að finna atvinnu,“ útskýrir Tomi Puranen, EURES ráðgjafi í Turku í Finnlandi. „Jafnvel þó að þú getir bjargað þér í vinnunni muntu aðlagast betur þegar þú skilur og getur átt í samskiptum við fólk í kaffihléunum.“
 
„Markmið verkefnisins er að einstaklingurinn aðlagist vel að finnsku samfélagi en á sama tíma viðhalda að sjálfsögðu eigin menningarlegum einkennum,“ útskýrir Tomi. „Þetta þýðir að hann eða hún læri finnsku og – auðvitað sem mikilvægast er – að hann eða hún komist inn á vinnumarkaðinn.“
 
Tungumálanámskeiðin á vegum EURES ráðgjafanna eru aðlaðandi tilboð. „Námskeiðin, sem við skipuleggjum, eru gjaldfrjáls og atvinnuleitandinn getur fengið aðlögunaraðstoð eða atvinnuleysisbætur og 9 evrur fyrir hvern námskeiðsdag fyrir strætófargjöldum,“ segir Tomi.
 
Það að æfa sig í finnskunni mun aðstoða starfsmenn við að fá sem mest út úr tungumálaþjálfuninni. „Vertu virkur og byrjaðu að læra finnsku strax,“ mælir Tomi með. „Ekki nota tungumálið bara í námskeiðinu heldur líka við maka, vini og í búðunum.“
 
Starfsmenn geta lært meira en bara tungumál með því að taka þátt í aðlögunaráætluninni. „Möguleikinn á þjálfun eða námskeiðum til viðbótar, sem aðstoða einstaklinginn við að aðlagast finnsku samfélagi og finna starf, er oft nefndur,“ segir Tomi.
 
Það er líka mikilvægt fyrir starfsmennina að læra um staðbundna menningu og að vera virkur í atvinnuleitinni á meðan þriggja ára aðlögunarferlinu stendur. „Lærðu um finnska menningu, hvernig á að haga sér og vinnumenninguna. Einstaklingurinn ætti ekki að bíða eftir atvinnutilboðum frá skrifstofu okkar heldur vera virkur að hafa samband beint við atvinnurekendur, einkareknar atvinnumiðlanir, o.s.frv.,“ mælir Tomi með. „Ég spyr atvinnuleitendur oft um áhugamál þeirra vegna þess að það hvernig maður ver frítíma sínum getur oft myndað tengingar við Finna og hugsanlega vinnuveitendur.“ Sjálfboðastörf og aðild að mismunandi félagasamtökum getur hjálpað til við að mynda tengsl og sýna kunnáttu þína. Einnig ættir þú að tala við vini þína sem geta aðstoðað þig við að finna atvinnu.“
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka