Fréttir á vefsíðunni

Verkfræðingar í kastljósinu á atvinnustefnu EURES í Lissabon

Portúgalskir verkfræðingar eiga oft í erfiðleikum með að finna vinnu í heimalandinu. En væntingarnar eru miklar um að þeir sem sækja tveggja daga EURES atvinnustefnu í maí 2012 – með yfir 40 fyrirtækjum frá fimm Evrópulöndum – muni fljótlega finna draumastarfið.  
 
„Portúgal býr við offramboð af menntuðum verkfræðingum og það eru ekki alltaf næg störf í boði fyrir þá hér – og margir af þeim hefðu líka áhuga á að kynnast því að búa og starfa erlendis,“ segir Luísa Martins, EURES ráðgjafi hjá IEFP – Instituto do Emprego e Formação Profissional (stofnun fyrir atvinnu- og fagþjálfun) í Lissabon. Hún bætir við: „Véla- og rafmagnsverkfræðingarnir okkar eru í mestri eftirspurn í Evrópu en byggingarverkfræðingunum reynist aðeins erfiðara að finna vinnu.“
 
„Engineers Mobility Days“ áttu sér í fyrsta skipti stað hjá Lisbon Engineering Higher Institute (ISEL) dagana 10. – 11. maí 2012. Dagarnir löðuðu til sín um 40 meðalstór og stór fyrirtæki frá Belgíu, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi sem flest veita tækni- og skipageirunum þjónustu sína. 
 
Fyrsti dagurinn var opinn öllum áhugasömum verkfræðingum á meðan boð þurfti á síðari daginn. Á viðburðinum var boðið meðal annars upp á mismunandi þjónustu við atvinnurekendur, svo sem skimun umsækjenda og söfnun atvinnuumsókna fyrir stefnuna. Það voru básar fyrir atvinnurekendur og svæði fyrir starfsviðtöl. Umsækjendur gátu líka rætt beint við ráðningaraðila sem einnig héldu fundi til þess að kynna fyrirtækin sín. Að síðustu voru kynningar frá EURES ráðgjöfum frá hverju af löndunum, sem boðið var á stefnuna, um líf og störf erlendis.
 
Noregur, lykilland í ráðningum
 
Luísa fer fyrir ráðningarsamstarfi IEFP við Noreg - landi sem stendur að ráðningu þúsunda fleiri verkfræðinga. „Frá árinu 2007 höfum við skipulagt fjölmarga viðburði í Portúgal til þess að ráða sérfræðinga til norskra fyrirtækja. Þessi atvinnustefna var útvíkkuð svo hún næði til atvinnurekenda og EURES ráðgjafa frá Belgíu, Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi. Við vildum veita verkfræðingum aukin atvinnutækifæri og gera atvinnurekendum kleift að sjá fleiri verkfræðinga.“
 
Stefnan braut blað með því að laða fjölmörg stór norsk fyrirtæki til Portúgals, meðal annars Statoil. Belgísk verkfræðifyrirtæki tóku líka þátt í fyrsta skipti. 
 
Samkvæmt Luísu hafa jákvæð viðbrögð frá atvinnuleitendum og atvinnurekendum ekki látið á sér standa: „Þeir voru ánægðir með mismunandi þjónustu EURES á sviði ráðningarmála sem við buðum upp á. Við vonumst til þess að sjá töluverðan fjölda af ráðningum í ljósi þess fjölda atvinnuviðtala sem fram fóru eftir viðburðinn.“
 
Í gegnum EURES samstarfsnetið, IEFP og NAV (norska stjórnarsviðið fyrir atvinnu- og velferðarmál) hafa yfir 500 portúgalskir verkfræðingar fengið störf erlendis á nýliðnum árum. NAV hefur einnig boðið IEFP í heimsókn til Stafangurs og Oslóar í september til þess að kynna ráðningarþjónustuna fyrir norskum fyrirtækjum sem eru að leita að verkfræðingum. Hún mun einnig vinna með EURES að skipulagningu annars viðburðar af Engineers Mobility Days sem haldnir verða í Lissabon í október 2012.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.

« Til baka