Fréttir á vefsíðunni

Spænskur atvinnuleitandi hlakkar til Evrópska atvinnudagsins í Brussel

Spænski atvinnuleitandinn, Pilar Perez Mañogi,l hefur verið án vinnu í tvo mánuði. Pilar útskýrir af hverju hún hefur ákveðið að taka þátt í Evrópska atvinnudeginum 6. október í Brussel í því skyni að kanna hvernig hún geti fært sér opinn vinnumarkað í Evrópu í nyt.  
 
„Ég er lærður verkfræðingur. Ég ákvað að skrá mig á viðburðinn á Netinu vegna þess að ég hef verið atvinnulaus frá því í júní og ég er opin fyrir því að flytjast til annars lands í Evrópusambandinu til þess að búa og starfa,“ segir Pilar Perez, sem hefur BS gráðu í iðnefnaverkfræði og framhaldsgráðu í menntunarfræðum.
 
Evrópski atvinnudagurinn í Brussel, sem skipulagður er í sameiningu af EURES í Belgíu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, verður í 6. skipti sem þessi dagur er haldinn. Þessi alþjóðlega ráðningarstefna á sér stað bæði á Netinu og á staðnum en hafa atvinnuleitendur hámarksaðgang að tækifærum um alla Evrópu. 
 
Atvinnuleitendur munu geta spjallað milliliðalaust við atvinnurekendur eða í gegnum spjallvirknina á Netinu. Sérstakur kostur við að taka þátt á Netinu er að atvinnurekendur munu geta fyrirfram skoðað og valið ferilskrár atvinnuleitenda sem hafa áhuga á störfum hjá þeim. Evrópski atvinnudagurinn vonast til þess að hafa eitthvað í boði fyrir alla en yfir 40 stórir atvinnurekendur eru skráðir til þátttöku.
 
Pilar hefur unnið sem tæknikennari í almennum menntaskóla á Spáni en vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera hafa framavonir hennar breyst.   „Ég hef ákveðið að hefja leit að vinnu annars staðar í Evrópu vegna þess að útlit er fyrir að ég fái ekki vinnu á Spáni,“ segir Pilar. 
 
Pilar, sem heyrði af EURES frá vini sínum, hefur þegar skráð sig og hlaðið upp ferilskránni sinni og gerir ráð fyrir að spjalla við áhugaverða atvinnurekendur á Netinu á viðburðardeginum. Sú staðreynd að atvinnudagurinn er líka á Netinu gerir henni kleift að vera á Spáni á meðan hún leitar að starfi í Evrópu. „Ég kysi helst að vinna fyrir fyrirtæki í iðnefnageiranum, annaðhvort í Belgíu eða Bretlandi,“ útskýrir Pilar. 
 
Auk þess að geta spjallað við væntanlega atvinnurekendur geta atvinnuleitendur á Netinu spjallað við EURES ráðgjafa um búsetu- og starfsaðstæður í öðrum Evrópulöndum eða horft á kynningar fyrirtækja, sem eru að leita að starfsmönnum, í rauntíma og átt kost á því að leggja fram spurningar í kjölfarið.
 
Frekari upplýsingar:
 
Fara á opinbera vefsíðu Evrópska atvinnudagsins í Brussel
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka