Fréttir á vefsíðunni

Innlendir tengiliðir: tilbúnir til þess að aðstoða sveigjanlega sérfræðinga

Með hundruð lögverndaðra starfsheita í Evrópusambandinu getur staða menntunar í mismunandi aðildarríkjum verið ruglingsleg.Sem betur fer er samstarfsnet innlendra tengiliða fyrir viðurkenningu á menntun og færni til staðar til þess að aðstoða sérfræðinga sem vilja finna sér vinnu í öðru landi.
 
Sérfræðingar, sem vilja flytjast til annars Evrópulands, ættu alltaf að kanna hvort menntun þeirra heimili þeim að vinna við sérgrein sína í landinu sem þeir vilja búa í.
 
Samstarfsnet innlendra tengiliða er skuldbundið til þess að aðstoða borgarana með upplýsingar, sem þeir þurfa á að halda, til þess að fá menntun sína viðurkennda í landinu sem flytja á til.
 
Það er tengiliður í öllum Evrópusambandsríkum auk Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss. Þeir geta leiðbeint borgurunum í gegn um innlenda löggjöf á sviði mismunandi starfsgreina og útskýrt ýmiss konar stjórnsýsluleg formsatriði, sem ljúka þarf við, í viðurkenningarferlinu. Tengiliðirnir aðstoða líka borgarana við að nýta sér rétt sinn til frjáls flæðis einstaklinga.
 
Frá skipskokkum til þaksmiða
Það er ótrúleg fjölbreytni í lögvernduðum starfsgreinum í Evrópu, allt frá rafeindavirkjum til íþróttaleiðbeinenda, skipskokkum til þaksmiða og hjúkrunarfræðingum til tæknimanna fyrir loftræstikerfi. Hvert land er með sínar eigin reglur um störf á þessum sviðum og það er þess vegna sem tengiliðirnir bjóða upp á svo mikilvæga þjónustu.
 
Þegar unnið er að máli hefur tengiliðurinn samband við samstarfsmenn sína í viðkomandi landi auk viðeigandi stjórnvalda innanlands. Þessi stjórnvöld ákveða hvort viðurkenna eigi menntun úr öðru aðildarríki ESB eða ekki.
 
Gistilöndin hafa tekið yfir 253 000 ákvarðanir um viðurkenningu á starfsmenntun frá því að verkefnið hófst – 82% ákvarðananna hafa verið jákvæðar fyrir umræddan starfsmann.
 
Tengiliðirnir bjóða upp á aðstoð í síma eða bréfleiðis. Ekki ætti að rugla þeim saman við þjónustugátt ESB (e. Points of Single Contact) sem veitir frumkvöðlum, sem vinna yfir landamæri, upp á þjónustu á Netinu. Innlendu tengiliðirnir bjóða einnig upp á aðstoð til viðbótar við Þín Evrópa, sem veitir hagnýtar almennar upplýsingar um réttindi farandstarfsmanna.
 
Frekari upplýsingar:
 
Vefsíður framkvæmdastjórnarinnar um frjálsa för sérfræðinga
 
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komið á fót notendavænum gagnagrunni fyrir lögvernduð starfsheiti Notaðu þennan vettvang á Netinu til þess að kanna stöðu atvinnugreinarinnar þinnar í mismunandi löndum með einföldum hætti með því að velja kosti í fellireitunum.
 
Þín Evrópa – hagnýtar upplýsingar um réttindi farandstarfsmanna
 
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
*Það eru sjö starfsgreinar sem eru lögverndaðar með sama hætti í öllum aðildarríkjunum vegna samræmingar á lágmarkskröfum þjálfunar. Þær eru: hjúkrunarfræðingar, læknar, dýralæknar, tannlæknar, ljósmæður, lyfjafræðingar og arkitektar.

« Til baka