Fréttir á vefsíðunni

Hátæknifyrirtæki aðstoðað við að finna rétta starfsfólkið

EURES ráðgjafi í Hollandi notar frumkvöðlabakgrunn sinn til þess að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki á hátæknisviðinu við að taka réttu ákvarðanirnar um ráðningar í Evrópu.
 
Peter van der Grinten starfaði ásamt föður sínum hjá fjölskyldufyrirtækinu, sem sérhæfði sig í vélarhlutum fyrir ljósritunarvélar og trukka- og dráttarvélahreyflum, áður en hann varð hluti af EURES teyminu. Reynsla hans hjálpar honum í samskiptum hans við lítil og smá fyrirtæki á staðnum, sérstaklega fyrirtækjum í framleiðslu- og tæknigeirunum.
 
„Ég reyndi mörg mismunandi störf í fyrirtækinu okkar svo ég er vanur því að tala við framkvæmdastjóra og starfsmenn á verksmiðjugólfinu,“ útskýrir Peter. „Ég er viss um að það hjálpar mér í starfi mínu hjá EURES því ég tala sama tungumál og mörg fyrirtækjanna sem ég er beðinn um að ráðleggja.“
 
Traust ráð
Þegar hann vinur með smærri fyrirtækjum er Peter til staðar til þess að bjóða upp á alla venjulega þjónustu EURES, svo sem að auglýsa laus störf, aðstoða við forval á umsækjendum og sækja atvinnustefnur.
 
Peter heimsækir líka hvert fyrirtæki til þess að leggja mat á ráðningarþörfina. Þetta snýst ekki bara um að setja sig í samband við stjórnendurna – hann fer á verksmiðjugólfið til þess að tala við starfsmennina og flokksstjórana til þess að fá skýrari mynd af þörfum fyrirtækisins.
 
Fyrir Peter, snýst ráðningarferlið um meira en að finna einstaklinginn með réttu menntunina. Með því að starfa svo náið með smærri fyrirtækjum getur hann lagt mat á hver yrði rétti einstaklingurinn til þess að fara fyrir teymi eingöngu með hollendingum.
 
„Það er mikilvægt að ganga úr skugga um að vinnuumhverfið og viðkomandi starf henti atvinnuleitanda frá öðru Evrópulandi,“ bætir Peter við. „Við viljum aðstæður þar sem bæði umsækjendurnir og fyrirtækið hagnast - með ítarlegum rannsóknum erum við líklegri til þess að taka réttu ákvarðanirnar og þannig koma á fót langtíma vinnusambandi.“
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka