Fréttir á vefsíðunni

Atvinnustefna með allt á einum stað laðar að sér þúsundir atvinnuleitenda

Yfir 5 000 atvinnuleitendur sóttu Atvinnu- og ráðgjafarstefnuna í Galaway 29. og 30. júní til þess að leita sér að starfi, fá ráðgjöf um þjálfun og menntun og betrumbæta ferilskrár sínar.
 
„Viðburðurinn var skipulagður til þess að aðstoða atvinnuleitendur, þá sem vilja breyta um starf og þá sem eru að leita sér að ráðgjöf um þjálfun, menntun og félagslega þjónustu,“ útskýrir Bernadetta Gaspari-McGuirk, framkvæmdastjóri EURES á Írlandi. „Hugmyndin var að allt væri á einum stað, atvinnurekendur, þjálfun, ráðgjafar, upplýsingaveitur og námskeið í framsetningu ferilskráa. Stefnan tók mið að bæði þörfum atvinnuleitenda og sýningaraðilanna.“
 
Margir sýningaraðilar komu á Atvinnu- og ráðgjafarstefnuna reiðubúnir til þess að liðsinna atvinnuleitendum. „EURES ráðgjafar frá 16 löndum, sem tóku þátt í EURES ráðningum fyrir hönd heimalanda sinna, sóttu stefnuna auk 12 atvinnurekenda frá staðnum, 2 norskra atvinnurekenda og 30 þjálfunar- og fræðslu-/ráðgjafar-/upplýsingamiðstöðva,“ segir Bernadetta. „Einnig var boðið upp á námskeið fyrir ferilskrár þar sem farið var yfir gæði ferilskráa og gefin ráð um einstaklingsbundna atvinnuleit.“
 
„Viðburðurinn heppnaðist ákaflega vel í ljósi þess að 5 000 einstaklingar sóttu atvinnustefnuna þessa tvo daga,“ segir Bernadetta. „Bæði gestir og sýningaraðilar lýstu yfir mikilli ánægju með viðburðinn.“
 
Atvinnurekendur voru með yfir 300 störf í boði á viðburðinum og mörgum atvinnuleitendum, sem tóku þátt, var boðinn ráðningarsamningur.
 
„Allir atvinnurekendurnir frá staðnum lýstu yfir ánægju með gæði atvinnuleitendanna, sem þeir hittu, og gáfu til kynna að þeir myndu ráða fólk til starfa. Norsku atvinnurekendurnir voru mjög hrifnir af gæðum verkfræðinganna, sem þeir hittu, og gáfu líka til kynna að þeir myndu ráða fólk til starfa,“ útskýrir Bernadetta. Önnur Evrópulönd, sem sendu EURES ráðgjafa sem fulltrúa sína, voru líka ánægð með gæði fólks á viðskiptasviðinu og í kjölfar viðtala gáfu þau til kynna að þau myndu ráða fólk til starfa.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka