Fréttir á vefsíðunni

Sænskir atvinnuleitendur nýta sér hótelopnun í Noregi

Opnun nýs hótels í Þrándheimi í Noregi hefur skapað fjölda atvinnutækifæra fyrir Svía sem eru tilbúnir til þess að færa sér í nyt opinn vinnumarkað í Evrópu. EURES aðstoðaði marga þeirra við að gera drauma þeirra að veruleika.  
 
Margir Svíar líta til opins vinnumarkaðar í Evrópu sem lausn við neikvæðum áhrifum efnahagskreppunnar. „Í dag eru um 80 000 Svíar við störf í Noregi,“ segir Leif Clase, EURES ráðgjafi í Svíþjóð. „Það er mikið af störfum í Noregi fyrir bæði menntaða og ómenntaða, auk góðra launa og lítilla tungumálaörðugleika og aðstæðurnar eru svipaðar og þær í Svíþjóð,“ heldur hann áfram.
 
Þegar Clarion Hotels samsteypan hóf byggingu nýs og glæsilegs 400 herbergja hótels í Þrándheimi var augljóst að verkefnið myndi skapa mikið af nýjum störfum. Clarion Hotel & Congress í Þrándheimi stóð frammi fyrir gríðarstórri áskorun við að ráða fólk í laus störf og vann náið með EURES í Svíþjóð og EURES í Noregi við að ráða í margar stöðurnar. „Clarion hótelið var að leita að starfsfólki af öllu tagi – fjármálasérfræðingum, þjónum, matreiðslumönnum, dyravörðum og ræstitæknum,“ segir Leif. 
 
Ásamt atvinnurekandanum auglýsti EURES samstarfsnetið viðeigandi stöður og skipulagði ferðir fyrir atvinnuleitendur á sérstakan ráðningarviðburð í Þrándheimi. Á viðburðinum kynntu atvinnuleitendur ferilskrárnar sínar fyrir hópi af ráðningarsérfræðingum, bentu á sérstaka getu sína og þá færni sem þeir höfðu upp á að bjóða. „Í þessu fyrsta skrefi voru engar ferilskrár slegnar út af borðinu og allir höfðu tækifæri til þess að koma sjálfum sér á framfæri,“ bendir Leif á. Þeir sem vöktu hrifningu ráðningarhópsins í þessu skrefi voru síðan beðnir um að koma í starfsviðtal nokkrum vikum seinna. 
 
Niðurstaða ferlisins var sú að fjórir atvinnuleitendur voru ráðnir til Clarion hótelsins og hafa verið við vinnu frá opnun þess 27. apríl. „Atvinnurekandinn var mjög ánægður með þjónustu EURES og við búumst við því að halda samstarfinu áfram,“ segir Leif. Þökk sé sérfræðiaðstoð og ráðgjöf EURES ráðgjafanna er líklegt að héraðið haldi áfram að færa sér hinn opna vinnumarkað í nyt. 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka