Fréttir á vefsíðunni

Concentrix vonast til þess að finna fleiri starfsmenn á atvinnudeginum í Brussel

Concentrix hefur áður tekið þátt í Evrópskum atvinnudögum og réði þá nokkra nýja starfsmenn. Fyrirtækið vill byggja á árangri fyrri ára og gerir ráð fyrir að taka þátt bæði í viðburðinum á Netinu og á staðnum í Brussel 6. október.
 
„Við erum að vonast til að geta ráðið eins mikið af starfsfólki og við getum, þó að tveir til þrír séu raunhæft mat miðað við fyrri reynslu,“ segir Damien Stone, ráðningarsérfræðingur hjá Concentrix. „Við auglýsum venjulega laus störf á vefsíðunni okkar, á staðbundnum auglýsingaskiltum, hjá opinberum vinnumiðlunum og á nokkrum samevrópskum vefsíðum. Við höfum unnið með EURES í nokkur ár og við höfum alltaf verið ánægð með þjónustuna,“ bætir Damien við.
 
Concentrix verður með bás á Evrópska atvinnudeginum í Brussel þar sem fyrirtækið mun safna ferilskrám og ræða væntanlegar við umsækjendur um væntanleg störf. Concentrix vonast til þess að streyma, sem hluta af Netviðburðinum, í rauntíma kynningu á fyrirtækinu og fulltrúar Concentrix munu geta spjallað við atvinnuleitendur sem ekki taka þátt á staðnum í Brussel. Með því að senda ferilskrá inn fyrirfram geta fyrirtæki eins og Concentrix skoðað upplýsingar um atvinnuleitendur, sem hafa áhuga á lausum störfum hjá fyrirtækinu, og spjallað í einkaspjalli við fjölda atvinnuleitenda á viðburðardeginum sjálfum með því að nota spjallvirknina. Atvinnuleitendur geta líka horft á kynningar fyrirtækja og atvinnusérfræðinga, eins og EURES ráðgjafa, sem streymt verður á Netinu.
 
Með útibú í yfir 11 löndum og 7 500 starfsmenn um allan heim sérhæfir Concentrix sig í fjöltyngdri þjónustu við viðskiptavini, tæknilegri aðstoð og sölu fyrir alþjóðleg fyrirtæki eins og Microsoft, Cisco, PayPal og EA Games.
 
Áherslan er á Evrópu
„Við ráðum fólk alls staðar að úr heiminum, því við bjóðum upp á fjöltyngda þjónustu við viðskiptavini á yfir 30 tungumálum. Yfir 80% af fasta starfsfólkinu okkar kemur annars staðar frá en Bretlandi og Írlandi, svo þetta er eitthvað sem við gerum með mjög virkum hætti. Hinn fullkomni starfsmaður fyrir mér er einstaklingur sem er ástríðufullur, gáfaður og viljugur til að flytjast til Bretlands,“ segir Damien að lokum.
 
Frekari upplýsingar:
 
Fara á vefsíðu Evrópsku atvinnudaganna
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka