Fréttir á vefsíðunni

Leita fanga víða til að finna besta starfsfólkið

Franska fjölþjóðlega fyrirtækið Sodexo er eitt af stærstu fyrirtækjum heimsins á sviði þjónustu- og aðstöðustjórnunar með næstum því 400 000 manns í vinnu í 80 löndum.Útibú fyrirtækisins í Lúxemborg ræður mikið af fólki frá nágrannalöndunum til starfa.Flestir af erlendu starfsmönnum fyrirtækisins finnast í gegn um þjónustu EURES í Lúxemborg, Belgíu og Frakklandi.  
 
Sodexo Lúxemborg er með um 1 400 manns í vinnu á 60 stöðum í landinu. „Árið 2011 réðum við yfir 300 manns til starfa og komu 90% þeirra í gegn um EURES,“ segir Alexandre Villiere, ráðningarstjóri hjá Sodexo í Lúxemborg.  
 
Fyrirtækið hefur unnið náið með EURES í mörg ár. „Til þess að mæta síbreytilegri þörf okkar fyrir nýtt starfsfólk og finna bestu kandídatana höfum við eflt samstarfið síðastliðin tvö ár með EURES samstarfi þvert á landamæri,“ segir Alexandre.  
 
Hæft starfsfólk, sem ráðið hefur verið til fyrirtækisins, er til að mynda starfsfólk í móttöku, kokkar og umönnunarfólk á einu af þeim fjórum hjúkrunarheimilum sem fyrirtækið rekur. Einnig hefur ófaglært starfsfólk verið ráðið og vinnur það til dæmis í eldhúsum við að undirbúa mat eða vaska upp.
 
Ráðningar í þremur nálægum löndum
 
Fyrirtækið skipuleggur mánaðarlega ráðningarviðburði í Lúxemborg, Belgíu og Frakklandi í samstarfi við EURES.
 
Í Frakklandi skipuleggur fyrirtækið reglulega ráðningarviðburði með EURES. Viðburðirnir eru haldnir allt að þrisvar sinnum á ári og eru þar á meðal „ráðningarleikir“ (e. simulation recruitment) þar sem umsækjendur gera æfingar sem tengjast starfsviði þeirra.
 
Spurður að því hvers vegna Sodexo ræður hvað eftir annað fólk erlendis frá svarar Alexandre: „Farsæld fyrirtækisins okkar byggir að stórum hluta á mannkostum og færni starfsfólksins okkar. Það er þess vegna sem við leggjum áherslu á að laða að og halda hæfileikaríkasta fólkinu sama frá hvaða landi það kemur.“
 
Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1966, hefur stækkað mjög síðastliðna fjóra áratugi og í dag býður það upp á alhliða, samþættar lausnir á fjölbreyttu þjónustusviði allt frá byggingariðnaði yfir í matvælaþjónustu og frá ræstingu yfir í endurhæfingu á föngum.  
 
Frekari upplýsingar:
 
Fræðast frekar um Sodexo Lúxemborg
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka