Fréttir á vefsíðunni

Maltnesk atvinnu- og þjálfunarstefna laðar að sér mikinn fjölda

Yfir 600 manns sóttu maltnesku atvinnu- og þjálfunarstefnuna 2012, sem var haldin í höfuðborg eyjunnar, Valletta, 25. og 26. maí. EURES ráðgjafar frá Búlgaríu, Tékklandi, Hollandi, Slóveníu og Svíþjóð slógust í hóp með samstarfsfélögum sínum frá Möltu. Ráðgjafarnir notuðu viðburðinn til þess að auglýsa laus störf í sínum heimalöndum.
 
Teymið frá Möltu nýtti tækifærið og útskýrði fyrir gestum hvað EURES hafi evrópskum atvinnuleitendum upp á að bjóða með því að sýna hvernig atvinnugátt EURES virkar og hvernig framkvæma eigi leit að lausum störfum.
 
Einnig tóku nítján atvinnurekendur frá Möltu, fjórar einkareknar ráðningaskrifstofur og 13 þjálfunarfyrirtæki þátt í viðburðinum. Atvinnurekendur nýttu sér stefnuna til þess að leggja mat á væntanlega umsækjendur á meðan ráðningarskrifstofurnar auglýstu laus störf bæði á Möltu og á meginlandi Evrópu. 
 
Þjálfunarfyrirtækin lögðu áherslu á leiðir til þess að auka við færni fólks og menntun í þeirri viðleitni að auka á atvinnumöguleikana. Í því skyni var boðið upp á kynningu á þjálfun á mjög fjölbreyttu sviði á stefnunni.
 
Áherslan á Evrópu
Maltneska menntunarráðið (e. Malta Qualifications Council) fór yfir nokkur hagnýt atriði, sem tengjast atvinnuflæði í Evrópu, auk þess að veita upplýsingar um hvernig flytja megi menntun og færni yfir evrópsk landamæri. 
 
Stofnun Evrópusambandsins fyrir áætlanir á vegum þess veitti upplýsingar um hinar fjölmörgu mennta- og þjálfunaráætlanir Evrópusambandsins. Á sama tíma voru fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á Möltu á staðnum til þess að ræða atvinnutækifærin hjá stofnunum sambandsins.
 
Stefnan var vel auglýst á Möltu með götuskiltum, auglýsingum í dagblöðum og í stafrænum miðlum auk sjónvarpsauglýsinga á besta tíma.
 
EURES teymið á Möltu greinir nú ábendingar og viðbrögð þátttakenda og gesta í því skyni að bjóða upp á enn betri viðburð að ári.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka