Fréttir á vefsíðunni

Samráð við almenning þar sem borgurunum býðst að hjálpa til við að ákvarða stefnu ESB

Hefur þú einhvern tíma lent í vandræðum við að nýta þér þau réttindi sem þú nýtur sem farandstarfsmaður? Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins býður öllum borgurum ESB að deila með sér vandamálum sem upp hafa komið við flutninga innan Evrópusambandsins, hvort sem það er vegna vinnu, náms eða orlofs. Borgurunum býðst einnig að koma á framfæri hvernig þeir myndu vilja sjá Evrópusambandið þróast fram til ársins 2020.
 
Í víðtækasta almenningssamráði Evrópusambandsins nokkru sinni um réttindi borgaranna kallar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nú eftir því að borgarar um allt Evrópusambandið aðstoði við að marka stefnuna fyrir komandi ár og móta þannig framtíð Evrópu. Samráðið er í gangi til 9. september en fram að þeim tíma verður fólk spurt um þær hindranir, sem orðið hafa á vegi þess, við að nýta sér borgaraleg réttindi Evrópusambandsins.
 
Hafðu áhrif á stefnu ESB með því að miðla reynslu þinni af (meðal annars): því að leita af starfi í öðru landi ESB; þáttum sem gætu komið í veg fyrir að þú leitir að starfi annars staðar í ESB; og vandamálum sem þú hefur staðið frammi fyrir við atvinnuleit hjá hinu opinbera í öðru landi ESB.
 
Bakgrunnur
 
Þökk sé ríkisborgararétti ESB – en hann kemur ekki í staðinn fyrir ríkisborgararétt hvers lands, heldur eykur aðeins við hann – njóta ríkisborgarar hinna 27 aðildarríkja ESB aukinna réttinda sem ríkisborgarar Evrópusambandsins. Frjálst flæði er sá réttur sem er hvað í mestum metum af ríkisborgararéttindum Evrópusambandsins.   Staðreyndin er sú að Evrópubúar fara í yfir milljarð ferða innan Evrópusambandsins á ári hverju og æ fleiri borgarar njóta ávinningsins af réttinum til þess að búa og starfa í öðru aðildarríki ESB: áætlað er að árið 2010 hafi 12,3 milljónir ríkisborgarar ESB, eða 2,5% þeirra, búið í öðru aðildarríki en þeirra eigin.
 
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti fyrstu ríkisborgaraskýrslu ESB árið 2010 og byggði hún á tillögum frá borgurum ESB, en hún leiddi til 25 raunverulegra aðgerða, sem nauðsyn var að grípa til, til þess að takast á við vandamál sem ríkisborgarar ESB stóðu frammi fyrir. Tillögurnar frá almenningi í ár munu fara beint inn í stefnumörkun framkvæmdastjórnarinnar og leggja grunn að ríkisborgaraskýrslu ESB fyrir árið 2013 en áætlað er að hún verði kynnt í maí 2013.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Taka þátt í samráðinu við almenning með því að fylla út stuttan spurningalista á Netinu (opinn fram til 9. September 2012):
Lesa fréttatilkynninguna „Réttindi borgaranna: Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hleypir af stokkunum víðtækasta samráði við almenning nokkru sinni og biður borgarana um að setja stefnuna til framtíðar“
Skoða vefsíðu samráðsins og fylgjast með úrbótum frá fyrstu ríkisborgaraskýrslunni frá árinu 2010
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.

 

« Til baka