Fréttir á vefsíðunni

Spænskt-þýskt samstarf hjálpar 565 atvinnuleitendum að finna vinnu

Þar sem atvinnuleysið á Spáni heldur áfram að vaxa er nú látið reyna á nýjar hugmyndir til þess að auka atvinnu um allt land. Ein sú best heppnaða er tvíhliða samstarf í atvinnumálum við önnur aðildarríki Evrópusambandsins og í tilviki Spánar og Þýskalands hafa 565 spænskir atvinnuleitendur fundið vinnu hjá þýskum fyrirtækjum síðastliðna 12 mánuði.
 
Næstum því fjórðungur Spánverja og meira en helmingur alls ungs fólks á Spáni (á aldrinum 15 til 24 ára) eru án atvinnu. Marisa Carmona Urda, EURES ráðgjafi á Spáni, útskýrir að atvinnuleysið í heimahéraði hennar, Santa Cruz de Tenerife „sé um 33 %, sem er mjög hátt.“
 
Hins vegar flytur hún jákvæðar fréttir af evrópska samstarfinu sem hófst í mars 2011. „Frá upphafi tvíhliða samstarfsins á milli EURES á Spáni og í Þýskalandi, höfum við fundið störf í Þýskalandi fyrir 565 Spánverja,“ útskýrir Marisa.
 
Eitt stærsta tilvikið um ráðningar á fólki innan samstarfsins var fyrir Netsöluna Amazon, sem réði 430 atvinnuleitendur til starfa, fyrst og fremst í pökkunarstörf. Önnur árangursrík dæmi eru til að mynda 60 verkfræðingar sem fundu nýlega störf í Þýskalandi ásamt atvinnuleitendum úr hjúkrunar- og hótel- og veitingageiranum,“ segir Marisa.  
 
Hlúð að frekara samstarfi
 
Sem hluti af samstarfinu vinna fjögur teymi ráðningarsérfræðinga í Þýskalandi og á Spáni og beina þau sjónum sínum að atvinnu á sviði tækni- og heilbrigðismála, hótel og veitingaþjónustu sem og árstíðabundnum störfum. Þeir skipuleggja ráðningarviðburði á Spáni fyrir þýsk fyrirtæki og auglýsa laus störf í Þýskalandi.
 
Í byrjun stóðu aðstandendur samstarfsins frammi fyrir fjölmörgum áskorunum. Þýskir atvinnurekendur bjuggust í upphafi við að finna „draumastarfskraftinn“ með mikla starfsreynslu og frábæra kunnáttu í þýskri tungu, en slakað var á þessum miklu kröfum, sem settar voru í upphafi, svo að nú eiga atvinnuleitendur með enga starfsreynslu og/eða án fullkominnar tungumálakunnáttu einnig kost á því að finna starf við hæfi. Spænskir atvinnuleitendur þurftu einnig á aðstoð frá spænskum og þýskum EURES ráðgjöfum að halda til þess að aðlaga ferilskrár sínar að þýskum hefðum.
 
Árangur samstarfsins hefur leitt til þess að svipað fyrirkomulag er að komast á milli Spánar og Norðurlandanna auk Belgíu og Hollands og bendir Marisa á að lokum að „einnig séu uppi áætlanir um að víkka út samstarfið svo það taki til spænskra flutningabílstjóra en þeir hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna niðursveiflunnar í byggingariðnaði.“
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka