Fréttir á vefsíðunni

Atvinnustefna þvert á landamæri laðar að sér þúsundir

Allir vegir á svæðinu voru yfirfullir af atvinnuleitendum þar sem yfir 6 000 manns komu á atvinnustefnuna í Saarbrücken í suðvestur Þýskalandi 10. maí síðastliðinn. Um 100 atvinnurekendur frá Þýskalandi, Lúxemborg og Frakklandi voru á staðnum til þess að bjóða atvinnuleitendur velkomna á viðburðinn. EURES aðstoðaði við skipulagninguna og ráðgjafar voru á staðnum til þess að veita upplýsingar um búsetu- og starfsaðstæður á þessu landamærasvæði.
 
Þetta er þriðja árið sem þessi stefna hefur verið haldin og halda vinsældir hennar áfram að aukast.
 
„Við vorum með 50 atvinnurekendur á fyrstu stefnunni árið 2010 og þessir sömu 50 komu aftur í ár sem sýnir okkur hversu mikilvægur þessi viðburður er fyrir starfaráðningar,“ útskýrir Achim Dürschmid, EURES ráðgjafi á staðnum.
 
„Í ár voru þátttökufyrirtækin að leitast við að ráða í um 2 000 lausar stöður sem bendir til þess að stefnan virki ekki síður fyrir atvinnuleitendur.“
 
Atvinnustefna síðasta árs leiddi til um 750 ráðningarsamninga. Achim og EURES teymið vonast til þess að gera enn betur í ár.
 
Ráðgjöf og stuðningur
Atvinnurekendur, sem tóku þátt í stefnunni, komu úr ólíkum geirum, þar á meðal verkfræðistarfsemi, tryggingastarfsemi, bankageiranum, almannaþjónustu og heilbrigðis- og tómstundageiranum. Bílaiðnaðurinn var einnig mjög sýnilegur en héraðið er þungamiðja bílaframleiðslu.
 
Hið frekar góða ástand efnahagsmála á svæðinu er talin vera ein ástæða þess hversu vinsæl atvinnustefnan var, sérstaklega meðal franskra gesta sem komu í röðum.
 
„Um 20 000 Frakkar vinna þegar í Saarbrücken á hverjum degi svo það kemur ekki á óvart að svo margir kæmu yfir landamærin á atvinnustefnuna,“ segir Achim, sem bendir á að frönsku landamærin eru einungis 1 km. í burtu.
 
Auk fólks án atvinnu laðaði stefnan að sér mikið af ungu fólki. Það óskaði upplýsinga um ástand vinnumarkaðarins og að fá nasasjón af því hvers kyns atvinna yrði í boði eftir að þeirra námi lýkur.
 
EURES ráðgjafarnir aðstoðuðu einnig við hringborðsumræður um ýmiss konar efni, meðal annars hvernig eigi að standa sig vel í starfsviðtölum og hvernig eigi að búa til ferilskrá sem grípur augað.
 
Frekari upplýsingar:
 
Dagskrá og heildarlisti atvinnurekenda sem komu á sýninguna (á DE og FR)
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka