Fréttir á vefsíðunni

Finndu vinnu á einum af atvinnudögum EURES

Hví ekki að auka möguleika þína á því að finna starf nú í haust með því að sækja einn af mörgum „evrópskum atvinnudögum‟ – hinum fullkomna stað til að ráða fólk, hitta atvinnurekendur, ræða fyrirætlanir þínar við EURES ráðgjafa eða fræðast frekar um hvernig EURES getur orðið þér að liði.
 
Ertu nýlega útskrifaður úr háskóla og hefur áhuga á því að leita tækifæranna í öðru Evrópuandi? Eða gamalreyndur sérfræðingur sem leitar að nýrri áskorun? Kannski ertu atvinnurekandi sem þarfnast faglærðra starfsmanna með sérstaka kunnáttu.
 
Hver sem raunin kann að vera, er evrópskur atvinnudagur fullkomið tækifæri til að hitta nýtt fólk og kanna kosti hins evrópska vinnumarkaðar.
 
Hvað á sér stað á evrópskum atvinnudegi?
Málið er einfalt – atvinnurekendur og atvinnuleitendur hittast til að sjá hvort þeir passi saman.
Komdu og:
  • Hittu EURES ráðgjafa með sérfræðiþekkingu á atvinnuháttum í Evrópu
  • Fáðu klæðskerasniðna ráðgjöf um atvinnuleit í Evrópu
  • Fræðstu um hvernig það er að búa og vinna í öðru Evrópulandi
  • Uppgötvaðu einstök atvinnutækifæri
  • Ræddu við atvinnurekendur um hvað það er sem þeir eru að leita eftir.
Taktu með þér afrit af ferilskrá og fullt af spurningum fyrir EURES ráðgjafa og atvinnurekendur sem hlakka til að aðstoða þig við allt sem viðkemur flæði starfa og starfsmanna í Evrópu.
 
Atvinnudagarnir eru misjafnir að stærð og efni en þeir eru allir haldnir með það að markmiði að hvetja til flæði starfa um allt Evrópusambandið og auðvitað að finna rétta umsækjandann fyrir rétta starfið.
 
Allir þátttakendur fá mikilvægar upplýsingar um vinnu erlendis eða ráðningar erlendis frá, þ.m.t. atvinnumiðlanir og raunhæf hagnýt ráð. Atburðirnir sjálfir geta verið allt frá atvinnumessum til námskeiða og ráðstefna eða upplýsingaviðburða. Hverju sem þú leitar að, getur þú gengið út frá því að finna atburð sem hentar þínum þörfum.
 
Hundruð atburða eru haldnir víðs vegar um Evrópu á ári hverju. Skoðaðu EURES viðburðadagatalið til þess að fræðast um hvað sé í gangi á þínum stað.
 
Þú getur einnig gerst áskrifandi að fréttabréfinu okkar og fengið nýjustu EURES fréttirnar sendar beint til þín í tölvupósti – þú þarft einungis að setja upp EURES reikninginn minn hér á vefgáttinni.
 
Hið fullkomna starf er einungis einn smell í burtu!
 
Frekari upplýsingar:
 
 
 
 
 
 

« Til baka