Fréttir á vefsíðunni

Evrópski atvinnudagurinn í Zaragoza bauð upp á fjölmörg starfstækifæri

Franskir, þýskir og breskir atvinnurekendur stóðu í röðum til þess að laða hjúkrunarfræðinga til heimalanda sinna á Evrópskum atvinnudögum í Zaragoza, en þar var kastljósinu beint að heilbrigðisgeiranum.
 
„Samdrátturinn í spænsku efnahagslífi hefur neytt spænsk stjórnvöld til þess að fækka starfsfólki í opinberri heilbrigðisþjónustu um það bil um 30 % . Enda þótt nám í hjúkrunarfræði hafi verið talið góð leið að stöðugum starfsframa fyrir fjórum árum eiga hjúkrunarfræðingar erfitt með að finna atvinnu í dag.  Það er af þeim ástæðum sem við ákváðum að beina kastljósinu að heilbrigðisgeiranum“, segir Teresa Vieitez Carrazoni, EURES ráðgjafi og einn af skipuleggjendum Evrópsku atvinnudagana í Zaragoza á Spáni sem fóru fram 11. og 12. maí síðastliðinn.
 
Hjúkrunarfræðingar á Spáni – þekktir af framúrskarandi menntun sinni - eru eftirsóttir í fjölda Evrópulanda.  Atvinnudagarnir í Zaragoza löðuðu að sér yfir 800 gesti og ráðningarfyrirtæki frá Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi en hvert þeirra batt vonir við að ráða 20 hjúkrunarfræðinga hið minnsta til starfa.
 
„Ef ég er heppinn fer ég heim með að minnsta kosti 20 áhugaverðar ferilskrár og ég er tilbúinn til þess að ráða alla ef viðkomandi búa yfir fullnægjandi tungumálakunnáttu og reynslu,“ segir Tim Shaw, ráðningarfulltrúi HCL Nursing í Lundúnum á Bretlandi.
 
Auk þess að hafa lokið námi í hjúkrunarfræði er mjög mikilvægt að menntunin fáist viðurkennd í landinu sem þú hefur hug á að fara til, svo unnt sé að vinna sem hjúkrunarfræðingur í öðru Evrópulandi.  Mismunandi ríki hafa mismunandi samninga um viðurkenningu á námi.  „Á Spáni þarf að skrá sig hjá menntamálaráðuneytinu í landinu þar sem þú tókst háskólagráðuna og í landinu sem þig langar að fara til. Ef atvinnuleitandi lendir í vandræðum með viðurkenningu á menntun sinni bið ég þá venjulega um að setja sig í samband við Upplýsingamiðstöðina fyrir námsviðurkenningu (NARIC) í hverju landi fyrir sig,“ útskýrir Theresa.
 
Fyrir marga farandstarfsmenn er mjög mikilvægt að geta talað tungumál landsins sem haldið er til.   „Það er enginn skortur á lausum störfum fyrir hjúkrunarfræðinga í Evrópu en helsta hindrunin er skortur á tungumálakunnáttu,“ bendir EURES ráðgjafinn Theresa Vieitez Carrazoni á.
 
„Með yfir eina milljón lausra starfa á EURES vefgáttinni trúi ég því að EURES hafi að geyma eitt besta tækifæri fyrir ungt fólk á Spáni til þess að finna atvinnu í dag,“ segir Teresa að lokum.
 
Frekari upplýsingar:
 
Finna innlenda NARIC miðstöð
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum

« Til baka