Fréttir á vefsíðunni

EURES eykur vitundina um frjálst flæði meðal atvinnuleitenda

EURES í Slóveníu ásamt EURES í Austurríki skipulagði tvo atvinnudaga í apríl 2012, sem miðuðu að því að auka vitund slóvenskra atvinnuleitenda um þau tækifæri sem eru í boði handan landamæranna á hinu þýskumælandi svæði.  
 
Slóvenía gekk í Evrópusambandið árið 2007 og frá 1. maí 2011 hafa Slóvenar ótakmarkað frelsi til þess að búa og starfa í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þrátt fyrir frelsið eru sumir slóvenskir ríkisborgarar enn ómeðvitaðir um að þeir geti nýtt sér hið frjálsa flæði til fullnustu og miðuðu því viðburðirnir tveir, sá fyrri 3. apríl í Ljúbljana í Slóveníu og sá síðari 5. apríl í Kranj í Slóveníu, að því að auka vitund fólks á þessu sviði. 
 
Viðburðurinn í Ljúbljana var skipulagður í samstarfið við framamiðstöð Ljúbljana háskóla og var beint sérstaklega að háskólanemum og þeim sem nýlega hafa lokið háskólanámi. Viðburðurinn í Kranj var haldinn á héraðsskrifstofu vinnumálastofnunar Slóveníu í Kranj og beindist aðallega að ungu atvinnulausu fólki sem hafði hug á því að starfa erlendis.
 
„Báðir viðburðirnir voru upplýsingaviðburðir með málstofum, vinnusmiðjum og kynningum, sem miðuðu sérstaklega að því að auka vitund slóvenskra ríkisborgara,“ útskýrir Nada Senada Plestenjak, EURES ráðgjafi í Slóveníu, „113 manns sóttu viðburðinn í Ljúbljana og 54 komu til Kranj,“ heldur hún áfram.   Fulltrúar frá Solvit, Europass, Cmepius* ásamt EURES ráðgjöfum frá Slóveníu og Austurríki kynntu starf sitt og þá þjónustu sem þeir bjóða upp á.
 
EURES í Slóveníu og EURES í Austurríki ráðgera nú, eftir að hafa stuðlað með góðum árangri að vitundarvakningu um frjálst flæði og þau tækifæri sem EURES samstarfsnetið býður upp á, að halda atvinnusýningu þvert yfir landamærin í Maribor í Slóveníu hinn 30. maí næstkomandi þar sem búist er við þátttöku yfir 30 atvinnurekenda og 3000 atvinnuleitenda. Á sýningunni munu meðal annars EURES ráðgjafar, ráðningarstofur og fyrirtæki úr mörgum geirum, meðal annars á sviði heilbrigðisþjónustu, byggingariðnaðar, framleiðslu, sölu og raftækja vera til staðar.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 
*Miðstöð Slóvenska lýðveldisins fyrir frjálst flæði og evrópskar mennta- og þjálfunaráætlanir

« Til baka